ESB undirbýr lagafrumvarp um kórónuvegabréf
PressanFramkvæmdastjórn ESB mun síðar í mánuðinum leggja fram tillögu um lög sem fela í sér að svokallað kórónuvegabréf verði tekið upp í aðildarríkjum sambandsins. Ursula von der Leyen, formaður framkvæmdastjórnarinnar, skýrði frá þessu í gær. Hún sagði að framkvæmdastjórnin muni leggja þetta til og vísaði þar til óska margra um að opnað verði fyrir ferðalög fólks á milli Lesa meira
450.000 fleiri dauðsföll en venjulega í ESB frá mars og fram í nóvember á síðasta ári
PressanFrá því í mars á síðasta ári og fram í nóvember létust 450.000 fleiri í aðildarríkjum ESB, að Írlandi undanskildu, en vænta mátti. Þetta sýna tölur frá Eurostat, tölfræðistofnun ESB, sem segir að þessar tölur sýni vel hver áhrif heimsfaraldurs kórónuveirunnar hafa verið. Tölurnar eru byggðar á samanburði á dauðsföllum að meðaltali í sömu mánuðum á árunum 2016 Lesa meira
ESB margfaldar útgjöld til heilbrigðismála
EyjanFramkvæmdastjórn ESB vill að útgjöld sambandsins til sameiginlegra heilbrigðismála verði hækkuð verulega og verði 23 sinnum hærri en þau eru nú. Framkvæmdastjórnin vill einnig að ESB fái meiri völd yfir heilbrigðisstefnu aðildarríkjanna í framtíðinni. Áður en heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á hafði ESB eiginlega ekki neinu hlutverki að gegna hvað varðar heilbrigðismál aðildarríkjanna. En eftir að Lesa meira
Forsætisráðherra hefur tekið bóluefnamálin til sín og leitar að bóluefni
EyjanKatrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur tekið mál er varða öflun og dreifingu bóluefnis gegn kórónuveirunni til sín og eyddi gærdeginum í fundahöld og símtöl í þeirri von að geta tryggt þjóðinni nægt bóluefni og það tímanlega. Gagnrýni á Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, fer vaxandi vegna málsins. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Blaðið segir að forsætisráðuneytið hafi Lesa meira
Öngþveiti yfirvofandi í Bretlandi eftir lokun landamæra – Matarskortur yfirvofandi
PressanFrakkar hafa lokað Ermarsundsgöngunum fyrir umferð farþega og fyrir vöruflutningum. Auk þess hafa bæði Frakkar og Belgar stöðvað ferjusiglingar frá Bretlandi. Að auki hafa nokkur Evrópuríki bannað alla flugumferð frá Bretlandi. Ástæðan er nýtt og bráðsmitandi afbrigði kórónuveirunnar, sem veldur COVID-19, sem herjar á Bretland. Reiknað er með að þessar lokanir muni hafa gríðarleg áhrif Lesa meira
Leynilegur listi afhjúpar verðmuninn á bóluefnum gegn kórónuveirunni
PressanEva De Bleeker, ráðherra neytendamála í Belgíu, birti, væntanlega fyrir mistök, verðlista yfir nokkur bóluefni gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, á Twitter á fimmtudaginn. Hún eyddi færslunni fljótlega en upplýsingar um verð bóluefna frá lyfjafyrirtækjunum eru trúnaðarmál. En samt sem áður náðu margir að sjá verðlistann. Politico, Washington Post og Brussels Times skýra frá þessu auk fjölda annarra fjölmiðla. Verðin ná yfir þau sex bóluefni Lesa meira
Breskir stórmarkaðir hamstra vörur af ótta við hart Brexit
EyjanBreskir stórmarkaðir hamstra nú vörur frá meginlandi Evrópu og er stanslaus straumur drekkhlaðinn flutningabíla með ferjum yfir Ermarsund þessa dagana. Í hina áttina er siglt með tóma flutningabíla. Ástæðan fyrir þessum miklu innkaupum er að meiri líkur eru taldar á að samningar náist ekki á milli ESB og Bretlands um fríverslunar- og tollamál en að Lesa meira
Breskir sjómenn sagðir sjá eftir Brexit – Bretar eru allt of matvandir
EyjanBrexit virðist ætla að vera allt annað en góð ákvörðun fyrir breska sjómenn og eru þeir sagðir vera á milli steins og sleggju vegna útgöngu Bretlands úr ESB. Sjómenn voru einir helstu stuðningsmenn útgöngunnar og gátu Brexitsinnar gengið að atkvæðum þeirra vísum í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016. En í dag er staðan allt önnur og margir breskir sjómenn eru nú Lesa meira
Áhugi Ungverja á rússnesku bóluefni gegn kórónuveirunni er áhyggjuefni fyrir ESB
PressanUngversk yfirvöld hafa áhuga á rússneska Sputnik V bóluefninu gegn kórónuveirunni en það er mjög óvenjulegt að aðildarríki ESB hafi áhuga á rússnesku bóluefni og hefur þetta valdið nokkurri spennu á milli ungverskra stjórnvalda og annarra aðildarríkja ESB. Miklos Kasler, ráðherra mannauðsmála, skrifaði nýlega á Facebook að væntanlega muni 3.000 til 5.000 Ungverjar taka þátt í klínískum tilraunum á Sputnik V bóluefninu. Þetta gæti Lesa meira
Lítill árangur af kvöldverðarfundi leiðtoga ESB og Bretlands í gærkvöldi – Samningslaust Brexit færist nær
EyjanBoris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, fór til Brussel síðdegis í gær til að funda með Ursula von der Leyen, formanni framkvæmdastjórnar ESB, um samning á milli ESB og Bretlands um tollamál og fleira. Núverandi samningur gildir til áramóta en ef samningar nást ekki verður svokallað „hart Brexit“ staðreynd frá áramótum. Vonast hafði verið til að fundur þeirra myndi skila árangri en svo varð Lesa meira