Svona horfir þú á seinni undankeppni Eurovision – Hvaða flytjendur mæta Hatara í úrslitum?
FókusSeinni undanriðill Eurovision fer fram í kvöld í Tel Aviv. Hægt er að horfa á keppnina á YouTube með því að smella hér, en Samband evrópskra sjónvarpsstöðva er búið að loka fyrir streymi og því getur DV ekki streymt beint frá keppninni eins og miðillinn gerði á þriðjudagskvöld. Eftir keppnina í kvöld kemur í ljós Lesa meira
Yfirgnæfandi líkur á að sigurvegari Eurovision skíni í kvöld: „Ég er háð því að hlusta á þetta lag“
FókusLaufey Helga Guðmundsdóttir og Ísak Pálmason, sem bæði sitja í stjórn FÁSES, félags áhugafólks um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, voru gestir hlaðvarpsþáttar dægurmáladeildar fyrir stuttu og spáðu í spilin fyrir Eurovision. Í kvöld fer hörð keppni fram í seinni undanriðli Eurovision, en sá riðill hefur verið talin sterkari af undankeppnunum tveimur, enda etja þar kappi meðal Lesa meira
Íslendingar eiga fulltrúa í Eurovision í kvöld – Greta Salóme á stóran hluta í danska laginu: „Ég var eiginlega búin að gleyma því“
Fókus„Danska lagið er 90 prósent strengir út í gegn og það er nú bara þannig að allir strengirnir og fiðlusólóið í miðju laginu er spilað af mér og var tekið upp í litla hljóðverinu mínu í Mosfellsbænum,“ segir tónlistarkonan Greta Salóme Stefánsdóttir um aðkomu sína að seinni undanriðli Eurovision í kvöld. Danska söngkonan Leonora keppir Lesa meira
Þetta er kærasta Matthíasar í Hatara: Hefur skrifað pistla um nauðgun og fullnægingar
FókusMatthías Tryggvi Haraldsson, söngvari Hatara, er ekki einhleypur líkt og margir hafa talið. Þó minna hafi farið fyrir kærustu hans en til að mynda Ronju Mogensen, kærustu Klemens Hannigan, þá flaug kærasta Matthíasar til Ísrael á dögunum. Sú heppna heitir Kristlín Dís Ingilínardóttir, er 27 ára, og starfar á kaffihúsinu Stofan. Hún ætti þó að Lesa meira
Eurovision færir út kvíarnar – Bandarísk útgáfa fer fljótlega af stað
PressanEurovision nýtur mikilla vinsælda í Evrópu og víðar um heiminn. Svo mikilla að nú hefur EBU (European Broadcasting Union), sem stendur fyrir keppninni, veitt sænska framleiðslufyrirtækinu Brain Academy heimild til að hrinda svipaðri keppni af stað í Bandaríkjunum. Hollywood Reporter og fleiri fjölmiðlar skýra frá þessu. Vonast er til að fyrsta keppnin, sem hefur hlotið Lesa meira
Rabbínar ósáttir við Eurovision – Truflar hvíldardaginn
PressanÞað hefur væntanlega ekki farið framhjá nokkrum manni að Eurovision stendur nú yfir í Tel Aviv í Ísrael. Ekki eru allir sáttir við að keppnin sé haldin í Ísrael og ekki eru allir sáttir við að úrslitakvöldið fari fram á laugardegi. Strangtrúaðir gyðingar og stjórnmálamenn eru mjög ósáttir við það því laugardagur er hvíldardagur gyðinga Lesa meira
Foreldrar Hataradrengja rifja upp æsku Eurovision-stjarnanna: „Leiðinleg börn voru alltaf látin leika við Matthías til að róa þau“
Fókus„Klemens hefur alltaf verið mjög orkumikill, mjög fjörugur en átt mjög gott með að einbeita sér á sama tíma. Söngur og dans hefur verið hans dálæti síðan við munum eftir honum,“ segir Rán, móðir Klemensar Hannigan, annars söngvara Hatara, í myndbandi sem fjölmiðillinn Iceland Music News hefur sett saman, en miðillinn hefur fylgt hljómsveitinni Hatara Lesa meira
Hvít-Rússar opinbera stig dómnefndar í óþökk skipuleggjenda Eurovision – Drógu Ísland niður
FókusDómnefndin frá Hvíta-Rússland hefur opinberað hvaða lönd hún gaf stig í fyrri undanriðli Eurovision í samtali við miðilinn Tut. Reglur gilda um það að stigagjöf úr undanriðlunum er ekki gefin upp fyrr en eftir úrslitakvöldið næstkomandi laugardag. Er það gert svo niðurstaðan geti ekki haft áhrif á kosningu á úrslitakvöldinu. Sagt er frá málinu á Lesa meira
Dauðsfall á Eurovision – Sonurinn spyr hvernig þetta gat gerst á svona stórum viðburði
FókusÍsraelskur maður lenti í slysi síðastliðinn mánudag þegar ljósapallur datt á hann við undirbúning í Eurovision-höllinni í Tel Aviv. Times of Israel greinir frá. Fuldi Schwartz, 66 ára, var að afferma búnað úr vörubíl á bílastæði hallarinnar þegar ljósapallur á hjólum veltist yfir hann. Fuldi hlaut alvarlega höfuðáverka, brotin rifbein, samfall á lunga og mænuskaða. Lesa meira
Jóhannes Haukur kynnir stigin frá Íslandi í Eurovision
FókusStórleikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson verður stigakynnir fyrir Íslands hönd í Eurovison í ár. „Þegar ég var beðinn um þetta sagði ég strax já,“ segir Jóhannes Haukur í tilkynningu frá RÚV. „Ég geri mér grein fyrir að þarna dugar ekkert hálfkák og best að afgreiða þetta af öryggi og festu ásamt lipurð og sveigjanleika. Svo er Lesa meira