fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024

Elísabet II

Tvær nýjar og mjög ólíkar styttur af Elísabetu II – „Þetta lítur meira út eins og Mrs. Doubtfire“

Tvær nýjar og mjög ólíkar styttur af Elísabetu II – „Þetta lítur meira út eins og Mrs. Doubtfire“

Fókus
15.09.2024

Tvær nýjar bronsstyttur af Elísabetu II drottningu hafa vakið mikið umtal. Á annarri lítur hún út eins og Disney prinsessa en á hinni eins og rússnesk babúshka. Corgi hundarnir eru með á báðum styttum hins vegar. Ný stytta var afhjúpuð af Elísabetu II og Filippusi í Antrim kastalagarðinum, norðan við borgina Belfast í Norður Írlandi í síðustu viku eins og greint er frá á sjónvarpsstöðinni Sky News. Tveir Corgi hundar eru einnig með Lesa meira

Segja að Harry og Meghan séu að reyna að fá breytingar í gegn

Segja að Harry og Meghan séu að reyna að fá breytingar í gegn

Pressan
07.10.2022

Harry prins og eiginkona hans, Meghan hertogaynja, standa frammi fyrir nýjum vandamálum nú í kjölfar andláts Elísabetar II, ömmu Harry. Eru þau sögð reyna að knýja breytingar í gegn hjá Netflix vegna þess. Um heimildarmynd þeirra er að ræða. Eru hjónin sögð hafa áhyggjur af að hún sé ekki að öllu leyti viðeigandi og vilja því breyta henni. En hjá Netflix er Lesa meira

Starfsfólk hirðarinnar fékk óvænt bréf þegar minningarathöfn um Elísabetu II stóð yfir – „Allir eru brjálaðir“

Starfsfólk hirðarinnar fékk óvænt bréf þegar minningarathöfn um Elísabetu II stóð yfir – „Allir eru brjálaðir“

Pressan
14.09.2022

Það var auðvitað löngu vitað að þegar Elísabet II andaðist myndi elsti sonur hennar, Karl, taka við embætti þjóðhöfðingja. Það var einmitt það sem gerðist í síðustu viku þegar drottningin lést, Karl tók við og varð Karl III. Síðustu daga hefur stemmningin hjá starfsfólki hans ekki verið sérstaklega góð, eiginlega langt frá því. Ástæðan er að starfsfólk í Clarence House, Lesa meira

9 af hverjum 10 núlifandi jarðarbúum fæddust á valdatíma Elísabetar

9 af hverjum 10 núlifandi jarðarbúum fæddust á valdatíma Elísabetar

Fréttir
09.09.2022

Andlát Elísabetar II í gær hefur mikil áhrif á þegna hennar en einnig á fólk um allan heim. Hún var 96 ára þegar hún lést og hafði verið þjóðhöfðingi í 70 ár, lengur en nokkur annar breskur þjóðhöfðingi. Í umfjöllun Washington Post er bent á þá fróðlegu staðreynd að 9 af hverjum 10 núlifandi jarðarbúum fæddust á valdatíma Elísabetar og Lesa meira

Svona gengur „Operation London Bridge“ fyrir sig fram að útför Elísabetar II

Svona gengur „Operation London Bridge“ fyrir sig fram að útför Elísabetar II

Fréttir
09.09.2022

Í kjölfar andláts Elísabetar II í gær var „Operation London Bridge“, sem er áætlun um hvernig brugðist er við andláti drottningarinnar og því sem gerist fram að útför hennar, virkjuð.  Allt er skipulagt út í ystu æsar í þessari áætlun sem var lekið til fjölmiðla á síðasta ári. Sumt var þá á almannavitorði en ýmislegt hafði ekki komið fram áður. Lesa meira

Þetta eru helstu breytingarnar sem verða í kjölfar andláts Elísabetar II

Þetta eru helstu breytingarnar sem verða í kjölfar andláts Elísabetar II

Fréttir
09.09.2022

Það er margt sem breytist í Bretlandi og víðar nú þegar Elísabet II er horfin á vit feðra sinna. Andlát hennar hefur án efa mikil áhrif á bresku þjóðina. Flestir landsmenn þekkja ekkert annað en að þjóðhöfðinginn heiti Elísabet. Í 70 ár var hún þjóðhöfðingi og naut almennt mikilla vinsælda meðal þegna sinna. Karl, elsti sonur Elísabetar, Lesa meira

Í gærmorgun sögðu læknar að Elísabet II ætti aðeins nokkrar klukkustundir ólifaðar – Aðeins Karl og Anna náðu til hennar áður en hún lést

Í gærmorgun sögðu læknar að Elísabet II ætti aðeins nokkrar klukkustundir ólifaðar – Aðeins Karl og Anna náðu til hennar áður en hún lést

Fréttir
09.09.2022

Meðlimir bresku konungsfjölskyldunnar flýttu sér til Balmoral í Skotlandi í gær eftir að læknar Elísabetar II drottningar höfðu sagt að hún ætti aðeins nokkrar klukkustundir ólifaðar. Aðeins Karl sonur hennar, nú Karl III konungur, og Anna, dóttir hennar, náðu til Balmoral áður en drottningin lést. Þau voru bæði stödd í Skotlandi þegar fréttir bárust af alvarlegu ástandi drottningarinnar. Daily Mail skýrir frá þessu og segir Lesa meira

Viðurkennir að hafa ætlað að myrða Elísabetu II með lásboga

Viðurkennir að hafa ætlað að myrða Elísabetu II með lásboga

Pressan
18.08.2022

Jaswant Singh Chail, sem er tvítugur, birtist við Windsor kastala á jóladag á síðasta ári, vopnaður lásboga.  Hann var handtekinn og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Í gær hófust réttarhöld yfir honum en hann er ákærður fyrir landráð. Chail, sem var grímuklæddur og með hettu yfir höfðinu þegar hann birtist við Windsor, játaði að hafa ætlað að „drepa drottninguna“. Lögreglumaður, sem sinnti Lesa meira

Segir að Elísabet drottning hafi verið ánægð með fjarveru Meghan

Segir að Elísabet drottning hafi verið ánægð með fjarveru Meghan

Pressan
18.07.2022

Þegar Phillip prins, eiginmaður Elísabetar II drottningar, var jarðsettur í apríl á síðasta ári var Meghan Markle, eiginkona Harry prins, ekki viðstödd. Þetta var mikill léttir fyrir drottninguna. Þetta segir Tom Bower, rithöfundur, í nýrri bók sinni um Meghan, Harry og konungsfjölskylduna og deilur þeirra. Bókin heitir: „Revenge: Meghan, Harry and the war between the Windsors”. „Guði sé lof að Meghan Lesa meira

Líður að endalokum breska konungdæmisins? Verður Bretland lýðveldi?

Líður að endalokum breska konungdæmisins? Verður Bretland lýðveldi?

Pressan
21.12.2021

Árið í ár hefur ekki verið auðvelt fyrir bresku konungsfjölskylduna og þar með Elísabetu II drottningu. Tveir prinsar, Andrew sonur hennar og barnabarnið Harry, hafa verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum og má segja að hneykslismál þeim tengd hafi hrist grunnstoðir konungsfjölskyldunnar. Hún hefur þó staðið þessi mál af sér og má þakka Elísabetu II, Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af