fbpx
Sunnudagur 12.janúar 2025

Fangelsi

Segir Guðrúnu Hafsteinsdóttur stunda fjármálasukk og kjördæmapot

Segir Guðrúnu Hafsteinsdóttur stunda fjármálasukk og kjördæmapot

Eyjan
29.08.2024

Bygging nýs fangelsis að Litla Hrauni er óverjanlegt fjármálasukk og kjördæmapot hjá Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra. Miklu hagkvæmara væri að ráðast í stækkun á nýlegu fangelsinu á Hólmsheiði, sem auk þess er mun betur staðsett í nágrenni höfuðborgarinnar en á Eyrarbakka, nær dómstólum, heilbrigðisþjónustu og margvíslegri annarri þjónustu. Í nýjum Náttfarapistli á Hringbraut fer Ólafur Arnarson Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Assange

Óttar Guðmundsson skrifar: Assange

EyjanFastir pennar
06.07.2024

Frægasti fangi heims er loksins laus. Julian Assange losnaði á dögunum úr bresku fangelsi og samdi við amerísk yfirvöld um takmarkaða játningu. Dramatísk saga fær sólskinsendi. Íslendingar hafa mikinn áhuga á máli Assange enda telst hann samkvæmt gamalli málvenju vera Íslandsvinur. Fjölmargir fagna þessum málalokum á netmiðlum. Í fagnaðarlátunum gleymist einkennilegur söguþráður þessa handrits. Bandarísk Lesa meira

Tómas Ingvason skrifar: „Drengurinn minn grátbað um hjálp vegna andlegrar líðan sinnar þegar hann var lokaður inni í klefa á hrauninu“

Tómas Ingvason skrifar: „Drengurinn minn grátbað um hjálp vegna andlegrar líðan sinnar þegar hann var lokaður inni í klefa á hrauninu“

Eyjan
02.06.2024

Á fréttamiðlum í gær mátti lesa að ráðherra í ríkisstjórn Íslands telur mikilvægt að farið sé vandlega yfir verkferla þegar lögregla beitir valdi gegn borgurum landsins. Þetta kemur í kjölfar þess að nokkrir kjósendur hans fengu yfir sig piparúða þegar þeir mótmæltu fyrir utan ríkisstjórnarfund. Ráðherrann segist nú hafa gefið út fyrirmæli til ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytis að fara Lesa meira

Svarthöfði skrifar: Er glæsihýsi þingmanna mislukkað?

Svarthöfði skrifar: Er glæsihýsi þingmanna mislukkað?

EyjanFastir pennar
30.01.2024

Svarthöfði getur ekki annað en dáðst að uppbyggingu í miðborginni undanfarið. Í stað bílastæða og hrörlegra timburhjalla, getur nú að líta glæstar kassalaga byggingar sem minna á gámastæður, sem er vel til fundið og kallast á við athafnasvæði hafnarinnar. Þar má líka sjá steinklætt peningamusteri Landsbankans og utanríkisráðuneytisins klætt með þeirri nýstárlegu aðferð að leggja Lesa meira

Á þriðja hundrað manns á biðlista eftir fangelsisvist

Á þriðja hundrað manns á biðlista eftir fangelsisvist

Fréttir
15.12.2023

Á vef Alþingis hefur verið birt svar Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur þingmanns Viðreisnar um biðlista eftir afplánun í fangelsi og fangelsisrými. Í svarinu kemur fram að alls séu á þriðja hundrað manns á biðlistanum og að karlar séu í yfirgnæfandi meirihluta. Í svarinu kemur fram að á listanum séu 238 karlar Lesa meira

Vel á þriðja hundrað á biðlista til að komast í fangelsi – Næstum tveggja ára biðtími

Vel á þriðja hundrað á biðlista til að komast í fangelsi – Næstum tveggja ára biðtími

Fréttir
14.12.2023

262 einstaklingar eru nú á biðlista eftir áfplánun í fangelsi. Meðal biðtíminn er tæp tvö ár. Þetta kemur fram í svari Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar. Í svarinu kemur fram að 238 karlar séu á biðlista, eða boðunarlista, og 24 konur. Meðalbiðtíminn eftir afplánun er núna eitt ár og tíu Lesa meira

Segir útspil ráðherra í fangelsismálum vera vanhugsað kjördæmapot

Segir útspil ráðherra í fangelsismálum vera vanhugsað kjördæmapot

Eyjan
27.09.2023

Í nýjum Dagfarapistli á Hringbraut skrifar Ólafur Arnarson að Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra verði ekki kápan úr því klæðinu að setja sjö milljarða í að reisa nýtt fangelsi í stað Litla-Hrauns. Skrifar Ólafur að svo virðist sem Guðrúnu sé efst í huga að fangelsið verði í kjördæmi hennar líkt og Litla-Hraun. Hann vekur athygli á því Lesa meira

Stóraukinn vopnaburður meðal fanga

Stóraukinn vopnaburður meðal fanga

Fréttir
24.11.2022

Á síðustu árum hefur vopnaburður fanga innan veggja fangelsa landsins aukist mjög mikið og það sama á við um ofbeldisverk. Dæmi eru um að bæði fangar og fangaverðir hafi orðið fyrir alvarlegu heilsutjóni. Fangaverðir vilja aukinn varnarbúnað, högg- og hnífavesti, og rætt hefur verið um aðgengi þeirra að rafbyssum. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag Lesa meira

Lætur byggja fangelsi fyrir 40.000 manns

Lætur byggja fangelsi fyrir 40.000 manns

Pressan
04.09.2022

Nayib Bukele, forseti El Salvador, hefur sagt að hann ætli að beita öllum ráðum til að kveða niður glæpaölduna í landinu en glæpagengi ráða þar lögum og lofum. Á sama tíma og almenningur styður aðgerðir hans gagnrýna mannréttindasamtök einræðistilburði hans. Í lok júlí birti Bukele myndband á Twitter. Það virðist hafa verið tekið úr dróna og sýnir vörubíla aka með byggingarefni Lesa meira

Danir leigja 300 fangelsisrými í Kósóvó

Danir leigja 300 fangelsisrými í Kósóvó

Pressan
16.12.2021

Danska ríkisstjórnin, minnihlutastjórn jafnaðarmanna, hefur náð samkomulagi við Danska þjóðarflokkinn, Íhaldsflokkinn og Sósíalíska þjóðarflokkinn um umbætur í danska fangelsismálakerfinu. Með því verður allt að 1.000 nýjum fangelsisrýmum bætt við, þar af verða 300 í Kósóvó. Samkomulag flokkanna gildir í nokkur ár en samkvæmt því er ríkisstjórninni heimilað að ganga til samninga við yfirvöld í Kósóvó Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af