Nýjar og ótrúlegar samsæriskenningar um COVID-19 veikindi Trump
PressanÞað hefur varla farið fram hjá neinum að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, greindist með COVID-19 í síðustu viku. Veikindi hans og viðbrögð hans við þeim hafa nú orðið uppspretta ótal samsæriskenninga meðal stuðningsmanna hans. Þeir telja að veikindin hafi verið upphafið að fjöldahandtökum og lokauppgjöri Trump við leynilega valdaklíku sem stjórnar heiminum. Segja þeir að Rauður október sé í uppsiglingu Lesa meira
Fauci segir að enn geti farið illa fyrir Trump
PressanDonald Trump var útskrifaður af sjúkrahúsi í gær eftir þriggja daga dvöl vegna COVID-19 smits. Hann mun áfram fá aðhlynningu í Hvíta húsinu og vera undir eftirliti lækna allan sólarhringinn. Anthony Fauci, einn helsti ráðgjafi forsetans um smitsjúkdóma, segir að enn geti farið illa og ástand Trump geti versnað. Trump var fljótur að taka andlitsgrímuna af Lesa meira
Margir Repúblikanar telja að flokkurinn muni gjalda fyrir „heimskulega“ nálgun á COVID-19
PressanÞað var mörgum Repúblikönum mikið áfall að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, skyldi greinast með COVID-19 fyrir helgi. Óhætt er að segja að þetta hafi verið eins og jarðskjálfti fyrir flokkinn. Síðan fylgdu eftirskjálftarnir þegar fleiri Repúblikanar, úr fremstu röð flokksins, fóru að greinast með veiruna, þar á meðal þingmenn, kosningastjóri Trump og annað áhrifafólk innan flokksins. Í umfjöllun Washington Post er bent á að Lesa meira
Afgerandi forskot Biden í nýrri skoðanakönnun
EyjanJoe Biden hefur vind í seglin þessa dagana miðað við niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar um fylgi forsetaframbjóðendanna. Samkvæmt könnuninni hyggjast 51% kjósenda kjósa Biden en 41% Donald Trump, sitjandi forseta. Könnunin var gerð af Ipsos fyrir Reuters og sýna niðurstöðurnar mesta forskot Biden á Trump í heilan mánuð. Könnunin var gerð 2. og 3. október, það er að segja eftir að kjósendur fengu vitneskju Lesa meira
Segja að Baba Vanga hafi spáð fyrir um veikindi Trump – Missir heyrn og fær heilaæxli að hennar sögn
PressanAðdáendur búlgörsku spákonunnar Baba Vanga, sem er einnig þekkt sem Nostradamus Balkanskagans“ segja að hún hafi spáð fyrir um „dularfull veikindi“ Bandaríkjaforseta árið 2020. Segja þeir að samkvæmt spádómi hennar þá muni Trump missa heyrnina og fá heilaæxli af völdum COVID-19. Meðal fyrri spádóma hennar, sem aðdáendur hennar telja að hafi ræst, eru flóðbylgjan mikla í Indlandshafi á annan dag jóla 2004 Lesa meira
Hörð gagnrýni á bíltúr Donald Trump í gær – „Ábyrgðarleysið er ótrúlegt“
PressanDonald Trump, Bandaríkjaforseti, dvelur nú á Walter Reed sjúkrahúsinu í Maryland eftir að hann var fluttur þangað á föstudaginn en vegna COVID-19 smits. Forsetinn ákvað að koma stuðningsmönnum sínum, sem hafa margir safnast saman við sjúkrahúsið, á óvart í gær og fara í bíltúr út fyrir sjúkrahúslóðina til að veifa stuðningsmönnunum og sýna sig. En mörgum þykir þetta hafa verið mjög Lesa meira
Donald Trump í sóttkví – Grunur um kórónuveirusmit
PressanDonald Trump, Bandaríkjaforseti, er að eiginn frumkvæði kominn í sóttkví eftir að náinn aðstoðarmaður hans greindist með COVID-19. Forsetinn og eiginkona hans, Melania, bíða nú eftir niðurstöðu sýnatöku. Sky News skýrir frá þessu. Ástæðan fyrir sóttkví forsetahjónanna er að einn helsti og nánasti ráðgjafi Trump, Hope Hicks, greindist með smit í gær. Hún ferðaðist með Trump á kosningafund á miðvikudaginn. Trump skrifaði á Twitter að Hope, Lesa meira
Grunar að Trump hafi farið á svig við lög og hafi stundað kerfisbundin skattsvik
PressanMarga bandaríska skattasérfræðinga grunar að Donald Trump, forseti, hafi komið upp kerfi til að stunda skattsvik. Þessi skattsvik gangi út á að notfæra sér ýmsa frádráttarliði og að Trump-fjölskyldan hafi tekið þátt í þessu. Þessi grunur vaknaði eftir afhjúpanir New York Times á skattamálum forsetans. NPR útvarpsstöðin skýrir frá þessu. Fram kemur að 2017 hafi Trump greitt 740.000 dollara fyrir ráðgjöf í tengslum við hótelkaup. Lesa meira
Chris Wallace tjáir sig um kappræður Biden og Trump – „Örvænting“
PressanBandaríski sjónvarpsmaðurinn Chris Wallace var ekki í öfundsverðu hlutverki á þriðjudaginn þegar hann stýrði kappræðum Donald Trump og Joe Biden í beinni sjónvarpsútsendingu. Það er óhætt að segja að honum hafi ekki tekist vel upp því kappræðurnar voru að stórum hluta stjórnlausar og er óhætt að segja að Donald Trump hafi farið sínu fram. Hann greip til dæmis 73 sinnum fram í fyrir Biden og virti allar Lesa meira
Meirhluti Íslendinga styður Biden – Kjósendur Miðflokksins helstu stuðningsmenn Trump
EyjanTæplega 8% íslenskra kjósenda myndu kjóst Donald Trump, Bandaríkjaforseta, ef þeir gætu kosið í forsetakosningunum í byrjun nóvember. Tæplega 82% myndu kjósa Joe Biden. 8% segjast ekki vita hvað þeir myndu kjósa og tæplega 3% vildu ekki svara. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Zenter rannsóknir gerði fyrir Fréttablaðið 23. til 28. september. Fréttablaðið Lesa meira