Bretar tóku opnun pöbba fagnandi – Áfengissala jókst um 114%
PressanNú hafa um 40% bara, veitingastaða og pöbba í Englandi opnað útisvæði sín fyrir viðskiptavinum en þeir mega ekki hafa gesti inni. Stóri dagurinn var á mánudaginn en þá var slakað á sóttvarnaaðgerðum og útisvæðin máttu opna. Óhætt er að segja að viðskiptavinir hafi tekið þessu fagnandi því salan á áfengi var 114% meiri en á sama degi Lesa meira
Mikið fjaðrafok á Englandi – Kennari sýndi teikningu af Múhameð spámanni í kennslustund – Er nú í felum
PressanMikið hefur gengið á í Batley grunnskólanum, sem er í bænum Batley nærri Leeds á Englandi, síðustu daga eftir að trúarbragðakennari við skólann sýndi teikningu úr franska skopmyndaritinu Charlie Hebdo í kennslustund. Myndin er af spámanninum Múhameð og notaði kennarinn hana í tengslum við kennslu um guðlast. Foreldrar, barna í skólanum, fréttum fljótt af þessu og mótmæli hófust í kjölfarið. Múslimar og prédikarar úr mosku í Lesa meira
Eftirlýstur maður gaf sig fram – Þoldi ekki lengur við heima
PressanÁ miðvikudaginn gaf karlmaður sig fram við lögregluna á Burgess Hill lögreglustöðinni í Sussex á Englandi en hann var eftirlýstur vegna dóms sem hann átti eftir að afplána. Maðurinn sagði lögreglumönnum að hann hefði ekki þolað lengur við heima með sambýlisfólki sínu sem verður að halda sig heima vegna sóttvarnaaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins. Hann sagðist bara vilja komast í fangelsið til að geta verið í Lesa meira
Fjórir úr sömu fjölskyldu létust af völdum COVID-19 – Segir Boris Johnson bera ábyrgð á því
PressanTracy Latham, sem býr í Derby á Englandi, segir að Boris Johnson, forsætisráðherra, sé með „blóði drifnar hendur“ eftir að fjórir úr fjölskyldu hennar létust af völdum COVID-19 eftir jólin. Einn til viðbótar er þungt haldinn af sjúkdómnum. Fólkið smitaðist eftir að hafa hist um jólin en breska ríkisstjórnin slakaði mjög á sóttvarnarreglum um jólin svo fólk gæti hist í einn dag. Lesa meira
Greip til skelfilegrar lygi til að komast hjá því að lenda í fangelsi
Pressan„Skelfileg lygi,“ sagði breski dómarinn Paul Lawton nýlega þegar hann komst að því að Heather McCarthy, 33 ára, hafði logið að honum til að forðast að lenda í fangelsi í átta mánuði. Samkvæmt frétt Manchester Evening News sagði hún dómaranum að hún væri nýbúin að eignast barn þegar hún var fundin sek um að hafa falsað tímaskráningar sínar en hún starfaði hjá vinnumiðlun. Lesa meira
Tæplega 30% útskrifaðra COVID-19-sjúklinga þurfa að leggjast aftur inn á sjúkrahús
PressanTæplega 30% COVID-19-sjúklinga sem voru útskrifaðir af enskum sjúkrahúsum að meðferð lokinni þurftu að leggjast aftur inn innan fimm mánuða og tæplega einn af hverjum átta lést. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn. Tíðni endurinnlagna er 3,5 sinnum hærri hjá COVID-19-sjúklingum en öðrum sjúklingum og dánarhlutfallið sjö sinnum hærra en hjá öðrum sjúklingum á sjúkrahúsum samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar. Rannsóknin, Lesa meira
Bjóða upp á bólusetningarferðir fyrir ríka fólkið – „Lúxusferðir með bólusetningu“
PressanÁ meðan flestir verða bíða eftir að röðin komi að þeim til að fá bólusetningu gegn kórónuveirunni geta þeir sem eiga nóg af peningum keypt sér „lúxusferðir með bólusetningu“ til að komast fyrr að. Breska fyrirtækið Knightsbride Cirkel býður til dæmis upp á slíkar ferðir og hefur forstjóri þess engar siðferðislegar efasemdir um réttmæti þess að selja slíkar Lesa meira
Hún fékk draumastarfið – Nú er hún grunuð um að hafa myrt átta kornabörn
PressanÓhætt er að segja að Bretar hafi orðið fyrir miklu áfalli þegar skýrt var frá því fyrir skömmu að þrítug kona, hjúkrunarfræðingur, hefði verið handtekin, grunuð um að hafa myrt átta kornabörn á fyrirburadeild sjúkrahússins í Chester. Hjúkrunarfræðingurinn þótti góður starfsmaður og hafði meðal annars margoft verið notuð sem andlit sjúkrahússins í auglýsingaherferðum þess. Auk Lesa meira
Hjúkrunarfræðingur grunuð um að hafa myrt tíu kornabörn
PressanHjúkrunarfræðingur, Lucy Letby, hefur verið handtekin í þriðja sinn vegna rannsóknar lögreglunnar í Cheshire á Englandi á mörgum andlátum kornabarna á Countess of Chester sjúkrahúsinu. Hún er grunuð um að morð á átta börnum og að hafa reynt að myrða tíu til viðbótar. Sky News skýrir frá þessu og hefur eftir lögreglunni að Letby sé nú í haldi og að foreldrum barnanna hafi verið skýrt frá þessu. Lesa meira
Sjúkrahús neitaði að veita 12 ára stúlku meðferð – Ástæðan er starf móður hennar
PressanMánuðum saman hefur Emily, sem er 12 ára og býr í Stoke-on-Trent á Englandi, glímt við skyndileg svimaköst. Móðir hennar, Tracy Shenton, bókaði því tíma fyrir hana hjá lækni á Bradwell sjúkrahúsinu. En þegar mæðgurnar komu á sjúkrahúsið var þeim tjáð að Emily myndi ekki fá þjónustu þar. Ástæðan sem var gefin upp er starf móður hennar. Tracy starfar sem hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild Royal Stoke háskólasjúkrahússins. Af þeim Lesa meira