fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024

Donald Trump

Eignir Trump hafa rýrnað um 300 milljónir dollara á einu ári

Eignir Trump hafa rýrnað um 300 milljónir dollara á einu ári

Pressan
18.08.2020

Það er á brattann að sækja hjá Donald Trump, Bandaríkjaforseta, í stjórnmálunum þessa dagana og það gengur líka illa í viðskiptalífinu. Samkvæmt Bloomberg Billionaires Index hafa eignir forsetans rýrnað um 300 milljónir dollara síðasta árið. Þær nema nú 2,7 milljörðum dollara. Það er verðlækkun á fasteignum Trump sem hefur valdið þessari lækkun. Hún hófst með lækkun á verðmæti skrifstofubygginga Trump-samsteypunnar og heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur Lesa meira

Með 125 milljónum andlitsgríma vill Trump senda börn aftur í skóla

Með 125 milljónum andlitsgríma vill Trump senda börn aftur í skóla

Pressan
16.08.2020

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, bætir nú enn í tilraunir sínar til að koma bandarískum börnum aftur á skólabekk. Ríkisstjórn hans hyggst gefa skólum landsins 125 milljónir margnota andlitsgrímur. Þetta er ein átta aðgerða ríkisstjórnarinnar til að auðvelda skólum að hefja kennslu á nýjan leik. Skólar um allt land hafa verið lokaðir vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.  Á fréttamannafundi Lesa meira

Bróðir Donald Trump lést í gær

Bróðir Donald Trump lést í gær

Pressan
16.08.2020

Robert Trump, yngri bróðir Donald Trump Bandaríkjaforseta, lést í gær 72 ára að aldri. Forsetinn skýrði frá þessu í tilkynningu í gærkvöldi. Forsetinn heimsótti bróður sinn á Presbyterian sjúkrahúsið í New York á föstudaginn. Við komuna á sjúkrahúsið var Trump með andlitsgrímu og stoppaði í um 45 mínútur hjá bróður sínum. Því næst hélt hann til Bedminster í New Jersey þar sem hann hélt fréttamannafund. Ekki hefur verið skýrt Lesa meira

Gagnrýnir Trump fyrir „viðbjóðslega lygi“

Gagnrýnir Trump fyrir „viðbjóðslega lygi“

Pressan
15.08.2020

Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, gagnrýndi í gær það sem hann sagði „viðbjóðslega lygi“ Donald Trump um Kamala Harris, varaforsetaefni Biden. Málið snýst um að á fréttamannafundi á fimmtudaginn ræddi Trump um samsæriskenningu um að Harris sé ekki kjörgeng. „Ég heyrði í dag að hún uppfylli ekki kröfurnar.“ Sagði Trump á fréttamannafundi og vísaði þar til greinar eftir íhaldssaman lagaprófessor sem heldur því fram að Harris sé ekki kjörgeng Lesa meira

Þess vegna er Donald Trump hræddur við Kamala Harris

Þess vegna er Donald Trump hræddur við Kamala Harris

Pressan
14.08.2020

„Ósiðleg, óforskömmuð, ógeðsleg og óeðlileg.“ Þetta eru bara fjögur af þeim orðum sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur notað til að lýsa Kamala Harris, varaforsetaefni Joe Biden. Margir bandarískir stjórnmálaskýrendur segja að það sé aðeins hægt að túlka orð Trump á einn veg. „Donald Trump er skíthræddur við Kamala Harris.“ Sagði Nicolle Wallace þáttastjórnandi hjá MSNBC á miðvikudaginn og bætti við: „Af 11 konum, sem komu til greina sem varaforsetaefni, er Lesa meira

Erkibiskup handtekinn – Seldi „kraftaverkakúr“ gegn kórónuveirunni

Erkibiskup handtekinn – Seldi „kraftaverkakúr“ gegn kórónuveirunni

Pressan
14.08.2020

Kraftaverkakúr Bandaríkjamannsins Mark Grenon, sem er sjálfútnefndur erkibiskup, hefur kostað sjö manneskjur lífið. Grenon og sonur hans, Joseph, voru nýlega handteknir í Kólumbíu en Grenon hafði að undanförnu verið á flótta með syninum. Þeir voru eftirlýstir af bandarískum yfirvöldum vegna gruns um að þeir hefðu selt klór sem „kraftaverkakúr“ gegn kórónuveirunni. Grenon er sjálfútnefndur erkibiskup í eigin kirkju í Flórída að sögn Lesa meira

John Bolton segir að NATO kunni að líða undir lok ef Trump verður endurkjörinn

John Bolton segir að NATO kunni að líða undir lok ef Trump verður endurkjörinn

Pressan
12.08.2020

John Bolton, fyrrum þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, telur að NATO geti liðið undir lok ef Donald Trump verður endurkjörinn forseti Bandaríkjanna. Þetta sagði Bolton í samtali við þýsku fréttastofuna dpa. „Ég tel að hægt sé að bæta það tjón sem Trump hefur valdið í Bandaríkjunum og á alþjóðavettvangi ef forsetinn tapar í kosningunum.“ En ef Trump sigrar verður erfitt að bæta tjónið að mati Bolton: „Ég held að tilvera NATO sé undir þrýstingi ef Trump fær Lesa meira

Trump segir það góða hugmynd að andliti hans verði bætt við Mount Rushmore

Trump segir það góða hugmynd að andliti hans verði bætt við Mount Rushmore

Pressan
10.08.2020

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir það góða hugmynd að andlit hans verði höggvið út í Mount Rushmore við hlið þekktustu forseta landsins. Trump segir það hins vegar vera „fake news“ að þetta standi til. New York Times segir að embættismaður hafi komið að máli við Kristi Noem, ríkisstjóra Suður-Dakóta, á síðasta ári til að kanna hver hin „opinbera leið“ væri til að hægt Lesa meira

Trump – „Engum líkar við mig“

Trump – „Engum líkar við mig“

Pressan
04.08.2020

Það er hugsanlegt að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafi litið aðeins inn á við nýlega eftir að skoðanakannanir fóru að sýna að mjög margir samlandar hans eru mjög ósáttir við hvernig hann og ríkisstjórn hans hafa tekið á heimsfaraldri kórónuveirunnar. Trump er þó ekki þeirrar skoðunar að hann hafi gert neitt rangt því að hans mati Lesa meira

Getur bóluefni bjargað Trump frá ósigri í forsetakosningunum?

Getur bóluefni bjargað Trump frá ósigri í forsetakosningunum?

Pressan
31.07.2020

Nú eru um þrír mánuðir þar til forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum. Donald Trump, sitjandi forseti, stendur illa að vígi ef marka má skoðanakannanir. Hann reynir nú að bjarga málunum til að tryggja sér endurkjör og veðjar nú á að bóluefni gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, geti bjargað honum og tryggt honum fjögur ár til viðbótar í Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af