Myndbönd: Þetta eru öll lögin sem Hatari keppir við í fyrri undankeppni Eurovision
FókusNú er loksins orðið ljóst hvaða lög keppa í fyrri undankeppni Eurovision sem fer fram þann 14. maí í Ísrael. Hatari með lagið Hatrið mun sigra keppir í seinni helming fyrri undankeppninnar og klukkan 17 í dag var síðasta lagið í undankeppninni afhjúpað, lagið Pali się frá Póllandi. Sautján lönd keppa í fyrri undankeppninni og Lesa meira
Nakta Hollendingnum spáð sigri í Eurovision: „Ég er með gæsahúð um allt“ – „Fokkíng fullkomið“
FókusHollenska Eurovision-lagið Arcade flutt af Duncan Laurence var sett á YouTube-síðu Eurovision-keppninnar fyrir sólarhring. Þegar þetta er skrifað er búið að spila lagið hátt í sex hundruð þúsund sinnum og eru margir á því að Holland eigi eftir að bera sigur úr býtum í Tel Aviv í maí. Til samanburðar er búið að horfa á Lesa meira
Biðjast afsökunar á Hatara í kostuðum auglýsingum: „Ekki leggja mér fokkíng orð í munn!“
FókusHópur á Facebook sem kallar sig Icelandic People Against Boycotting Israel, eða Íslendingar sem eru á móti því að sniðganga Ísrael, birtir langan pistil á síðu sinni gegn þátttöku Hatara í Eurovision. Um er að ræða kostaða auglýsingu á samfélagsmiðlinum. „Meirihluti Íslendinga styður ekki pólitíska áætlun Hatara,“ er yfirskrift pistilsins, og hann hlekkjaður við frétt Lesa meira
Hatari á niðurleið: Líkurnar á sigri í Eurovision dvína
FókusFramlög hinna ýmsu þjóða til Eurovision eru frumflutt nánast daglega um þessar mundir og því breytist staða laga á lista Eurovision World yfir þau lönd sem eru líklegust til sigurs ansi ört. Þegar að Hatari sigraði í Söngvakeppninni með lagið Hatrið mun sigra skaust Ísland upp í fjórða sæti á listanum og sat þar þangað Lesa meira
Sjáðu gripin: Lærðu Hatrið mun sigra á gítar
FókusEins og flestir vita er lagið Hatrið mun sigra með Hatara framlag Íslands í Eurovision í Ísrael í maí. Ljóst er að lagið er gríðarlega vinsælt á landinu, og víðar, og nú hefur vefsíðan Guitar Party sett gítargripin á netið. Smellið hér til að læra lagið á gítar, en hér fyrir neðan er svo textinn Lesa meira
Þessu tókstu örugglega ekki eftir í atriði Hatara
FókusÞað hefur líklegast ekki farið framhjá neinum að sveitin Hatari sigraði í Söngvakeppninni síðustu helgi og undirbúa meðlimir sveitarinnar og föruneyti þeirra nú ferðina til Ísrael í Eurovision-keppnina. Færri tóku líklegast eftir því þegar búningur eins dansarans, Sólbjartar Sigurðardóttur, varð til vandræða á sviðinu. Þær Sólbjört og Ástrós Guðjónsdóttir voru í samskonar búningum á sviðinu Lesa meira
Kýpverjar frumsýna Eurovision-lagið og henda Íslendingum úr fjórða sætinu
FókusTilkynnt var í desember í fyrra að söngkonan Tamta yrði fulltrúi Kýpur í Eurovision í Ísrael í maí. Fyrir nokkrum vikum var demóútgáfu af laginu Replay lekið á netið og í gær var lagið loksins opinberað og myndband við það frumsýnt. Það má með sanni segja að lagið hafi vakið strax mikla lukku, svo mikla Lesa meira
Umdeildustu atriðin í Eurovision: Klámfengnar mjaltastúlkur – „Endalok Evrópu“
FókusNú er ljóst að sveitin Hatari heldur til Ísrael í maí til að taka þátt í Eurovision, en atriðið er strax orðið mjög umdeilt. Hefur því meira að segja verið haldið fram að Hatrið mun sigra sé of pólitískt lag og að það gæti farið svo að Hatara yrði meinað að taka þátt. Í ljósi Lesa meira
Breskur trúbador spreytir sig á Hatara: „Ég vona að íslenskan mín sé þokkaleg“
FókusBreski trúbadorinn Danny McEvoy bregður á leik á YouTube-rás sinni og tekur órafmagnaða útgáfu af framlagi Íslands í Eurovision, Hatrið mun sigra með Hatara. Eins og flestir vita var lagið flutt á íslensku í úrslitum Söngvakeppninnar og Danny virðist vera búinn að æfa sig talsvert við að ná framburðinum réttum. Þá splæsir Danny meira að Lesa meira
Landsmenn misstu sig yfir tenórunum þremur: „Hef ekki fengið svona gæsahúð síðan á Sportbarnum ’99“
FókusEitt af skemmtiatriðum í Söngvakeppninni í gærkvöldi var mögnuð frammistaða sigurvegara síðasta árs, Ara Ólafssonar ásamt Bergþóri Pálssyni og Gissuri Páli Gissurarsyni. Þremenningarnir sungu sína útgáfu af Eurovision-laginu Grande Amore, sem ítalska popptríóið Il Volo gerði frægt í keppninni árið 2015. Grúbban sigraði í símakosningu það árið en endaði í sjötta sæti hjá dómnefnd þannig Lesa meira