Auknar líkur á nýju kvikuhlaupi og öðru eldgosi
FréttirVeðurstofa Íslands hefur sent frá sér nýja tilkynningu þar sem fram kemur að auknar líkur séu á nýju kvikuhlaupi og öðru eldgosi á Reykjanesskaga næstu daga en eldgosinu sem hófst í mars er nýlokið. Líklegast sé að gjósi á Sundhnúksgígaröðinni og að fyrirvari gæti orðið mjög stuttur. Í tilkynningunni segir eftirfarandi: „Lítil breyting hefur orðið Lesa meira
Haraldur segir eldsumbrot við Grindavík senn á enda – Magnús Tumi segir um misskilning að ræða
FréttirHaraldur Sigurðsson prófessor emeritus í eldfjallafræði, við Háskólann í Rhode Island í Bandaríkjunum, hefur eins og mörgum er eflaust kunnugt fært rök fyrir þeirri spá sinni að yfirstandandi eldsumbrot í nágrenni Grindavíkur muni taka enda í sumar. Í nýlegri færslu í Facebook-hópnum Jarðsöguvinir færir hann enn rök fyrir þessari spá sinni. Magnús Tumi Guðmundsson prófessor Lesa meira
Tímamót á Reykjanesskaga: Næst lengsta gosið frá 2021 – Óvissa um framhaldið
FréttirÍ dag er liðinn einn mánuður frá upphafi eldgossins sem nú er í gangi á Sundhnúksgígaröðinni. Gosið er nú orðið það næstlengsta af þeim eldgosum sem orðið hafa á Reykjanesskaga á síðustu árum, en einungis fyrsta eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í mars 2021 er lengra. Þetta kemur fram í samantekt sem birtist á vef Veðurstofu Lesa meira
Þetta gæti gerst ef gýs í Öskju: „Gekk á með þrumum og eldingum og menn sáu vart handa sinna skil“
FréttirÝmislegt bendir til þess að eldstöðin Askja sé farin að búa sig undir eldgos. Í vikunni varð skjálftahrina í norðvesturhluta Öskju og mældust um 30 skjálftar á nokkrum klukkustundum á mánudagsmorgun. Ármann Höskuldsson, einn af okkar fremstu eldfjallafræðingum, ræddi málið við Morgunblaðið í gær þar sem hann sagði að aðdragandinn að næsta eldgosi í Ösku Lesa meira
Hannes er viss um að ferðamenn séu hræddir við mótmæli á Íslandi
FréttirÍ umfjöllun fjölmiðla undanfarið hefur komið fram að ferðaþjónustan hér á landi stendur frammi fyrir auknum erfiðleikum ekki síst því að útlit er fyrir að ferðamönnum muni fækka á árinu, til að mynda þegar horft er til stöðu bókana. Þetta hefur einna helst verið rakið til fréttaflutnings af stöðugum jarðhræringum á Reykjanesskaga og hás verðlags. Lesa meira
Aukin hætta vegna gasmengunar frá gosinu
FréttirVeðurstofa Íslands hefur sent frá sér uppfært hættumat vegna yfir standandi eldgoss við Sundhnúk. Þar segir meðal annars að aukin hætta sé á gasmengun í næsta nágrenni gosstöðvanna næstu daga. Fram kemur að eldvirknin á gosstöðvunum við Sundhnúk helst stöðug á milli daga. Lítil sem engin skjálftavirkni sé í kvikugagninum eða í nágrenni hans. Aflögun Lesa meira
Eldgosið á Reykjanesi: Sveitabær í skotlínu hraunsins
FréttirHraunrennsli úr gosstöðvunum á Reykjanesskaga stefnir enn þá í átt til suðurs. Hefur það náð varnargörðum austan við Grindavíkurbæ og líklegt er að það fari yfir Suðurstrandarveg og jafn vel út í sjó. Hraunið safnaðist fyrir í svokallaðri hrauntjörn, rétt við varnargarðana, sem nú er byrjað að renna úr. Það rennsli getur verið mjög hratt. Lesa meira
Það helsta frá gosstöðvunum: Dregið úr kraftinum en áhyggjur af innviðum
FréttirÍ nótt dró verulega úr krafti og hraunrennsli eldgossins sem hófst í gærkvöldi á Reykjanesskaga. Slokknað hefur í kvikustrókum og allt eins er búist við því að það gæti hætt seinna í dag. Þetta kemur fram á facebook hópnum Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands, þar sem fylgst er grannt með jarðhræringum sem þessum. „Gossprungan var upprunalega áætluð 3500 metra löng. Lesa meira
Hetjur Reykjaness klæðast ekki skikkjum – „Algjörar hetjur og bara einstakur hópur“
Fréttir„Þegar eldsumbrotin í byrjun febrúar rufu lagnir og gerðu Reykjanesbæ heitavatnslausan fór af stað ótrúleg atburðarás þar sem hópur iðnaðarmanna vann hetjuleg afrek. Hér er sagan sögð,“ segir um myndband sem Samtök Iðnaðarins birtu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag. Þann 8. febrúar opnaðist 3 km löng gossprunga á milli Sundhnúks og Stóra-Skógfells, hraun rann Lesa meira
Eldgos yfirvofandi á Reykjanesskaga
FréttirSkjálftavirkni við Sundhnúkagígaröðina jókst upp úr klukkan 16 í dag. Talið er að eldgos sé yfirvofandi og hefur sms verið sent á Grindvíkinga og byrjað er að rýma Bláa lónið. Samkvæmt vef Veðurstofunnar er um að ræða litla skjálfta, sem allir mælast við Stóra-Skógfell og Sýlingarfell. Rétt fyrir kl. 17.30 uppfærði Veðurstofan hættumat sem gildir Lesa meira