Segja að Trump hafi reynt að fá British Open flutt á golfvöll í sinni eigu
PressanBandaríska dagblaðið The New York Times segir að Donald Trump hafi sett sig í samband við Robert Wood Johnson, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum og beðið hann um greiða. Greiðinn snerist um að Trump vildi fá British Open golfmótið flutt á Trump Turnberry golfvöllinn í Skotlandi. Fleiri bandarískir fjölmiðlar hafa fengið upplýsingarnar staðfestar Lesa meira
Twitter fjarlægir mörg þúsund samsæriskenningaaðganga stuðningsmanna Trump
PressanTwitter hefur eytt rúmlega 7.000 aðgöngum sem tengjast hinni svokölluðu Qanon-hreyfingu eða samsæriskenningu. Forsvarsmenn Twitter segja þetta gert til að takmarka útbreiðslu samsæriskenninga. QAnon samsæriskenningin, sem margir stuðningsmanna Donald Trump aðhyllast, gengur út á, án nokkurra trúverðugra sannana, að Bandaríkjunum hafi áratugum saman verið stýrt af samtökum sem er lýst sem alþjóðlegri elítu djöfladýrkenda. Í Lesa meira
Joe Biden segir Donald Trump vera rasista
PressanJoe Biden, sem mun etja kappi við Donald Trump um forsetaembættið í Bandaríkjunum í haust, segir að Trump sé rasisti sem láti húðlit fólks ráða hvernig hann kemur fram við það. Biden segir að Trump sé fyrsti rasistinn sem gegnir forsetaembættinu. Biden lét þessi orð falla á fundi með félögum í verkalýðshreyfingum á miðvikudaginn. Þar Lesa meira
Þess vegna geta Bandaríkjamenn ekki tekist á við kórónuveirufaraldurinn saman
PressanUm fjórar milljónir Bandaríkjamanna hafa nú greinst með kórónuveiruna, sem veldur COVID-19, tala látinna hækkar dag frá degi og daglega eru slegin met hvað varðar fjölda nýrra smita. En af hverju gengur þessu stóra og ríka landi svona illa að takast á við heimsfaraldurinn? Af hverju er svona erfitt fyrir þjóðina að sameinast um aðgerðir Lesa meira
Trump verður „svældur“ út úr Hvíta húsinu ef hann tapar kosningunum
PressanDonald Trump, Bandaríkjaforseti, var í viðtali á Fox News sjónvarpsstöðinni á sunnudaginn. Þar var hann meðal annars spurður hvort svo gæti farið að hann muni ekki „fallast á úrslit“ forsetakosninganna. Hann svaraði þessu ekki beint en sagði: „Nei, ég verð að sjá úrslitin. Sjáðu til – ég verð að sjá þau. Nei, ég ætla ekki Lesa meira
Trump-fjölskyldan sökuð um að misnota forsetaembættið – Auglýsa dósamat
PressanForseti Bandaríkjanna að auglýsa dósamat, er það viðeigandi og í samræmi við hefðir og reglur? Þessu velta sumir fyrir sér eftir að Donald Trump birti mynd á Twitter þar sem hann sést með dósamat frá Goya Foods fyrir framan sig á skrifborði sínu í Hvíta húsinu. Dóttir hans, Ivanka Trump, hefur einnig birt mynd á Lesa meira
Hræðileg ákvörðun að loka skólum segir Trump
PressanDonald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði í samtali við CBS News aðfaranótt miðvikudags að það væri hræðileg ákvörðun að loka skólum í Kaliforníu í nýrri bylgju kórónuveirunnar. Þar hefur kórónuveiran blossað upp á nýjan leik og hafa skólayfirvöld í San Diego og Los Angeles ákveðið að nemendur fái fjarkennslu á meðan þessi nýja bylgja gengur yfir. Skólar áttu að taka til starfa í ágúst eftir sumarfrí Lesa meira
Ósáttir repúblikanar sækja að Trump – „Móðir Rússland þakkar félaga Donald Trump“
PressanHópar Repúblikana, sem eru ósáttir við framgöngu Donald Trump, forseta, sækja nú að honum og auglýsa grimmt. Í auglýsingunum er skotið fast á Trump og kjósendur hvattir til að styðja hann ekki í forsetakosningunum í nóvember. „Móðir Rússland þakkar félaga Donald Trump fyrir gott starf fyrstu fjögur árin og mælir með endurkjöri hans.“ Eitthvað á Lesa meira
Mueller rýfur þögnina – „Ráðgjafi Trump verður áfram dæmdur glæpamaður og það er við hæfi“
PressanDonald Trump, Bandaríkjaforseti, felldi í síðustu viku niður refsingu fyrrum ráðgjafa síns og vinar, Roger Stone, sem hafði verið dæmdur í 40 mánaða fangelsi. Margir hafa gagnrýnt þetta og segja þetta ekkert annað en helbera spillingu og misnotkun valds. Þar á meðal er Mitt Romney öldungardeildarþingmaður repúblikana frá Utah. Á sunnudaginn urðu þau tíðindi að Lesa meira
Varpar fram sprengjum um Trump í nýrri bók – Vanræktur í æsku og varð hættulegasti maður heims
PressanEftir tæpa viku kemur ný bók um Donald Trump út. Hún er eftir bróðurdóttur hans, sálfræðinginn Mary Trump. Bókin, sem heitir „Too Much and Never Enough“ er 240 síður og trónir nú þegar á toppi metsölulista netverslunar Amazon þrátt fyrir að hún sé ekki komin út. Bókin er 240 síður og í henni segir Mary Lesa meira