Lára spyr hvort sé forsvaranlegt að reka fólk af heimilum sínum og segir stjórnvöld þurfa að spýta í lófana – „Hvar eiga þau að halda sín jól?“
Fréttir„Það er risamál að reka fólk af heimilum sínum. Til að meta hvort sú ákvörðun sé forsvaranleg þarf að hleypa í það minnsta fjölmiðlum á staðinn til að kvikmynda og skoða og sýna íbúum Grindavíkur hver staðan raunverulega er og hvort fólki stafi bráð hætta af eldgosinu. Fjölmiðlar eiga líka að spyrja slíkra krefjandi spurninga Lesa meira
Göngumaður fannst kaldur og hrakinn – S.O.S. merki úr vasaljósi
FréttirBjörgunarsveitir á Suðurnesjum voru kallaðar út fyrir um hálftíma síðan til að leita að tveimur göngumönnum nálægt fyrri gosstöðvum á Reykjanesskaga. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur einnig verið ræst út. VF sögðu fyrst frá á Facebook síðu sinni. „Flugmaður lítillar einkaflugvélar, sem var að fljúga þarna yfir, tók eftir ljósmerki frá jörðu sem var hægt að lesa Lesa meira
Gosið orðið stöðugra en samt hætta á nýjum gosopum – Meðal annars í Grindavíkurbæ
FréttirHraunflæði í Sundhnúkagígaröðinni er núna fjórðungur af því sem það var í gærkvöldi þegar gosið hófst. Engu að síður er flæðið mun meira en var í upphafi hinna þriggja eldgosanna á Reykjanesskaga. Hraunflæðið er nú um 100 rúmmetrar á sekúndu en var um 400 þegar mest lét í gærkvöldi. Þá hefur gosopum fækkað úr fimm Lesa meira
Segir form hraunsins geta skipt máli
FréttirPrófessor í eldfjallafræði við Uppsala-háskóla í Svíþjóð segir að það geti skipti máli hvort hraunið úr gosinu við Sundhnúksgíga verður mjög fljótandi eða í fastara formi. Þetta geti skipt máli varðandi það hversu vel varnargarðarnir við Svartsengi halda verði þeir fyrir hraunstreymi. Þetta kemur fram í umfjöllun Aftonbladet. Þess misskilnings virðist þó gæta í fréttinni Lesa meira
Bláa lónið lokað til 28. desember
FréttirForsvarsmenn Bláa lónsins hafa tekið þá ákvörðun að hafa lónið lokað til 28. desember næstkomandi að minnsta kosti. Þetta er gert vegna eldsumbrotanna við Sundhnúkagíga sem hófust í gærkvöldi. Tilkynnt er um lokunina á heimasíðu Bláa lónsins en þar segir að ákvörðunin verði endurskoðuð 28. desember. Þá verði haft samband við þá gesti sem eiga Lesa meira
Gosið að dragast saman – Sprungur geta opnast fyrirvaralaust
FréttirKraftur eldgossins sem hófst við Sundhnúksgíga í gærkvöldi heldur áfram að minnka. Þetta kemur í nýrri tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands. Í tilkynningunni segir að hraunflæði sé gróflega áætlað um fjórðungur af því sem það var í byrjun og sé þriðjungur upphaflegu sprungunnar virkur. Kvikustrókar séu einnig lægri en í byrjun goss, um það bil Lesa meira
Hlýjum kveðjum rignir yfir Íslendinga – „Ég vona innilega að allt fari vel“
FréttirAllir helstu fjölmiðlar heims hafa fjallað um eldsumbrotin sem hófust á Reykjanesi í gærkvöldi og virðist heimsbyggðin fylgjast grannt með gangi mála. Ljóst er að margir hugsa hlýlega til Íslendinga – og kannski helst Grindvíkinga – á þessum tímum en það má meðal annars lesa í athugasemdakerfum erlendra fréttamiðla. Á vef Daily Mail er til dæmis að finna Lesa meira
Einn stærsti fjölmiðill heims furðar sig á spennufíklum sem fóru að gosstöðvunum í nótt
FréttirBreski vefmiðillinn Daily Mail fjallar um eldgosið sem hófst í Sundhnúkagígum í gærkvöldi. Það kemur kannski ekki á óvart enda er eldgosið áberandi á síðum erlendra netmiðla þennan morguninn. Á forsíðu Dail Mail blasir þetta við lesendum í efstu frétt: Tilmæli virt að vettugi Í fréttinni er sagt frá spennufíklum sem fóru býsna nálægt gosstöðvunum Lesa meira
Einar: „Það er engin spurning að fólk mun finna fyrir þessu“
FréttirEinar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Blika.is, segir það miklu máli skipta hver vindáttin er þegar kemur að mengun frá eldgosinu sem hófst við Sundhnúkagígaröðina í gærkvöldi. Viðbúið er að töluverð mengun fylgi eldgosinu enda hraunrennsli mun meira en var til dæmis í síðasta gosi við Litla-Hrút. Einar ræddi þetta í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. „Eins Lesa meira
Bryndís minnir á eitt mikilvægt atriði nú þegar eldgos er hafið
FréttirBryndís Gunnlaugsdóttir, íbúi í Grindavík og fyrrverandi forseti bæjarstjórar í bænum, minnir á mikilvægt atriði varðandi Grindvíkinga nú þegar eldgos er hafið enn eina ferðina á Reykjanesi. Bryndís skrifaði færslu á Facebook í nótt sem vakið hefur talsverða athygli og veitt hún DV góðfúslegt leyfi til að deila henni með lesendum. „Eldgos eru spennandi, kraftmikil náttúruöfl og Lesa meira