fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024

Erlent

Trump sendir Rússum skýr skilaboð: Látið Úkraínu í friði og hættið að styðja Assad

Trump sendir Rússum skýr skilaboð: Látið Úkraínu í friði og hættið að styðja Assad

Eyjan
06.07.2017

Donald Trump Bandaríkjaforseti kallar eftir því að Rússar hætti að „grafa undan“ Úkraínu og hætta stuðningi sínum við stjórn Bashar al-Assad Sýrlandsforseta og Íran. Þessi orð lét Trump falla í ræðu sem hann hélt í Varsjá höfuðborg Póllands í dag en hann er nú þar í opinberri heimsókn. Sagði Trump að Rússar ættu að „ganga Lesa meira

Norður-Kóreumenn skapa nýja ógn með eldflaugaskoti

Norður-Kóreumenn skapa nýja ógn með eldflaugaskoti

Eyjan
05.07.2017

Eftir Björn Bjarnason: Norður-Kóreumenn segja að þeim hafi tekist að senda langdræga eldflaug á loft of hafi hún flogið í 39 mínútur. Frétt um eldflaugaskotið var kynnt í sjónvarpi Norður-Kóreu þriðjudaginn 4. júlí með þeim orðum að „þáttaskil“ hefðu orðið með vel heppnaðri tilraun með Hwasong-14 eldflauginni og hefði leiðtogi þjóðarinnar, Kim Jong-un stjórnað aðgerðinni. Lesa meira

Fjalla mun meira um hryðjuverk múslima en önnur hryðjuverk

Fjalla mun meira um hryðjuverk múslima en önnur hryðjuverk

Eyjan
04.07.2017

Fjölmiðlar fjalla fimm sinnum meira um hryðjuverk sem múslimar fremja en hryðjuverk sem aðrir fremja. Þetta eru niðurstöður nýrrar bandarískrar rannsóknar um fjölmiðlaumfjöllun þar í landi. Á tímabilinu 2011 til 2015 sýndu fjölmiðlar hryðjuverkum sem framin voru af múslimum 449% meiri athygli. Við rannsóknina, sem gerð var í Háskólanum í Georgíu, voru talin þau skipti Lesa meira

Allir múslímarnir greiddu atkvæði með hjónaböndum samkynhneigðra

Allir múslímarnir greiddu atkvæði með hjónaböndum samkynhneigðra

Eyjan
04.07.2017

Allir þingmenn af múslímskum uppruna á þýska þinginu greiddu atkvæði með frumvarpi sem varð að lögum á þinginu í gær, um löggildingu samkynja hjónabanda. Frumvarpið var samþykkt með 393 atkvæðum gegn 226. Mikla athygli hefur vakið að kanslari Þýskalands, Angela Merkel, greiddi atkvæði gegn frumvarpinu og sagði: Hjónaband er milli karls og konu. Múslímskir þingmenn Lesa meira

May hringdi í Cameron og grátbað um stuðning

May hringdi í Cameron og grátbað um stuðning

Eyjan
03.07.2017

Theresa May forsætisráðherra Bretlands hringdi í David Cameron fyrrverandi forsætisráðherra og grátbað hann um að lýsa yfir stuðningi við samkomulag Íhaldsflokksins og norður-írska DUP flokkinn. Greint er frá því í breska dagblaðinu Times í dag að May hafi hringt í Cameron daginn áður en greint var frá samkomulaginu við DUP, mun það hafa verið í Lesa meira

Morðum fjölgar ört í Svíþjóð og stöðugt færri upplýsast

Morðum fjölgar ört í Svíþjóð og stöðugt færri upplýsast

Eyjan
03.07.2017

Undanfarin tvö ár voru yfir 200 manns drepin í Svíþjóð. Um það bil 100 manneskjur féllu fyrir morðingja hendi í fyrra og álíka mörg árið 2015. Manndrápum fjölgar í Svíþjóð og um leið fækkar manndrápsmálum sem lögreglunni tekst að upplýsa. Sænska ríkisútvarpið greindi frá því í frétt í gær að í upp úr 1990 hafi löreglunni tekist að upplýsa yfir Lesa meira

Bandaríkjaforseti tístir myndbandi með sér þar sem hann „gengur í skrokk á CNN“

Bandaríkjaforseti tístir myndbandi með sér þar sem hann „gengur í skrokk á CNN“

Eyjan
02.07.2017

Donald Trump Bandaríkjaforseti virðist nánast hamstola af reiði í garð fjölmiðla sem hann telur að hafi hallað á sig með fölskum og upplognum fréttum. Þar er sjónvarpsfréttastöðin CNN fremst í flokki. Fyrir stundu lagði forsetinn út á Twitter stutt myndband sem sýnir hvernig hann gengur í skrokk á manni sem ber merki CNN í höfuðs Lesa meira

Nýr dómur: Norðmenn hrósa hafréttarlegum sigri í Smugunni í Barentshafi

Nýr dómur: Norðmenn hrósa hafréttarlegum sigri í Smugunni í Barentshafi

Eyjan
02.07.2017

Í síðustu viku féll dómur í Noregi sem talinn er hafa mikið fordæmisgildi í tenglsum við veiðiréttindi á alþjóðlega hafsvæðinu suðaustur af Svalbarða sem kallað er Smugan. Íslendingar stunduðu þorskveiðar þar um miðbik tíunda áratugarins og stóðu í deilum vegna þess við Norðmenn og Rússa. Smugan liggur bæði að norskri og rússneskri landhelgi auk þess sem Lesa meira

Óvissuástand á Grænlandi: Söfnun hér á landi rýfur 30 milljóna múrinn

Óvissuástand á Grænlandi: Söfnun hér á landi rýfur 30 milljóna múrinn

Eyjan
01.07.2017

Enn ríkir óvissu- og hættuástand við Uummannaq-fjörð á Norðvestur-Grænlandi eftir berghlaupin og flóðin sem urðu fyrir tveimur vikum síðan. Þá fórust fjórir. Byggðir voru rýmdar. Enn hafa íbúar í þorpunum Nuugaatsiaq og Illorsuit ekki fengið að snúa heim á ný. Svo getur farið að fólkið muni aldrei eiga afturkvæmt þar sem mikil hætta er talin Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af