Þróa tækni til að rækta brjósk fyrir hnéliði með 5,5 milljón evra styrk
Fókus10.01.2019
„Einstaklingsmiðuð læknismeðferð er það sem koma skal,“ segir Dr. Paolo Gargiulo, dósent við tækni- og verkfræðideild og forstöðumaður Taugalífeðlisfræðistofnunar Háskólans í Reykjavík. Hann er verkefnastjóri íslenska hluta rannsóknaverkefnisins RESTORE sem hlaut nú um áramótin 5,5 milljón evra styrk, jafngildi um 750 milljóna íslenskra króna, úr Horizon 2020-áætlun Evrópusambandsins segir í tilkynningu frá Háskólanum í Reykjavík. Lesa meira