Ellefu ára stúlka sem var saknað meðal þeirra sem létust í Stokkhólmi
EyjanHarmleikirnir sem eru afleiðing hryðjuverkaárásinnar í Stokkhólmi í gær eru nú að opinberast sænsku þjóðinni sem er nú í djúpri sorg. Sænska dagblaðið Expressen greinir nú frá því að 11 ára gömul skólastúlka hafi verið eitt af fjórum fórnarlömbunum sem týndu lífi í árásinni í miðborg Stokkhólms í gær. Foreldrar og aðrir ættingjar hafa leitað Lesa meira
Rio Ferdinand ræðir um sorgina
FókusTvö ár eru síðan Rebecca Ellison, eiginkona knattspyrnumannsins fyrrverandi, Rio Ferdinands, lést úr brjóstakrabbameini. Á dögunum sýndi BBC heimildamyndina Being Mom and Dad þar sem Ferdinand ræddi opinskátt um sorgarferlið og hvernig hann tækist á við að ala upp þrjú ung börn, nú þegar móðir þeirra væri látin. Eftir þáttinn hafa hlýjar kveðjur streymt til Lesa meira
Rússar vara við alvarlegum afleiðingum árasar Bandaríkjanna á Sýrland
FókusÁrásin einungis skrefi frá átökum við Rússland
Norskir Framsóknarmenn í leiftursókn – Miðflokkurinn mælist þriðji stærsti flokkur Noregs
EyjanNorski Miðflokkurinn siglir í miklum meðbyr þessa dagana ef marka má skoðanakannanir í Noregi. Norðmenn ganga til Stórþingskosninga 11. september á þessu ári. Nú þegar aðeins sex mánuðir eru til kosninga má greina að spennan er að aukast í norskum stjórnmálum. Miðflokkurinn telst systurflokkur Framsóknarflokksins á Íslandi. Hann hefur haft á sér yfirbragð flokks hinna Lesa meira
Nýjustu fréttir frá Svíþjóð: Árásarmannsins enn leitað – fjögur látin, 15 slösuð, 9 alvarlega
EyjanÖðrum blaðamannafundi sænsku lögreglunnar vegna atburðarins í miðborg Stokkhólms í dag var að ljúka í þessu. Hér er það helsta sem kom fram: Fjórir látnir, 15 slasaðir, þar af níu alvarlega. Vinna út frá því að þeirri kenningu að þetta sé hryðjuverk. Fara samkvæmt verklagi og áætlunum þar um. Lögreglumenn á verði Landamæragæsla hert, bæði Lesa meira
Meint hryðjuverk í miðborg Stokkhólms: Vörubíl ekið inn í mannfjölda – Fólk látið og slasað
EyjanMikill glundroði og ótti ríkir nú í miðborg Stokkhólms eftir að flutningabíl var ekið inn í verslunina Åhlens i Drottninggatan. Samfélagsmiðlar hafa sýnt myndir þar sem rýkur úr versluninni. Greint var frá því í sænskum fjölmiðlum að skothríð hefði heyrst. Norskir fjölmiðlar segja að skothríð hafi heyrst á fleiri en einum stöðum í Stokkhólmi. Lögreglan hefur Lesa meira
Segir stjórnleysi ríkja í ferðaþjónustunni – Íslenska ráðamenn skortir skilning
EyjanForráðamaður þýskrar ferðaskrifstofu sem selur ferðir hingað til lands segir ófremdarástand ríkja í ferðamálum hér á landi. Stjórnleysi sé í málefnum ferðamanna og hópar á vegum ferðaskrifstofunnar fari ekki lengur á Jökulsárlón, heldur fari frekar á minna sótta staði sem séu einnig að komast að þolmörkum. Manfred Schreiber sér um Norður-Evrópudeild þýsku ferðaskrifstofunnar Studiosus og Lesa meira
Hvernig er hægt að leysa vandann sem Norður-Kórea er? Hernaður er varla valkostur – Eða hvað?
EyjanForseti Kína, Xi Jinping, er nú í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum og fundar með Donald Trump, Bandaríkjaforseta, um ýmis mál. Eitt af þeim málum sem Trump hyggst ræða við hann varðar Norður-Kóreu og sífelldar tilraunir ríkisins með eldflaugaskot og kjarnorkuvopn. Trump sagði nýleg að ef Kínverjar vilji ekki taka þátt í að leysa vandann sem Lesa meira
Fjórir sýrlenskir hermenn létust í árás Bandaríkjahers: Flugvöllurinn gjöreyðilagðist – Rússar ósáttir
EyjanBandaríski herinn gerði árás á Shayrat herflugvöllinn í Sýrlandi í nótt að staðartíma. 59 Tomahawk stýrflaugum var skotið á flugvöllinn. Fjórir sýrlenskir hermenn eru sagðir hafa látist í árásinni og flugvöllurinn er sagður hafa gjöreyðilagst. Þessar upplýsingar eru frá sýrlenskum mannréttindasamtökum að sögn AFP. Árásin var hefnd fyrir meinta efnavopnaárás sýrlenska stjórnarhersins á bæinn Idlib Lesa meira
Bandaríkjaher gerði árás á sýrlenska stjórnarherinn í nótt
EyjanDonald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði her landsins að gera flugskeytaárás á sýrlenska stjórnarherinn í nótt að staðartíma. Trump beindi orðum sínum til þjóða heimsins, þegar hann ávarpaði bandarísku þjóðina í gærkvöldi, og hvatti „allar siðmenntaðar þjóðir“ til „að binda enda á slátrunina og blóðbaðið í Sýrlandi“. 59 Tomahawk stýriflaugum var skotið frá tveimur herskipum, USS Lesa meira