Daði rýkur upp í veðbönkum
FókusDaði og Gagnamagnið voru í gær valin sem fulltrúar Íslands í Eurovisionkeppninni sem haldin verður í Rotterdam í maí. Um þessar mundir eiga þó nokkrar þjóðir eftir að velja sína fulltrúa en engu að síður er gaman að fylgjast með veðbönkunum til að fá hugmynd um mögulegt gengi okkar í keppninni. Þegar grein þessi er Lesa meira
Daði og Gagnamagnið verða fulltrúar Íslendinga í Eurovision
FókusÞá eru úrslitin ljós. Íslendingar hafa valið Daða og Gagnamagnið sem fulltrúa sinn í Eurovision 2020. Lagið hefur vakið mikla athygli, bæði innan lands sem utan og mega Íslendingar vera vongóðir um að komast upp úr undanriðlinum og fá að sjá Daða okkar á aðalkvöldi keppninnar. Ætli keppnin verði svo haldin á Íslandi 2021 ? Lesa meira
Tækniörðugleikar í Söngvakeppninni vekja athygli: „Þetta er orðið svo vandræðanlegt að ég sendi börnin inn að sofa“
FókusTæknin hefur verið að stríða RÚV í Söngvakeppninni í kvöld. Eina bakrödd vantaði í lagi Ivu, og lag Daða var ekki í takt við flytjendur þegar hann steig á svið í annað sinn eftir að tilkynnt var að Daði og gagnamagnið og Dimma tækjust á í einvíginu. Nokkurn tíma tók að koma tækninni í lag Lesa meira
Þetta hafði þjóðin að segja um lögin í kvöld – „NEIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII Gísli ekki syngja“
FókusÞá hafa allir keppendur kvöldsins í Söngvakeppninni 2020 stigið á stokk. Að vanda lágu Íslendingar ekki á skoðunum sínum og tístu í gríð og erg undir myllumerkinu 12stig um keppendur og lögin. Voru margir sammála því að umgjörð keppninar væri vel heppnuð þó svo upphafið á keppninni í umsjón Gísla Marteins hefði verið helst til Lesa meira
Íslendingar bíða með eftirvæntingu eftir Söngvakeppninni – „Afi heldur ennþá með mér“
FókusNú er stundin runnin upp og bein útsending hafin frá Laugardalshöll frá úrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Spennan hefur verið mikil í dag og Íslendingar og fleiri eru búnir að standa á öndinni af eftirvæntingu í allan dag. Fókus tók saman nokkur tíst til að sýna stemminguna fyrir keppnina. Dimma fór óhefðbundna leið við atkvæðasmölun Allir að fylla Lesa meira
Þessir eru í dómnefnd Söngvakeppninnar í ár
FókusÚrslit Söngvakeppninnar 2020 ráðast í kvöld. Nú er tími til að skella eðlunni í ofninn og hella snakki í skál. Mikið verður um dýrðir í Laugardalshöllinni og gerir RÚV ráð fyrir að um verði að ræða eina stærstu beinu útsendingu ársins. Skemmtiatriði verða ekki af verri endanum en fulltrúar Íslands í Eurovision á síðasta ári, Lesa meira
Spurning vikunnar: Hvert er vanmetnasta Eurovision-lagið ?
FókusÞað styttist óðum í úrslitakvöld Söngvakeppninnar 2020 og fyrir harðkjarna Eurovision-aðdáendur er nú runninn upp dásamlegasti tími ársins. Næstu mánuði skýrist hvaða lög og flytjendur verða fulltrúar sinna landa í sjálfri Eurovision-keppninni í Rottedam og stendur þessi veisla yfir allt fram yfir miðjan maí. Flestir eiga sín uppáhalds Eurovision-lög, en blaðamanni lék þó forvitni á Lesa meira
„Það er mjög auðvelt að detta niður í þunglyndi eftir Eurovision“
Fókus„Við erum vön því að hafa nóg fyrir stafni og okkur fannst synd að fljúga til Íslands til þess eins að skemmta í fimm mínútur í beinni útsendingu þannig að það er svalt að við fáum að vera aðeins lengur,“ segir lagahöfundurinn og söngvarinn Tom Hugo, forsprakki norsku sveitarinnar KEiiNO. Sveitin sló rækilega í gegn Lesa meira
Þess vegna heimsóttu erlendir Eurovision-aðdáendur Alþingi í dag
FókusDagskrá Alþingis vakti athygli inn í Facebook-hópnum Júróvisjón 2020. Þar koma Eurovision-aðdáendur saman, spá í spilin og spjalla um keppnina. Eins og fyrr segir kom dagskrá Alþingis upp í umræðu hópsins í dag, en samkvæmt henni áttu Eurovision-aðdáendur að koma í heimsókn. „Bíddu bíddu! Stoppið prentvélarnar! Hér er skjáskot af dagskrá Alþingis! Hvað er um Lesa meira
Iva sendir frá sér tónlistarmyndband fyrir „Oculis Videre“
FókusSöngkonan Iva hefur nú sent frá sér tónlistarmyndband fyrir lagið „Oculis Videre“. Iva mun stíga á svið á úrslitakvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins næstkomandi laugardagskvöld. Hún er talin vera einn af sigurstranglegri keppendum, ásamt Daða og Gagnamagninu. Sjá einnig: Eurovision-sérfræðingar spá fyrir Söngvakeppninni Sjónvarpsins Tónlistarmyndbandið er leikstýrt af Richard Cameron og er í senn einfalt og fallegt. Lesa meira