fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024

eldgos

„Að líkja eldgosinu við sjúkling sem er enn með lífsmarki en er í öndunarvél, er samlíking sem gæti átt við,“ segir Þorvaldur

„Að líkja eldgosinu við sjúkling sem er enn með lífsmarki en er í öndunarvél, er samlíking sem gæti átt við,“ segir Þorvaldur

Fréttir
25.10.2021

Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur við Háskóla Íslands, telur að eldgosið á Reykjanesskaga sé nú á lokametrunum. Enn mælist lítils háttar gasútstreymi úr gígnum og hrauninu að hans sögn og sýni það að enn sé líf í gosinu en þó lítið. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Gosið hófst 19. mars en rólegt hefur verið yfir því síðustu vikur. Lesa meira

Ekki útilokað að gjósi við Öskju

Ekki útilokað að gjósi við Öskju

Fréttir
19.10.2021

Hjá Veðurstofunni er fylgst vel með þróun mála í Öskju. Landrisið heldur áfram og ekki er hægt að útiloka að til goss komi. Frá því í byrjun ágúst hefur land risið um fimmtán sentimetra og kvika er byrjuð að safnast fyrir grunnt í jarðskorpunni. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Frá því í byrjun ágúst Lesa meira

Mikill kraftur í gosinu á La Palma – Björg á stærð við þriggja hæða hús renna niður hlíðarnar

Mikill kraftur í gosinu á La Palma – Björg á stærð við þriggja hæða hús renna niður hlíðarnar

Pressan
11.10.2021

Mikill kraftur er í eldgosinu á La Palma og renna björg á stærð við þriggja hæða hús niður hlíðar eldfjallsins. 21 jarðskjálfti mældist á svæðinu í gær, sá sterkasti 3,8 stig og fannst hann vel í þorpunum Mazo, Fuencaliente og El Paso. Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að 1.240 gráðu heitt hraun renni nú í miklu magni niður hlíðar eldfjallsins og hafi Lesa meira

Fiskurinn hvarf frá La Palma mörgum vikum áður en eldgosið hófst

Fiskurinn hvarf frá La Palma mörgum vikum áður en eldgosið hófst

Pressan
04.10.2021

Sjómenn á La Palma segja að fiskurinn í sjónum við eyjuna hafi horfið nokkrum mánuðum áður en yfirstandandi eldgos hófst á eyjunni. Þeir telja að fiskurinn hafi fundið að eldfjallið væri að undirbúa gos. Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu og hefur eftir Frode Vikebø, hjá norsku hafrannsóknastofnuninni, að ekki sé ólíklegt að fiskurinn hafi fundið að eitthvað væri í uppsiglingu. Nicolás San Luis, Lesa meira

Vara við hættu á risaflóðbylgju vegna eldgossins á La Palma – „Líkurnar á risaflóðbylgju hafa aukist“

Vara við hættu á risaflóðbylgju vegna eldgossins á La Palma – „Líkurnar á risaflóðbylgju hafa aukist“

Pressan
23.09.2021

Eldgosið í Cumbre Vieja á La Palma á Kanaríeyjum vekur ákveðnar áhyggjur hjá sumum sérfræðingum. Þeir óttast að hluti af eldfjallinu hlaupi fram og út í sjó og komi af stað risaflóðbylgju sem gæti skollið á hlutum Bandaríkjanna og Evrópu og valdið miklu tjóni. Cumbre Vieja fór að gjósa á sunnudaginn eftir 50 ára hlé. Flytja hefur þurft mörg þúsund manns á brott Lesa meira

Þúsundir fluttar frá heimilum sínum á La Palma

Þúsundir fluttar frá heimilum sínum á La Palma

Pressan
20.09.2021

Að minnsta kosti 5.000 manns hafa verið fluttir frá heimilum sínum á La Palma, einni Kanaríeyja, eftir að eldfjallið Cumbre Vieja byrjaði að gjósa í gær. Spænsk yfirvöld skýrðu frá brottflutningnum seint í gærkvöldi. Yfirvöld telja að eldgosið geti orðið til þess að flytja þurfi allt að 10.000 manns frá heimilum sínum. Mikið hraun kemur nú frá eldfjallinu og mikill hraunstraumur er Lesa meira

Áhrifa gosmóðu gætir við lægri styrk en áhrifa gasmengunar

Áhrifa gosmóðu gætir við lægri styrk en áhrifa gasmengunar

Fréttir
16.08.2021

Margir eru eflaust farnir að kannast við gosmóðu enda hefur hún legið yfir Suður- og Vesturlandi síðustu daga. Ekki hefur mælst mikil gasmengun að sögn Þorsteins Jóhannssonar, sérfræðings hjá Umhverfisstofnun, en gasmengun er að mestu ósýnileg en það er gosmóða ekki. Það er því auðveldara að gæta sín á gosmóðunni. Morgunblaðið skýrir frá þessu í Lesa meira

Gígurinn segir ekki alla söguna um gosið

Gígurinn segir ekki alla söguna um gosið

Fréttir
06.07.2021

Breytingar hafa orðið á eldgosinu í Fagradalsfjalli og er sjónarspilið öðruvísi og kannski minna en áður í augum margra. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir að þrátt fyrir þessa breytingu sé virkni gossins sú sama og áður. Eldgosið haldi áfram undir yfirborðinu þrátt fyrir að glóandi hraun hætti að spúast upp. Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Lesa meira

Stærsta eldgos sögunnar gerði gat á ósonlagið og gerði næstum út af við mannkynið

Stærsta eldgos sögunnar gerði gat á ósonlagið og gerði næstum út af við mannkynið

Pressan
27.06.2021

Drunur sem heyrðust um nær alla Suðaustur-Asíu hafa líklega skotið forfeðrum okkar skelk í bringu fyrir um 74.000 árum. Þessar drunur komu frá eldfjallinu Toba á Súmötru þegar gos hófst þar og það ekkert smá gos. Svo mikil aska kom upp úr eldfjallinu að himininn varð svartur og sólargeislar náðu ekki til jarðar um langa hríð vegna öskunnar. Það hafði Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af