fbpx
Laugardagur 01.mars 2025

ESB

Milljónir bóluefnaskammta streyma út úr ESB

Milljónir bóluefnaskammta streyma út úr ESB

Pressan
25.03.2021

Aðildarríki ESB eru líklega heimsmeistarar í að sjá löndum utan sambandsins fyrir bóluefnum, sem eru framleidd í verksmiðjum í ríkjum sambandsins, en á sama tíma á sambandið í erfiðleikum með að útvega aðildarríkjunum nægilegt magn bóluefna. Bretar hafa sérstaklega notið góðs af þessu en síðan í febrúar hafa þeir fengið að minnsta kosti tíu milljónir Lesa meira

Segir ESB ekki hafa þörf fyrir Sputnik V bóluefni Rússa

Segir ESB ekki hafa þörf fyrir Sputnik V bóluefni Rússa

Pressan
23.03.2021

Thierry Breton, sem á sæti í framkvæmdastjórn ESB, segir að sambandið hafi ekki þörf fyrir rússneska Sputnik V bóluefnið því hægt sé að ná hjarðónæmi í álfunni með evrópskum bóluefnum. Breton fer með málefni innri markaðar sambandsins í framkvæmdastjórninni. „Við höfum alls enga þörf fyrir Sputnik V,“ sagði hann í samtali við frönsku TF1 sjónvarpsstöðina. Ummæli hans hafa vakið nokkra athygli í ljósi þess að Lesa meira

Samið um framleiðslu á Sputnik V bóluefninu í ESB

Samið um framleiðslu á Sputnik V bóluefninu í ESB

Pressan
17.03.2021

Frakkland, Ítalía, Spánn og Þýskaland hafa samið við Rússa um að framleiða Sputnik V bóluefnið í löndunum fjórum. Þetta segir Kirill Dmitrijev, sem stýrir RDIF sem annast beinar fjárfestingar, að sögn Tass-fréttastofunnar. Hann sagði að RDIF hafi nú þegar samið við ítölsk, spænsk, frönsk og þýsk fyrirtæki um að hefja framleiðslu á bóluefninu en RDIF ber ábyrgð á alþjóðlegri markaðssetningu bóluefnisins. Evrópska lyfjastofnunin, EMA, hefur nú þegar mælt Lesa meira

Hin flókna staða bóluefnamála í ESB – Hver á hvað og hver vill hvað?

Hin flókna staða bóluefnamála í ESB – Hver á hvað og hver vill hvað?

Eyjan
15.03.2021

Að margra mati gengur hægt að bólusetja fólk í aðildarríkjum ESB þar sem framboð af bóluefnum er takmarkað. Þetta á einnig við hér á landi því Ísland er aðili að bóluefnakaupum ESB og fær bóluefni í hlutfalli við íbúafjölda eins og aðildarríki ESB. En bóluefnamálin eru snúin og teygja anga sína víða og þar á Lesa meira

Reiknar með mikilli fjölgun bóluefnaskammta á öðrum ársfjórðungi

Reiknar með mikilli fjölgun bóluefnaskammta á öðrum ársfjórðungi

Pressan
08.03.2021

Frá apríl reiknar Ursula von der Leyen, formaður framkvæmdastjórnar ESB, með að ESB-ríkin fái allt að 100 milljónir skammta af bóluefnum gegn kórónuveirunni á mánuði. Ísland er aðili að bóluefnakaupum ESB og ef þetta gengur eftir munu Íslendingar fá um 80.000 skammta á mánuði frá og með apríl. Von der Leyen skýrði frá þessu í samtali við þýsku dagblöðin Stuttgart Zeitung og Stuttgarter Nachrichten í dag. Lesa meira

Ítalir stöðvuðu bóluefnasendingu frá AstraZeneca sem átti að fara til Ástralíu

Ítalir stöðvuðu bóluefnasendingu frá AstraZeneca sem átti að fara til Ástralíu

Pressan
05.03.2021

Ítölsk yfirvöld stöðvuðu í gær sendingu á 250.000 skömmtum af bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni til Ástralíu. Þetta var gert með samþykki Evrópusambandsins. Ástæðan fyrir þessu er að AstraZeneca hefur að mati ESB ekki staðið við afhendingu á því magni bóluefnis sem búið var að semja um. Í janúar kom ESB upp kerfi sem gerir aðildarríkjunum kleift að fylgjast með Lesa meira

Forsætisráðherra segir mögulegt að kaupa bóluefni án aðkomu ESB

Forsætisráðherra segir mögulegt að kaupa bóluefni án aðkomu ESB

Eyjan
04.03.2021

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það valdi áhyggjum að ESB hafi átt í erfiðleikum með að afla bóluefna gegn kórónuveirunni en Ísland er aðili að sameiginlegum innkaupum ESB-ríkjanna á bóluefnum. Hún segir mögulegt að kaupa bóluefni utan þessa samstarfs. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Katrínu að Ísland sé ekki á leið Lesa meira

ESB undirbýr lagafrumvarp um kórónuvegabréf

ESB undirbýr lagafrumvarp um kórónuvegabréf

Pressan
02.03.2021

Framkvæmdastjórn ESB mun síðar í mánuðinum leggja fram tillögu um lög sem fela í sér að svokallað kórónuvegabréf verði tekið upp í aðildarríkjum sambandsins. Ursula von der Leyen, formaður framkvæmdastjórnarinnar, skýrði frá þessu í gær. Hún sagði að framkvæmdastjórnin muni leggja þetta til og vísaði þar til óska margra um að opnað verði fyrir ferðalög fólks á milli Lesa meira

450.000 fleiri dauðsföll en venjulega í ESB frá mars og fram í nóvember á síðasta ári

450.000 fleiri dauðsföll en venjulega í ESB frá mars og fram í nóvember á síðasta ári

Pressan
17.02.2021

Frá því í mars á síðasta ári og fram í nóvember létust 450.000 fleiri í aðildarríkjum ESB, að Írlandi undanskildu, en vænta mátti. Þetta sýna tölur frá Eurostat, tölfræðistofnun ESB, sem segir að þessar tölur sýni vel hver áhrif heimsfaraldurs kórónuveirunnar hafa verið. Tölurnar eru byggðar á samanburði á dauðsföllum að meðaltali í sömu mánuðum á árunum 2016 Lesa meira

ESB margfaldar útgjöld til heilbrigðismála

ESB margfaldar útgjöld til heilbrigðismála

Eyjan
03.01.2021

Framkvæmdastjórn ESB vill að útgjöld sambandsins til sameiginlegra heilbrigðismála verði hækkuð verulega og verði 23 sinnum hærri en þau eru nú. Framkvæmdastjórnin vill einnig að ESB fái meiri völd yfir heilbrigðisstefnu aðildarríkjanna í framtíðinni. Áður en heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á hafði ESB eiginlega ekki neinu hlutverki að gegna hvað varðar heilbrigðismál aðildarríkjanna. En eftir að Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af