Þess vegna er Donald Trump hræddur við Kamala Harris
Pressan„Ósiðleg, óforskömmuð, ógeðsleg og óeðlileg.“ Þetta eru bara fjögur af þeim orðum sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur notað til að lýsa Kamala Harris, varaforsetaefni Joe Biden. Margir bandarískir stjórnmálaskýrendur segja að það sé aðeins hægt að túlka orð Trump á einn veg. „Donald Trump er skíthræddur við Kamala Harris.“ Sagði Nicolle Wallace þáttastjórnandi hjá MSNBC á miðvikudaginn og bætti við: „Af 11 konum, sem komu til greina sem varaforsetaefni, er Lesa meira
Erkibiskup handtekinn – Seldi „kraftaverkakúr“ gegn kórónuveirunni
PressanKraftaverkakúr Bandaríkjamannsins Mark Grenon, sem er sjálfútnefndur erkibiskup, hefur kostað sjö manneskjur lífið. Grenon og sonur hans, Joseph, voru nýlega handteknir í Kólumbíu en Grenon hafði að undanförnu verið á flótta með syninum. Þeir voru eftirlýstir af bandarískum yfirvöldum vegna gruns um að þeir hefðu selt klór sem „kraftaverkakúr“ gegn kórónuveirunni. Grenon er sjálfútnefndur erkibiskup í eigin kirkju í Flórída að sögn Lesa meira
John Bolton segir að NATO kunni að líða undir lok ef Trump verður endurkjörinn
PressanJohn Bolton, fyrrum þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, telur að NATO geti liðið undir lok ef Donald Trump verður endurkjörinn forseti Bandaríkjanna. Þetta sagði Bolton í samtali við þýsku fréttastofuna dpa. „Ég tel að hægt sé að bæta það tjón sem Trump hefur valdið í Bandaríkjunum og á alþjóðavettvangi ef forsetinn tapar í kosningunum.“ En ef Trump sigrar verður erfitt að bæta tjónið að mati Bolton: „Ég held að tilvera NATO sé undir þrýstingi ef Trump fær Lesa meira
Trump segir það góða hugmynd að andliti hans verði bætt við Mount Rushmore
PressanDonald Trump, Bandaríkjaforseti, segir það góða hugmynd að andlit hans verði höggvið út í Mount Rushmore við hlið þekktustu forseta landsins. Trump segir það hins vegar vera „fake news“ að þetta standi til. New York Times segir að embættismaður hafi komið að máli við Kristi Noem, ríkisstjóra Suður-Dakóta, á síðasta ári til að kanna hver hin „opinbera leið“ væri til að hægt Lesa meira
Trump – „Engum líkar við mig“
PressanÞað er hugsanlegt að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafi litið aðeins inn á við nýlega eftir að skoðanakannanir fóru að sýna að mjög margir samlandar hans eru mjög ósáttir við hvernig hann og ríkisstjórn hans hafa tekið á heimsfaraldri kórónuveirunnar. Trump er þó ekki þeirrar skoðunar að hann hafi gert neitt rangt því að hans mati Lesa meira
Getur bóluefni bjargað Trump frá ósigri í forsetakosningunum?
PressanNú eru um þrír mánuðir þar til forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum. Donald Trump, sitjandi forseti, stendur illa að vígi ef marka má skoðanakannanir. Hann reynir nú að bjarga málunum til að tryggja sér endurkjör og veðjar nú á að bóluefni gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, geti bjargað honum og tryggt honum fjögur ár til viðbótar í Lesa meira
Biden veitist að Trump – „Hann verður að hætta að tala um klikkuðu konuna“
PressanFyrr í vikunni sagði Donald Trump, Bandaríkjaforseti, að hin umdeilda Stella Immanuel væri „mikilvæg rödd“. Þetta er Joe Biden, sem keppir við Trump um forsetaembættið, ekki sáttur við. Immanuel staðhæfir að henni hafi tekist vel að meðhöndla COVID-19 sjúklinga með malaríulyfinu hydroksyklorokin sem Trump hefur sagt að komi í veg fyrir COVID-19 smit. Þessu eru sérfræðingar ósammála og benda á að ekkert styðji Lesa meira
Trump vill fresta forsetakosningunum – „Mission impossible“
PressanDonald Trump, Bandaríkjaforseti, viðraði þá hugmynd á Twitter fyrr í dag að forsetakosningunum, sem eiga að fara fram 3. nóvember næstkomandi verði frestað. Hann færir þau rök fyrir þessu að það bjóði hættunni heim á kosningasvindli ef fólk fær að kjósa bréfleiðis vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. „Frestum kosningunum til að fólk geti kosið almennilega, örugglega og áreiðanlega???“ With Universal Lesa meira
Mæður í „hvítustu borg Bandaríkjanna“ snúast gegn Trump – „Ég er mjög ósátt við aðgerðir þínar“
PressanDonald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur gripið til þess ráðs að senda alríkslögreglumenn til borga þar sem honum finnst yfirvöld ekki hafa tekið á mótmælendum af nægilega mikilli festu. Þessar borgir eiga það sameiginlegt að þar eru Demókratar við völd. Með þessu er Trump að reyna að afla sér stuðnings kjósenda fyrir forsetakosningarnar í nóvember með því að vera forseti Lesa meira
99 dagar til forsetakosninga í Bandaríkjunum – Flókin staða
PressanÍ dag eru 99 dagar þar til forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum. Þeir Donald Trump, sitjandi forseti, og Joe Biden, fyrrum varaforseti, munu takast á um embættið. Skoðanakannanir sýna að Biden nýtur mun meiri stuðnings þessa dagana en Trump en það er allt of snemmt að afskrifa Trump. Enn er langt til kosningar og margt getur gerst sem getur haft áhrif á niðurstöðuna. Bandaríska þjóðin Lesa meira