Dæmd fyrir hrottalegar misþyrmingar á 15 ára pilti mánuðum saman – Heimilið var helvíti á jörð
PressanÍ ágúst 2021 flutti Sebastian Kalinowski frá Póllandi til Huddersfield í Englandi til að búa hjá móður sinni og unnusta hennar. Fljótlega eftir komuna þangað breyttist heimilið, sem átti að vera öruggt athvarf hans, í sannkallað ofbeldishelvíti. Sky News segir að móðir hans, Agnieszka Kalinowska, og unnusti hennar, Andrezej Latoszewski, hafi beitt hann hrottalegu ofbeldi mánuðum saman. Það varð honum að bana að síðustu. Hann Lesa meira
Ótrúlegt mál – Húsinu hans var stolið og það selt á meðan hann var að heiman
PressanÞað er óhætt að segja að Bretanum Mike Hall hafi brugðið illa í brún þegar nágranni hans hringdi í hann dag einn í ágúst. hann flutti Hall ekki nein gleðitíðindi því hann sagði honum að búið væri að selja húsið hans í Luton. Það eitt og sér er ekki í frásögur færandi nema fyrir það að Hall hafði Lesa meira
Neitar að hafa myrt 8 nýbura og að hafa reynt að myrða 10 til viðbótar
PressanLuce Letby, 31 árs hjúkrunarfræðingur, kom fyrir rétt í Manchester á mánudaginn þar sem mál ákæruvaldsins gegn henni var þingfest. Hún er ákærð fyrir að hafa í starfi sínu á fyrirburadeild Countess of Chester sjúkrahússins myrt 8 nýbura og reynt að myrða 10 til viðbótar. Notast var við fjarfundabúnað en Letby er í gæsluvarðhaldi í HMP Peterborough fangelsinu. Ákæran er í 18 liðum, einn liður fyrir hvert Lesa meira
Handtekinn grunaður um morð á konu og þremur börnum
PressanDamien Bendall frá Killamarsh á Englandi er nú í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa myrt unnustu sína, tvö börn hennar og vinkonu dóttur hennar á sunnudaginn. Bendall var handtekinn fljótlega eftir að lögreglunni var tilkynnt að eitthvað væri að í húsi í Killamars, sem er nærri Sheffield. Í húsinu fundu lögreglumenn fjórar manneskjur sem höfðu verið myrtar. Það voru Terri Harris, 35 ára, dóttir Lesa meira
Sex skotnir til bana í Plymouth – Barn þar á meðal
PressanSex manns voru skotnir til bana í Plymouth á Englandi síðdegis í gær, þar á meðal barn. Nokkrir liggja særðir á sjúkrahúsi. Sky News segir að lögreglan í Devon og Cornwall hafi staðfest að tvær konur og tveir karlar hafi fundist látin á vettvangi auk hins meinta árásarmanns. Allt féll fólkið fyrir byssuskotum. Kona, sem Lesa meira
Afhjúpaði leyndarmál föður síns – Nú er hún dáin
Pressan„Nei, nei, nei, hún er ekki dáin.“ Þetta sagði Sarah Walker, móðir Bernadette Walker, þegar dómstóll í Bretlandi kvað upp úr með að hún hefði verið myrt. Bernadette, sem var venjulega kölluð Bea, hvarf þann 18. júlí á síðasta ári eftir að stjúpfaðir hennar, Scott Walker 51 árs, sótti hana heim til afa hennar og ömmu í Peterborough á Englandi. Dómstólinn komst að þeirri niðurstöðu að Lesa meira
Lækka hámarkshraða á breskum hraðbrautum
PressanDragðu úr hraðanum, þú mengar. Þetta er boðskapurinn sem ökumenn á átta breskum hraðbrautum fá nú þegar hámarkshraðinn á þeim verður lækkaður niður í 60 mílur á klukkustund en það eru um 100 km/klst. Markmiðið með þessu er að draga úr mengun á þessum hraðbrautum en hún er töluvert yfir viðmiðunarmörkum. Autocar skýrir frá þessu. Fram Lesa meira
Ensk yfirvöld biðja tæknifyrirtækin um upplýsingar um þá sem viðhöfðu kynþáttaníð eftir ósigurinn í úrslitum EM
433SportBresk yfirvöld ætla að biðja tæknifyrirtækin um upplýsingar um þá sem viðhöfðu kynþáttaníð um leikmenn enska landsliðsins í kjölfar ósigurs þess í úrslitaleik EM á sunnudaginn en þá höfðu Ítalir betur eftir vítaspyrnukeppni. The Times skýrir frá þessu. „Við viljum að það hafi alvöru afleiðingar fyrir fólk sem tístir þessu níði,“ hefur blaðið eftir ónefndum heimildarmanni innan stjórnkerfisins. Þetta Lesa meira
100 vísindamenn vara við afléttingu sóttvarnaaðgerða
PressanÍ gær birtist opið bréf frá rúmlega 100 vísindamönnum í hinu virta læknariti The Lancet. Í bréfinu er Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, harðlega gagnrýndur en vísindamennirnir segja að fyrirætlanir ríkisstjórnar hans um að aflétta nær öllum sóttvarnaaðgerðum í Englandi þann 19. júlí séu ekki skynsamlegar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur einnig varað bresk stjórnvöld við fyrirætlununum. Vísindamennirnir og WHO hvetja Johnson og stjórn hans því til að endurskoða málið. Lesa meira
Dæmd í fangelsi fyrir að myrða vinkonu sína sem vildi ekki stunda kynlíf með henni
PressanGareeca Gordon var nýlega dæmd í 23 og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa myrt vinkonu sína, Phoenix Netts, í íbúð þeirra í Birmingham á Englandi í apríl á síðasta ári. Gordon stakk Netts fjórum sinnum og sagaði lík hennar síðan í sundur. Tilviljun varð til þess að upp komst um hana mánuði síðar. Hún var þá handtekin nærri námu Lesa meira