fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024

Donald Trump

Liz Cheney tapaði í forvali Repúblikana – Trump gleðst

Liz Cheney tapaði í forvali Repúblikana – Trump gleðst

Eyjan
17.08.2022

Eins og spáð hafði verið tapaði Liz Cheney í forvali Repúblikanaflokksins í Wyoming í gær. Það liggur því ljóst fyrir að þingsetu hennar lýkur í haust en hún hefur setið í fulltrúadeild Bandaríkjaþings síðan 2017. Donald Trump, fyrrum forseti, hafði vonast til að Cheney myndi tapa en það hefur farið mjög illa í hann að hún hefur verið gagnrýnin á hann og embættisfærslur hans. Hún Lesa meira

Segir að Trump geti fengið 10 ára fangelsisdóm

Segir að Trump geti fengið 10 ára fangelsisdóm

Pressan
16.08.2022

„Við erum að tala um mjög alvarlegan glæp hér.“ Þetta sagði Lisa Rubin, sérfræðingur í lögum, í samtali við Insider um mál Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta, í kjölfar húsleitar alríkislögreglunnar FBI á heimili hans í Mar-a–Lago í síðustu viku. Hún sagði að út frá þeim upplýsingum, sem hafa komið fram um að FBI hafi leitað að leyniskjölum sem Trump er sagður hafa tekið með sér úr Hvíta Lesa meira

Nú hefur Trump þetta í höndum sínum – Hefur frest til klukkan 21

Nú hefur Trump þetta í höndum sínum – Hefur frest til klukkan 21

Fréttir
12.08.2022

Eins og fram hefur komið í fréttum gerði bandaríska alríkislögreglan FBI húsleit heima hjá Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta, í Mar-a-Lago á Palm Beach í Flórída á mánudaginn. Nýjustu fréttir herma að leitin hafi beinst að leynilegum skjölum um kjarnorkuvopn.  The Washington Post skýrir frá þessu.  Málið virðist ætla að hafa þær afleiðingar sem bandarískar leyniþjónustustofnanir Lesa meira

Segja að FBI hafi leitað að leynilegum skjölum um kjarnorkuvopn heima hjá Trump

Segja að FBI hafi leitað að leynilegum skjölum um kjarnorkuvopn heima hjá Trump

Fréttir
12.08.2022

Þegar liðsmenn bandarísku alríkislögreglunnar FBI gerðu húsleit heima hjá Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta, á Palm Beach á Flórída á mánudaginn voru þeir meðal annars að leita að leyniskjölum um kjarnorkuvopn. The Washington Post skýrir frá þessu. Blaðið hefur þetta eftir ónafngreindum heimildarmönnum sem þekkja vel til rannsóknarinnar. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort skjölin tengjast bandarískum kjarnorkuvopnum eða kjarnorkuvopnum annarra ríkja. Sérfræðingar sögðu í Lesa meira

Vopnaður maður reyndi að ryðjast inn á skrifstofur FBI í Ohio – Skotinn til bana

Vopnaður maður reyndi að ryðjast inn á skrifstofur FBI í Ohio – Skotinn til bana

Pressan
12.08.2022

Vopnaður maður, íklæddur skotheldu vesti, reyndi að ryðjast inn á skrifstofur bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, í Cincinnati í Ohio í gær. Maðurinn skaut úr naglabyssu og veifaði AR-15 árásarriffli áður en hann stakk af frá byggingunni í gærmorgun. Hann flúði 500 kílómetra leið til Clinton County. Þar fann lögreglan hann á kornakri. Hann neitaði að gefast upp og Lesa meira

Trump bregst við húsleitinni – Birtir dularfullt myndband – „. . . and the best is yet to come“

Trump bregst við húsleitinni – Birtir dularfullt myndband – „. . . and the best is yet to come“

Eyjan
10.08.2022

Fyrir nokkrum klukkustundum birti Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, myndband sem þykir ansi dularfullt og þó ekki. Birting myndbandsins er líklega hluti af viðbrögðum hans við húsleit FBI á heimili hans í Mar-a-Lago á mánudaginn. Orðrómar hafa lengi verið uppi um að Trump hyggist bjóða sig fram til forseta 2024. Hann hefur ekki gefið ákveðið svar um þetta en hefur nokkrum sinnum Lesa meira

Húsleit á heimil Donald Trump – „Árás af þessu tagi á sér aðeins stað í eyðilögðum þriðja heims ríkjum“

Húsleit á heimil Donald Trump – „Árás af þessu tagi á sér aðeins stað í eyðilögðum þriðja heims ríkjum“

Eyjan
09.08.2022

Bandaríska alríkislögreglan FBI gerði húsleit á heimili Donald Trump í Mar-a-Lago í Palm Beach í Flórída í gær. Trump skýrði sjálfur frá þessu á samfélagsmiðli sínum, Truth Social. Bandarískir fjölmiðlar segja að alríkislögreglumenn hafi gert húsleit á heimili Trump í gær og hafi hún farið fram í gærmorgun og hafi auk heimilis hans náð til einkaklúbbs hans. „Eftir að hafa starfað með viðeigandi yfirvöldum var þessi óvænta leit á Lesa meira

Trump sakaður um að hafa nýtt sér andlát fyrrum eiginkonu sinnar til að hagnast

Trump sakaður um að hafa nýtt sér andlát fyrrum eiginkonu sinnar til að hagnast

Pressan
03.08.2022

Donald Trump er umdeildur og laginn við að koma sér í fréttirnar með ummælum sínum og gjörðum. Nú hefur hann enn einu sinni ratað í fréttirnar vegna umdeildra mála og nú er það útför fyrrum eiginkonu hans, Ivana Trump, sem er tilefnið. Trump er sakaður um að hafa notfært sér útför hennar til að hagnast. Ástæðan er að hún var Lesa meira

Sniðganga Trump á gamla heimavellinum hans

Sniðganga Trump á gamla heimavellinum hans

Eyjan
02.08.2022

Það færist sífellt í vöxt að Fox News, hinn gamli heimavöllur Donald Trump fyrrum Bandaríkjaforseta, sniðgangi hann og aðrir Repúblikanar fá þá athygli sem Trump fékk áður. Sjónvarpsstöðin var áður heimavöllur Trump en nú hefur hún ekki tekið viðtal við hann í rúmlega 100 daga. New York Times skýrir frá þessu. Blaðið segir að nú fái aðrir Repúblikanar þá athygli sem Trump fékk áður. Það er Rupert Murdoch sem á Fox News. Lesa meira

Trump í Washington í gær – Endurtók lygar sínar um forsetakosningarnar

Trump í Washington í gær – Endurtók lygar sínar um forsetakosningarnar

Eyjan
27.07.2022

Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, flutti ræðu á ráðstefnu hugveitunnar America First Policy Institute í Washington D.C. í gær. Þetta var í fyrsta sinn, síðan hann lét af embætti forseta, sem hann kom til höfuðborgarinnar. Í ræðu sinni gaf Trump í skyn að hann hyggist bjóða sig fram til forseta 2024. Eins og svo oft áður ræddi hann um forsetakosningarnar 2020, sem hann tapaði fyrir Joe Biden, og Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af