Dóra Björt sakar Eyþór um blákaldar lygar – „Átt að skammast þín fyrir að koma svona fram“
EyjanDóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, sagði í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefði sagt ósatt um lánveitingu Samherja í tengslum við viðskipti hans í útgáfufélagi Morgunblaðsins, sem Stundin fjallaði um og sagði vera sýndaviðskipti: „Það sýnir sig að Eyþór hefur í raun sagt ósatt um þetta lán. Hann hefur beinlínis Lesa meira
Dóra Björt: „Þeir félagar Páll og Eyþór hafa enga afsökun fyrir þessa vitleysu“
EyjanSkólamáltíðir í Reykjavíkurborg er helsta þrætueplið í umræðunni í dag. Nú gagnrýna Píratarnir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður, og Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi, ummæli Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, um vinstri menn í borgarstjórn. Sagði hann að þeir ættu að huga að sjálfum sér og auka gæði fæðisins áður en rætt verði um að minnka Lesa meira
Sólveig Anna segir blaðamann slá met í firringu: „Þetta er náttúrlega eitthvað klikkað“
EyjanBlaðamaður Fréttablaðsins, Ari Brynjólfsson, segir í Fréttablaðinu í dag að Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar hafi hætt sér út á hálan ís með því að boða lögregluna á fund til sín vegna handtöku á konu í Gleðigöngunni um daginn fyrir meint mótmæli, en konan sagðist ekkert hafa til saka unnið. Ari segir að þar Lesa meira
Dóra Björt hætt sem forseti borgarstjórnar: „Hefur verið sönn rússíbanareið“
EyjanDóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og forseti borgarstjórnar, stýrði sínum síðasta fundi sem slíkur í gær. Nýr forseti borgarstjórnar verður Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, sem tekur við til eins árs, samkvæmt samkomulagi flokkanna við myndun meirihlutans í júní í fyrra. Dóra var yngsti borgarfulltrúinn sem gegnt hefur þessu embætti og minnist þess sem henni þótti Lesa meira
Dóra sakar Vigdísi um „Trumpíska“ hegðun – Vigdís segir Dóru færa „tuddalætin“ inn á Facebook
EyjanÞað er sjaldan lognmolla í Ráðhúsi Reykjavíkur þessa dagana og nú virðast „tuddalætin“ hafa færst inn á samfélagsmiðlana, svo vísað sé til orðfæris Vigdísar Hauksdóttur, oddvita Miðflokksins í Reykjavík. Lætin að þessu sinni snúast um lögmæti innviðagjalda Reykjavíkurborgar. Vigdís Hauksdóttir segir þau ólögleg, en Dóra Björt Guðjónsdóttir, Pírati og forseti borgarstjórnar, segir lögfræði vera „huglægt Lesa meira
Braggamálið: Borgarstjóri rannsakaði sjálfur eigin tölvupósta – Fann ekkert athugavert
EyjanDagur B. Eggertsson borgarstjóri, hefur svarað fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins í borgarráði um af hverju svör hans um rannsókn á tölvupóstum sínum um braggamálið voru á skjön við skýrslu innra eftirlits Reykjavíkurborgar, í viðtali við DV Sjónvarp. Dagur var spurður af DV sama dag og braggaskýrsla innri endurskoðunar kom út, hvort farið hefði verið yfir hans tölvupósta, Lesa meira
Lítt þekkt ættartengsl: Neytandinn og Píratinn
FókusNú standa yfir kosningar til formanns Neytendasamtakanna og einn af sigurstranglegri frambjóðendum er Guðjón Sigurbjartsson, viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri Samtaka um betri spítala. Guðjón hefur beitt sér fyrir því að afnema tolla af matvælum og að landbúnaðarkerfinu verði umbylt. Guðjón er faðir Dóru Bjartar, borgarfulltrúa Pírata. Dóra vann mikinn kosningasigur í sveitarstjórnarkosningunum í vor og náðu Lesa meira
Dóra kláraði prófin jafn vel og kosningarnar
Dóra Björt Guðjónsdóttir, nýkjörinn borgarfulltrúi Pírata, náði ekki aðeins góðum árangri í nýliðnum kosningum heldur stóð hún sig með prýði í háskólaprófunum í vor. „Á meðan kosningabaráttu og meirihlutaviðræðum stóð var ég að klára ritgerðaskil og próf í meistaranámi í alþjóðasamskiptum við HÍ. Var að fá síðustu einkunnina úr því og fékk 8,75 í meðaleinkunn. Lesa meira
Hvað segir systirin? „Við stöndum rosalega þétt við bakið á hvor annarri“
Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og stjórnmálafræðingur, er nýr borgarfulltrúi í Reykjavík eftir nýafstaðnar sveitarstjórnarkosningar. DV heyrði í systur Dóru, Gyðjunni Sigrúnu Lilju og spurði: Hvað segir stóra systir? „Dóra er ein réttsýnasta manneskja sem ég hef nokkurn tíma kynnst og sú heiðarlegasta. Hún stendur fram í fingurgóma með öllu því sem hún trúir á Lesa meira