Sviptur frelsi í níu daga fyrir að birta jarm sem þótti móðga lögregluna
PressanKínverskur maður var handtekinn og hafður í haldi lögreglunnar í níu daga eftir að hann setti jarm (meme) inn á hópspjall en jarmið var talið móðgun við lögregluna. Maðurinn, sem heitir Li að skírnarnafni, setti jarmið inn á kínverska samfélagsmiðilinn WeChat í spjall þar sem þátttakendur kvörtuðu undan sóttvarnaaðgerðum. Kínversk stjórnvöld eru með grjótharða stefnu varðandi kórónuveirufaraldurinn og grípa Lesa meira
Notuðu dróna til að smygla byssu inn í fangelsi
PressanÍtalskur fangi skaut á samfanga sína í gegnum rimlana á fangaklefa með byssu sem er talið að hafi verið smyglað til hans með dróna. Árásarmaðurinn, sem er 28 ára meðlimur í mafíunni í Napólí, skaut þremur skotum á samfanga sína á sunnudaginn eftir að þeir höfðu rifist. Hann hitti þá ekki að sögn Donato Capece, fangelsisstjóra í Sappe fangelsinu. The Guardian skýrir frá þessu. Lesa meira
Fyrndum dómum hefur fjölgað síðan heimsfaraldurinn skall á
EyjanÁ síðustu mánuðum hefur fyrningum óskilorðsbundinna dóma fjölgað töluvert. Það sem af er ári eru þær 21 en allt árið í fyrra voru þær 22. 2016 voru þær sextán en það var töluverð fækkun frá árunum á undan. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Páli Winkel, fangelsismálastjóra, að þessi fjölgun eigi sér eðlilegar Lesa meira
Derek Chauvin er í einangrun 23 klukkustundir á sólarhring
PressanFyrrum lögreglumaðurinn Derek Chauvin, sem var nýlega fundinn sekur um að hafa orðið George Floyd að bana, er hafður í einangrun í 23 klukkustundir á sólarhring í fangelsinu sem hann er nú vistaður í. Það er gert til að tryggja öryggi hans fyrir öðrum föngum. New York Times skýrir frá þessu. Fram kemur að Chauvin sé vistaður í eina háöryggisfangelsi Minnesota. Chauvin gekk laus gegn tryggingu á meðan Lesa meira
Skelfileg hegðun fangavarða – Neyddar til að fjarlægja túrtappa fyrir fram fangaverðina
PressanNiðurstaða norsks dómstóls er mjög afgerandi hvað varðar ósæmilega hegðun fangavarða gagnvart föngum. Þeir eru sagðir hafa meðhöndlað fangana á „ómanneskjulegan“ og „niðurlægjandi“ hátt. Samkvæmt frétt TV2 þá snerist eitt málið um fanga sem var látinn afklæðast fyrir framan fangaverði 200 sinnum á 18 mánuðum. Það taldi dómurinn vera brot á banni við pyntingum. Í heildina voru Lesa meira
Þrjóskur fjársjóðsleitarmaður – Hefur verið fimm ár í fangelsi fyrir að neita að segja hvar fjársjóðurinn er
PressanVísindamaðurinn og fjársjóðsleitarmaðurinn Tommy Thompson hefur setið í fangelsi í fimm ár fyrir að neita að upplýsa hvar 500 gullpeningar, sem fundust í skipsflaki, eru. Hann situr í sjálfu sér ekki inni fyrir lögbrot heldur fyrir vanvirðingu við dómstólinn með því að skýra ekki frá hvar peningarnir eru. Venjulega situr fólk ekki lengur í fangelsi en 18 mánuði Lesa meira
Fangi liggur þungt haldinn á Landspítalanum
FréttirFangi, sem afplánar dóm í fangelsinu á Hólmsheiði, liggur þungt haldinn á Landspítalanum. Þangað var hann fluttur í byrjun mánaðarins. Ekki er um COVID-19 veikindi að ræða. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, vill að málið verði rannsakað. Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að aðstandendur mannsins telji að hann hafi ekki fengið læknishjálp eins Lesa meira
Látinn laus eftir 44 ár saklaus í fangelsi
PressanÁ fimmtudag í síðustu viku gekk Ronnie Long, klæddur í jakkaföt, með rautt bindi og hatt, út úr fangelsi í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum en þar hafði hann setið síðustu 44 ár. Árið 1976 var hann ranglega sakfelldur fyrir að hafa nauðgað hvítri konu. Long er svartur en það var kviðdómur, sem eingöngu hvítt fólk sat í, sem sakfelldi hann Lesa meira
19 fangar eru látnir úr COVID-19 og rúmlega helmingur smitaður í San Quentin-fangelsinu
PressanÞað eru allt að fimmtán sinnum meiri líkur á að smitast af kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, í bandarískum fangelsum en annars staðar í bandarísku samfélagi. Nú hafa minnst 19 fangar látist af völdum COVID-19 í San Quentin-fangelsinu norðan við San Francisco í Kaliforníu. Auk þess hefur rúmlega helmingur fanganna smitast af veirunni. AP segir að Lesa meira
80 prósent fanga í bandarísku fangelsi smitaðir af COVID-19
PressanÓhætt er að segja að ástandið sé hræðilegt í fangelsi í Marion í Ohio í Bandaríkjunum. Þar eru 80 prósent af föngunum smitaðir af COVID-19 en um 2.500 fangar eru í fangelsinu. Brian Miller, fangavörður, varar við því að ástandið geti farið algjörlega úr böndunum. Miller, sem er sjálfur að jafna sig af COVID-19, ræddi Lesa meira