Hér er sparað eins og hægt er – Svona eru aðgerðir nokkurra ESB-ríkja vegna orkuskorts
FréttirEf ekki tekst að draga úr orkunotkun í ríkjum ESB gæti þurft að grípa til orkuskömmtunar í vetur. Óhætt er að segja að orkukreppa sé í Evrópu því álfan er mjög háð Rússum um gas en Rússar hafa skrúfað mikið niður fyrir gasstreymið og við blasir að veturinn getur orðið erfiður víða ef hann verður Lesa meira
Stéttarfélög vilja reglur um hámarkshita sem má vinna í utandyra
PressanEvrópsk stéttarfélög hvetja Framkvæmdastjórn ESB til að setja reglur um hámarkshita sem fólk má vinna í utandyra. Hvatning stéttarfélaganna kemur eftir að þrír verkamenn létust við störf í Madrid í nýafstaðinni hitabylgju. Nú þegar er löggjöf í gildi í nokkrum ESB-ríkjum sem takmarkar vinnu fólks í miklum hita en mikill munur er á við hvaða hitastig er Lesa meira
Segir að Evrópa þurfi að búa sig undir að Rússar skrúfi alveg fyrir gasið
FréttirRússar skrúfa á morgun niður í gasstreyminu um Nord Stream 1 leiðsluna og mun leiðslan þá aðeins flytja um 20% þess gass sem hún getur flutt. Bera Rússar fyrir sig viðhaldsvinnu við leiðsluna en evrópskir ráðamenn leggja ekki mikinn trúnað á þá skýringu. Brian Vad Mathiesen, prófessor í orkuskipulagningu við Álaborgarháskóla í Danmörku, sagði í samtali við Ekstra Bladet að nú sé kominn Lesa meira
Segir að Rússar muni skrúfa frá gasinu til ESB á nýjan leik
FréttirFyrir nokkrum dögum lokaði Gazprom, rússneska ríkisgasfyrirtækið, fyrir gasstreymi um Nord Stream 1 leiðsluna til ESB. Ástæðan er sögð vera viðhald á leiðslunni og á viðhaldsvinnunni að ljúka 21. júlí. Á gasið þá að fara að streyma um Nord Stream á nýjan leik en ESB efast um að það verði raunin. Reuters fréttastofan segir að Rússar Lesa meira
Ný skýrsla – Þurrkar geta herjað á helming landsvæðis ESB í sumar
PressanVatnsmagn í ám minnkar og víða um Evrópu sýna akrar greinileg merki um vatnsskort. Hætta er á að næstum helmingur alls landsvæðis í ESB glími við þurrka í sumar. Ef þetta gerist þá mun það hafa áhrif á matvælaframleiðsluna í ESB. Þetta er niðurstaða skýrslu sem Framkvæmdastjórn ESB birti í gær. Vísindamennirnir, sem gerðu skýrsluna, Lesa meira
Carbfix fær 16 milljarða króna styrk frá Evrópusambandinu
EyjanNýsköpunarsjóður Evrópusambandsins hefur ákveðið að styrkja Carbfix um sem nemur 16 milljörðum íslenskra króna til uppbyggingar á móttöku- og förgunarmiðstöðinni Coda Terminal, Sódastöðinni, í Straumsvík. Þetta verður fyrsta miðstöðin sinna tegundar í heiminum. Áætlað er að starfsemi hefjist þar um mitt ár 2026 og að fullum afköstum verði náð 2031. Verður allt að þremur milljónum tonna af CO2 þá fargað þar árlega. Lesa meira
ESB framlengir ókeypis farsímareiki til 2032 – Ísland er með í samningnum
PressanEin vinsælasta aðgerð ESB frá upphafi er væntanlega ákvörðun sambandsins um að farsímanotendur geti notað farsíma sína utan heimalanda sinna án þess að þurfa að greiða aukalega fyrir það. Skiptir þá engu hvort þeir hringja, senda sms eða nota internetið. Nú hafa samningamenn þings sambandsins og aðildarríkjanna náð samkomulagi um að framlengja samninginn um ókeypis farsímareiki fram til 2032 en Lesa meira
ESB ætlar að breyta reglum um móttöku hælisleitenda
EyjanFramkvæmdastjórn ESB leggur til að aðildarríki ESB fái lengri tíma, en nú er miðað við, til að skrá umsóknir hælisleitenda og á meðan á því ferli stendur megi halda hælisleitendum í sérstökum búðum. Þetta eru viðbrögð Framkvæmdastjórnarinnar við miklum straumi flóttamanna frá Hvíta-Rússlandi en Pólland og Litháen hafa mánuðum saman þrýst á um endurbætur á Lesa meira
Áhættusamt spil í Austur-Evrópu gæti valdið stríði
EyjanÁtök á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands, deilur um gas, liðsafnaður Rússa við úkraínsku landamærin. Allt eru þetta dæmi um vaxandi spennu í Austur-Evrópu og ekki er hægt að útiloka að til stríðsátaka komi. Rússar hafa að undanförnu gert umheiminum ljóst að þeir ráða yfir stóru vopnabúri sem geti gert andstæðingum þeirra lífið leitt. Þeir eru einnig í Lesa meira
Kínverjar krefjast þess að ESB leiðrétti mistök sín í Taívan
EyjanKínverjar eru öskureiðir yfir heimsókn sendinefndar frá Evrópusambandinu til Taívan í gær. í yfirlýsingu frá kínverska utanríkisráðuneytinu sagði að Evrópa eigi að hætta að senda röng skilaboð til aðskilnaðarsinnanna á Taívan. Sendinefnd frá ESB fundaði með Tsai Ing-Wen, forseta Taívan, í gær. Kínverska utanríkisráðuneytið sagði að fundi loknum að ef þessu linni ekki muni það skaða samband Lesa meira