Birgir segir að Sólveig Anna hafi ekki svarað tölvupósti og aldrei hringt til baka
FréttirBirgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, harðlega í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Það vakti athygli í síðustu viku þegar Efling greip til aðgerða við veitingastaðinn Ítalíu við Frakkastíg. Voru ítrekuð og endurtekin brot veitingamannsins Elvars Ingimarssonar gegn starfsfólki sögð ástæðan. Birgir vísar í umfjöllun Morgunblaðsins þar sem haft var Lesa meira
Sólveig Anna segir frá skelfilegum aðstæðum starfsmanns Elvars
FréttirSólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir í nýrri Facebook-færslu frá tölvupósti sem hún fékk í morgun frá starfsmanni Elvars Ingimarssonar veitingamanns. Starfsmaðurinn lýsir þar m.a. óhóflega löngum vinnutíma á of lágum launum og því að hann þurfi nánast að grátbiðja Elvar um að fá launin sín greidd sem berist þó seint og illa. Athygli vakti Lesa meira
Sólveig segir Elvar ljúga – Skuldi skjólstæðingum Eflingar tvöfalt meira en hann viðurkennir
FréttirSólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir veitingamanninn Elvar Ingimarsson, sem á og rekur veitingahúsið Ítalíu og Geitina í Garðabæ, ljúga í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum fyrr í dag. Í yfirlýsingu segist Elvar skulda starfsfólki sínu um 2 milljónir króna en Sólveig Anna segir í færslu á Facebook-síðu sinni að það standist ekki skoðun. Sjá Lesa meira
„Afar þungbært að stéttarfélagið Efling kjósi að efna til mótmæla fyrir utan veitingastað okkar og persónugera þau með myndum af mér“
FréttirElvar Ingimarsson, eigandi veitingahússins Ítalíu og sportbarsins Geitarinnar í Garðabæ, segir afar þungbært að stéttarfélagið Efling hafi ákveðið að boða til mótmæla fyrir framan veitingastað hans í gærkvöldi og persónugera. „ Tilgangurinn er, að manni sýnist, að skaða reksturinn sem mest þannig að okkur sé ekki kleift að vinna að lausn þessara mála og gera Lesa meira
Sólveig Anna ómyrk í máli og hjólar í Elvar: „Hefur fyrir vana að ráða fólk í vinnu en greiða þeim ekki laun“
Fréttir„Skilaboð okkar til gesta veitingastaðarins Ítalíu og annara sem áttu leið hjá voru skýr: Með því að borða á veitingahúsinu Ítalíu er ýtt undir kjarasamningsbrot, launaþjófnað og misnotkun vinnuafls.“ Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í færslu á Facebook-síðu sinni. Efling stéttarfélag stóð í gærkvöldi fyrir aðgerðum við veitingahúsið Ítalíu á Frakkastíg. Tilefnið, samkvæmt tilkynningu Lesa meira
Segja sviðna jörð liggja eftir veitingamanninn Elvar – Mótmæla launaþjófnaði fyrir framan veitingahúsið Ítalíu
FréttirEfling stéttarfélag stendur í kvöld fyrir aðgerðum við veitingahúsið Ítalíu á Frakkastíg. Tilefnið, samkvæmt tilkynningu frá Eflingu, eru sögð ítrekuð og endurtekin brot veitingamannsins Elvars Ingimarssonar, eiganda og rekstraraðila Ítalíu, gegn starfsfólki veitingastaðarins. Segir í tilkynningunni að því fer fjarri að um sé að ræða einu brotin sem Elvar hefur gerst sekur um. Eftir hann Lesa meira
Efling vísara kjaradeilu félagsins við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu til ríkissáttasemjara
EyjanEfling stéttarfélag vísaði í dag kjaradeilu við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) til ríkissáttasemjara. Samkvæmt fréttatilkyningu hafa fulltrúar Eflingar t fimm samningafundi við SFV, frá því um mitt sumar, en án þess að nokkuð hafi þokast áfram í deilunni. Því sá samninganefnd Eflingar ekki annan kost í stöðunni á fundi sínum í gær heldur en Lesa meira
Freyr ráðinn upplýsingafulltrúi Eflingar
EyjanFreyr Rögnvaldsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Eflingar stéttarfélags en frá þessu er greint á vef verkalýðsfélagsins. Þar kemur fram að Freyr er stjórnmálafræðingur að mennt, frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Lundi. Hann hefur síðustu 17 ár unnið sem blaðamaður á ýmsum fjölmiðlum, meðal annars Heimildinni, Stundinni, DV, Eyjunni, Bændablaðinu og á 24 stundum. Freyr Lesa meira
Þorsteinn Pálsson skrifar: Gasið er að rjúka úr henni
EyjanFastir pennar„Við erum að eltast við vökvafræðilega eiginleika. Það er, að sjá hvernig sveigjanlegir eiginleikar kvikunnar breytast frá upptökum og út í jaðra. Því er svolítið stjórnað af gasinu, sem er í kvikunni. Gasið er að rjúka úr henni.“ Þetta er ekki greining Ólafs Þ. Harðarsonar prófessors á sveigjanlegum eiginleikum kvikunnar í stjórnarsamstarfi jaðarflokkanna á Alþingi. Lesa meira
Sólveig Anna segir þetta vera skömm á íslensku samfélagi
FréttirSólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gerir stöðu kvenna innan félagsins að umræðuefni í færslu á Facebook-síðu sinni sem hún birti fyrr í dag. Staða þeirra og annarra verkakvenna sé það slæm að það sé skömm á íslensku samfélagi. Sólveig vísar í tölur sem fengnar eru úr könnun sem Varða – Rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins lagði fyrir félagsfólk Lesa meira