fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025

Erlent

Öldungadeild Bandaríkjaþings felldi tillögu um afnám Obamacare: Ósigur fyrir Donald Trump

Öldungadeild Bandaríkjaþings felldi tillögu um afnám Obamacare: Ósigur fyrir Donald Trump

Eyjan
26.07.2017

57 öldungadeildarþingmenn greiddu atkvæði gegn því að Obamacare verði afnumið þegar öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði um málið í nótt að íslenskum tíma. 43 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu. 48 demókratar og 9 repúblikanar greiddu hinsvegar atkvæði gegn frumvarpinu. Þetta er ákveðinn ósigur fyrir Donald Trump, forseta, en afnám Obamacare er eitt af helstu stefnumálum hans. Lesa meira

Öflugt tvíeyki hjá Spielberg

Öflugt tvíeyki hjá Spielberg

Fókus
25.07.2017

Steven Spielberg vinnur að nýrri kvikmynd og þar munu Tom Hanks og Meryl Streep sjást saman í fyrsta sinn á hvita tjaldinu. Myndin nefnist The Papers og er gerð eftir ævisögu Katharine Graham, eiganda Washington Post. Sú bók nefnist Personal History og hlaut á sínum tíma Pulitzer-verðlaunin. Meryl Streep leikur Graham og Hanks fer með Lesa meira

Rússar auka þrýsting á Úkraínustjórn með aðskilnaðarsinnum

Rússar auka þrýsting á Úkraínustjórn með aðskilnaðarsinnum

Eyjan
25.07.2017

Eftir Björn Bjarnason: Alexander Zakharsjenkó, leiðtogi aðskilnaðarsinna í austurhluta Rússlands, tilkynnti þriðjudaginn 18. júlí að hann ætlaði að beita sér fyrir að koma á fót Malorossija (Litla Rússlandi) með Donetsk sem höfuðborg. Á tímum Rússakeisara var þetta orð notað um hluta þess lands sem nú er Úkraína og vekur það vondar minningar í huga margra Lesa meira

Sænska ríkið lekur gríðarlegu magni af persónuupplýsingum

Sænska ríkið lekur gríðarlegu magni af persónuupplýsingum

Eyjan
25.07.2017

Hernaðarleyndarmál sem og persónuupplýsingar um milljónir Svía hafa lekið á netið. Greint er frá þessu í sænskum fjölmiðlum og á vef Hacker News í dag en upplýsingarnar koma frá sænska ríkinu. Svo virðist sem Samgöngustofa Svía, Transportstyrelsen, hafi óvart lekið upplýsingunum þegar stofnunin var að færa gögnin í varðveislu tæknifyrirtækisins IBM. Lekinn hefur það í Lesa meira

Þau eru á einhverfurófinu

Þau eru á einhverfurófinu

Fókus
24.07.2017

Á netinu má finna alls kyns lista um frægt fólk, lífs og liðið, sem talið er vera eða hafa verið á einhverfurófi. Yfirleitt er þarna um getgátur að ræða þar sem flestir þessa einstaklingar hafa aldrei verið greindir með einhverfu. Hér eru nokkrir listamenn sem hafa verið greindir á einhverfurófi. Susan Boyle Skoska söngkonan varð Lesa meira

Pútín segir femínisma af því góða: Heitir að láta af embætti í síðasta lagi árið 2024

Pútín segir femínisma af því góða: Heitir að láta af embætti í síðasta lagi árið 2024

Eyjan
24.07.2017

Vladimír Pútín Rússlandsforseti heitir því að breyta ekki stjórnarskrá Rússlands til að gera sjálfum sér kleift að sitja í embætti fram yfir næsta kjörtímabil sem endar árið 2024. Pútín heimsótti barnaskóla í Sochi og svaraði þar spurningum barnanna um allt milli himins og jarðar, breska vefritið Independent greinir frá. Margt forvitnilegt kom fram í spurningatímanum, Lesa meira

Forseti Póllands hafnar lögum í kjölfar mótmæla

Forseti Póllands hafnar lögum í kjölfar mótmæla

Eyjan
24.07.2017

Andrzej Duda for­seti Pól­lands hefur neitað að staðfesta umdeild lög sem myndu veita ráðherrum vald til að þess að skipa og reka hæstaréttardómara án aðkomu þingsins. Hörð mótmæli hafa geisað í Póllandi undanfarna daga gegn lögunum. Greint er frá þessu á vef BBC. Í kjölfar þess að lögin voru samþykkt á pólska þinginu hafa þau Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af