Björk og Sigur Rós meðal þeirra bestu
FókusÁlitsgjafar Sunday Times völdu á dögunum eitt hundrað rokk- og poppplötur sem þeir telja að allir hljóti að hafa dálæti á. Á listanum eru vitanlega frægustu listamenn á þessu sviði: Bob Dylan, Bítlarnir, Rolling Stones og Joni Michell, svo örfá nöfn séu nefnd. Ísland á tvo fulltrúa á listanum, Björk og Sigur Rós. Plata Bjarkar, Lesa meira
Leiðtogar G7-ríkjanna funda á Sikiley
EyjanEftir Björn Bjarnason: Leiðtogar G7-ríkjanna hittust á fundi í Taorima á Sikiley föstudaginn 26. maí. Fjórir nýir eru í hópnum forsetar Bandaríkjanna og Frakklands og forsætisráðherrar Bretlands og Kanada. Fundinum lýkur í dag laugardaginn 27. maí en alþjóða- og öryggismál eru á dagskrá hans og ber baráttuna gegn hryðjuverkum hátt. Á ríkisoddvitafundi NATO-ríkjanna í Brussel Lesa meira
Farsíminn bjargaði Lisu þegar „Móðir Satans“ sprakk
EyjanSprengjan sem íslamistinn Salman Abedi sprengdi í Manchester á mánudagskvöld var með sprengiefnablöndu sem kallast „Móðir Satans“ meðal sprengjusérfræðinga. Hún var sömu gerðar og sprengjur sem notaðar voru í Lundúnum 2005, í París í nóvember 2105 og í Brussel í mars 2016. Slíkar sprengjur eru iðulega notaðar af hryðjuverkamönnum. Í breska blaðinu Independent kemur fram að Lesa meira
Bandaríkjamenn láku rannsóknagögnum árásar í Manchester: Bretar æfir
EyjanSky News-fréttastofan hefur birt myndir úr eftirlitsmyndavélum teknar síðastliðið föstudagskvöld sem munu sýna hvar hinn 22 ára gamli Salman Abedi gengur um í verslunarmiðstöð með það sem virðist vera nýkeyptur bakboki. Þremur dögum síðar sprengdi hann sjálfan sig í loft upp í inngangsrými Manchester Arena-tónleikahallarinnar með sprengju sem falin var í þessum bakpoka. Vítisvélin var fyllt Lesa meira
Playboy-fyrirsæta dæmd fyrir að smána 71 árs konu
FókusDani Mathers, fyrirsæta sem meðal annars hefur setið fyrir hjá Playboy, hefur verið sakfelld fyrir að smána 71 árs gamla konu á Snapchat. Dani tók mynd af konunni í búningsklefa líkamsræktarstöðvar á síðasta ári og birti myndina á Snapchat. Með myndinni fylgdi texti sem smánaði konuna og gerði lítið úr líkama hennar. Dani þarf að Lesa meira
Sir Roger Moore er látinn
FókusBreski leikarinn Roger Moore, sem er einna þekktastur fyrir leik sinn í James Bond-myndunum, er látinn, 89 ára að aldri. Þetta tilkynntu börn leikarans en í tilkynningunni kemur fram að Moore hafi látist í Sviss. Banamein hans var krabbamein sem hann hafði glímt við um skamma hríð. Moore fæddist í London árið 1927 og eftir Lesa meira
Suður-Kóreumenn skutu með vélbyssu yfir landamærin
EyjanSuður-Kóreskir hermenn skutu með vélbyssu yfir landamærin við Norður-Kóreu. Bloomberg-fréttaveitan hefur þetta eftir hermálayfirvöldum í Suður-Kóreu. Suður-Kóreskir fjölmiðlar segja að skotið hafi verið á norður-kóreskt flygildi, eða dróna. Hermálayfirvöld í suðri segja að viðbúnaður í lofti hafi verið aukinn og hefur kalltæki verið notað til að koma þeim skilaboðum norður að notkun flygilda verði ekki Lesa meira
Leynileg skjöl frá ESB: Öll aðildarríkin eiga að taka upp evru – Nýr valdakjarni er að myndast innan sambandsins
EyjanFramkvæmdastjórn ESB vill að öll aðildarríki sambandsins taki evruna upp sem gjaldmiðil fyrir 2025 en í dag er evran gjaldmiðill í 19 af 28 aðildarríkjum. Hugmyndir framkvæmdastjórnarinnar ganga út á að þing ESB eigi að hafa æðsta vald í gjaldmiðlismálum í stað fjármálaráðherra evruríkjanna sem funda öðru hvoru á lokuðum fundum um evruna og mál Lesa meira
Verkamannaflokkurinn sækir í sig veðrið
EyjanForskot Íhaldsflokksins breska á Verkamannaflokkinn fer minnkandi ef marka má nýjustu skoðanakannanir í Bretlandi. Þegar Theresa May forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins boðaði til kosninga í apríl síðastliðum benti allt til stórsigurs Íhaldsflokksins þar sem flokkurinn hafði rúmlega 20 prósentustiga forskot á Verkamannaflokkinn. Nýjasta könnunin, sem gerð var dagana 19. og 20. maí og náði til Lesa meira