Hægt að fá TF-SIF til landsins á tveimur dögum ef þörf krefur
FréttirTF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, hefur oft verið notuð þegar eldgos hafa átt sér stað hér á landi en vélin er nú í verkefni fyrir Landamærastofnun Evrópu, Frontex. Ekki hefur verið talið að nauðsynlegt sé að nota vélina ef gjósa fer á Reykjanesskaga en ef staðan breytist er hægt að kalla vélina heim á tveimur dögum. Fréttablaðið Lesa meira
Rýmingaráætlanir settar í forgang – Telur mögulegt að rýma Reykjanes á einum degi
FréttirAðeins er búið að gera rýmingaráætlun fyrir Grindavík en vinna er ekki hafin við aðrar áætlanir fyrir Reykjanes. Það er til skoðunar hjá almannavörnum að nota öflugar sjó- og vatnsdælur ef til þess kemur að eldgos ógni byggð eða mikilvægum mannvirkjum. Fram hefur komið að undanförnu að jarðvísindamenn telja ekki að hraunflæði úr hugsanlegu gosi Lesa meira
Draga 13 til ábyrgðar fyrir banvæna ferð til eldfjallaeyju
PressanÞann 9. desember 2019 hófst eldgos á White Island á Nýja-Sjálandi. 47 manns voru á eyjunni þegar gosið hófst og létust 22, að auki slösuðust margir. Nú hafa yfirvöld hafið málarekstur gegn tíu ferðaþjónustufyrirtækjum og þremur einstaklingum vegna málsins. Flestir hinna látnu voru ferðamenn frá Ástralíu, Bandaríkjunum og Malasíu sem voru í siglingu með skemmtiferðaskipi. Það er vinnueftirlitið, Lesa meira
Fljúga drónum yfir eldfjöll til að geta spáð fyrir um gos
PressanEldfjöll geta gosið skyndilega og það getur reynst hættulegt, bæði mönnum, dýrum og eignum fólks. Margar aðferðir eru notaðar til að vakta eldfjöll, til dæmis GPS-mælingar, einnig er fylgst með jarðskjálftum og lofttegundum sem stíga upp frá eldfjöllum. En það getur verið erfitt að spá fyrir um gos. En nú hafa vísindamenn frá nokkrum löndum þróað Lesa meira
Engar breytingar í Grímsvötnum – Búist við jökulhlaupi
FréttirÞann 30. september hækkaði Veðurstofan viðbúnaðarstig fyrir flug yfir Grímsvötnum úr grænu í gult. Hægt hefur á hækkun vatnsyfirborðs í Grímsvötnum frá því í sumar þegar meiri leysingar voru. Skjálftavirkni hefur ekki breyst. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Einari Gestssyni, náttúruvásérfræðingi hjá Veðurstofunni, að tilgangurinn með hækkuðu viðbúnaðarstigi sé að upplýsa fluggeirann um Lesa meira
Er Hekla í startholunum fyrir gos? Vara við gönguferðum á fjallið
FréttirLengi hefur verið vitað að eldgos í Heklu geta komið með mjög skömmum fyrirvara og sker eldfjallið sig úr hvað varðar þetta. Nýlega vöruðu nokkrir jarðvísindamenn fólk við þeirri hættu sem getur fylgt því að vera á Heklu ef eldgos brýst skyndilega út. „Ekki er hægt að tryggja það að viðvaranir um yfirvofandi eldgos berist Lesa meira
Eldfjall vaknar – „Sofandi skrímsli“
FréttirEins og flestir hafa væntanlega tekið eftir þá hafa töluverðar jarðhræringar verið á Reykjanesi á árinu og land hefur risið við Þorbjörn. Mælingar sýna að kvikusöfnun er að eiga sér stað á 2 til 4 kílómetra dýpi. En er Evrópa tilbúin að takast á við eldgos á Íslandi? Þessu veltir Olivier Galland, hjá jarðfræðideild Oslóarháskóla, Lesa meira
Öræfajökull í gjörgæslu jarðvísindamanna – Æfðu viðbrögð við gosi
FréttirÖræfajökull er nú í gjörgæslu jarðvísindamanna en auk hans eru Hekla, Katla, Grímsvötn og Bárðarbunga undir sérstöku eftirliti en eldstöðvarnar sýna allar merki þess að þær séu að undirbúa sig undir gos. Nýlega æfðu vísindamenn, Almannavarnir og flugumferðarstjórar viðbrögð við gosi í Öræfajökli út frá þeirri sviðsmynd að aska hefði dreifst til Kanada og Evrópu. Lesa meira
Vaxandi þrýstingur undir Bárðarbungu – Hekla, Grímsvötn og Öræfajökull eru einnig að undirbúa gos
FréttirKvikuþrýstingur fer vaxandi í Heklu, Grímsvötnum, Bárðarbungu og Öræfajökli og getur þessi hegðun þeirra endað með gosi í þessum eldfjöllum að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Hann segir að samkvæmt mælingu fari kvikuþrýstingurinn í þeim vaxandi. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Haft er eftir Páli að útilokað sé að segja til um hvert þessara Lesa meira
„Katla er vöknuð“ – „Getur orðið stærra og ofsalegra en 2010“
FréttirÞað getur orðið heitt, blautt og skýjað þegar íslenska eldfjallið Katla gýs á nýjan leik. Það eru 100 ár síðan síðast en á undanförnum árum hafa verið ýmis teikn á lofti um að hún gjósi brátt á nýjan leik. Nú lekur enn ein vísbendingin út úr Kötlu. Eitthvað á þessa leið er inngangur fréttar Danska Lesa meira