Þegar eldgosið hófst stóðu hjúkrunarfræðingarnir frammi fyrir erfiðustu ákvörðun lífsins
PressanÞegar eldgos hófst nýlega í eldfjallinu Nyiragongo í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó þurftu mörg þúsund manns að flýja heimili sín í Goma undan hraunstraumnum. Hjúkrunarfræðingar á sjúkrahúsi í borginni stóðu þá frammi fyrir erfiðustu ákvörðun lífs síns. Þeir þurftu að velja á milli að leggja á flótta til að bjarga lífi sínu eða verða eftir hjá konum, sem voru að fæða, og Lesa meira
Hugsanlegt að það líði að goslokum
FréttirAðfaranótt sunnudags breyttist eldgosið í Geldingadölum þannig að nú verða stutt hlé á því og dettur bæði gasstreymi og kvikustreymi þá niður. Síðan koma hrinur sem standa í allt að 15 mínútur. Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor emeritus, segir að þetta geti verið merki um að það líði að lokum gossins. Morgunblaðið skýrir frá þessu í Lesa meira
Ekki gera þessi mistök ef þú ferð að gosinu – „Ég þurfti að labba heim á tánum“
FókusFjölmargir landsmenn hafa rifið upp gamla gönguskó og skundað af stað yfir Geldingadali með kaffibúsa í annarri og myndavél í hinni. Fólk virðist vera mjög misvel útbúið og hafa björgunarsveitir og lögregla kappkostað að brýna fyrir fólki að fara vel út búið. Góðir skór sem styðja við ökklann, höfuðljós, vatnsheldur fatnaður og nesti eru meðal Lesa meira
Rannsókn á mengun frá gosinu í Holuhrauni – „Það er ekki hægt að útiloka að einhver hafi dáið“
FréttirNiðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að brennisteinssýra í andrúmsloftinu vegna eldgossins í Holuhrauni hafði ekki síður áhrif á öndunarfærasjúkdóma en brennisteinsdíoxíð. Um 20% fleiri leituðu á heilsugæslustöðvar vegna öndunarfærasjúkdóma og 20% meira var tekið út af lyfjum vegna þeirra. Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Hanne Krage Carlsen, doktor í lýðheilsufræðum við Gautaborgarháskóla, að niðurstöðurnar hafi komið á Lesa meira
Mikið öskufall á Saint Vincent – Aðstoð farin að berast til eyjunnar
PressanÁ föstudaginn hófst eldgos í eldfjallinu La Soufriére á eyjunni Saint Vincent í Karíbahafi. Eldfjallið hafði ekki gosið síðan 1979. Mikið öskufall fylgir gosinu og má segja að eyjan líkist nú vetrarríki því þykkt lag af ösku þekur hana. Að auki er sterk brennisteinsfýla í loftinu. Eldgosið er kraftmikið og sendir öskuský marga kílómetra upp í loftið. Hún fellur síðan Lesa meira
Páll segir framvindu eldgossins í Fagradalsfjalli verða sífellt flóknari
FréttirPáll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor emeritus, segir að framvinda eldgossins í Fagradalsfjalli verði sífellt flóknari. Hann segir að sprungurnar sem gýs á núna hafi eiginlega myndast samfara fyrsta gosinu og séu að hluta til á gömlum misgengjum. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Haft er eftir Páli að mælingar á hraunmassanum muni leiða í ljós Lesa meira
Ný sprunga á gossvæðinu
FréttirUm miðnætti opnaðist ný gossprunga á gossvæðinu á Reykjanesi. Hún er á milli Geldingadala og Meradala. Í tilkynningu frá almannavörnum kemur fram að talið sé að sprungan sé á sama stað og björgunarsveitarmenn sáu jarðsig á í gær eða um 420 metra norðaustan við upptakasvæðið í Geldingadölum. Jarðsigið var um 150 metrar að lengd og Lesa meira
Aukið hraunrennsli á gosstöðvunum
FréttirEftir að ný gosspruna opnaðist nærri gosstöðinni í Geldingadölum í gær jókst hraunrennslið og var í gær um 10 rúmmetrar á sekúndu en var áður sjö rúmmetrar á sekúndu. Til að reikna út meðalhraunrennslið er hraunið kortlagt og rúmmál þess á hverjum tíma reiknað út. Þetta kemur fram á vefsíðu Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Fréttablaðið hefur Lesa meira
Björgunarsveitir að störfum við gossvæðið – „Búumst við hinu versta“
FréttirBjörgunarsveitarmenn vöktuðu gosstöðvarnar í Geldingadal í gær og í gærkvöldi sem og gönguleiðirnar að þeim. Í gærkvöldi fjölgaði verkefnum þeirra töluvert og þurftu björgunarsveitarmenn að koma tugum manns til aðstoðar. Fleiri björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til aðstoðar í nótt og er verið að grennslast fyrir um fólk sem talið er að sé á svæðinu. Þetta Lesa meira
Almannavarnir skoða hvernig er hægt að bregðast við hugsanlegu hraunflæði á Reykjanesi
FréttirHjá almannavörnum er nú unnið að því að kortleggja viðbragð við hugsanlegu hraunflæði á Reykjanesi ef til goss kemur. Er horft til goss í Nátthaga en fleiri sviðsmyndir eru einnig teknar með í áætlanagerðina. Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Rögnvaldi Ólafssyni, deildarstjóra hjá almannavörnum, að gert sé ráð fyrir að nokkrir klukkutímar Lesa meira