Trump fer mikinn en Biden er rólegur á lokaspretti kosningabaráttunnar
PressanÞað styttist óðum í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og síðari sjónvarpskappræður þeirra Donald Trump og Joe Biden, sem takast á um embættið, en þær fara fram í nótt að íslenskum tíma. Óhætt er að segja að Trump og Biden hafist ólíkt að þessa síðustu daga. Trump fer mikinn í kosningabaráttu sinni en Biden tekur því rólega. Lesa meira
Sakar Rússa og Írani um íhlutun í forsetakosningarnar
EyjanFyrir fjórum árum taldi bandaríska alríkislögreglan FBI að Rússar hefðu haft afskipti af forsetakosningunum þar sem Donald Trump og Hillary Clinton tókust á um forsetaembættið. Nú telja leyniþjónustustofnanir að bæði Rússar og Íranir hafi blandað sér í kosningarnar og reyni að hafa áhrif á niðurstöðu þeirra. John Ratcliffe, forstjóri leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna (National Intelligence), sagði þetta á fréttamannafundi í Washington í gærkvöldi. Hann sagði að Rússar og Lesa meira
Trump sagði Anthony Fauci vera „stórslys“
PressanAnthony Fauci er fremsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna og mjög virtur á sínu sviði. Donald Trump, forseti, er þó allt annað en ánægður með hann enda hefur Fauci verið erfiður í taumi og hefur ekki viljað segja það sem Trump hefur viljað heyra og hefur haldið sig við staðreyndir og vísindi. Trump ræddi við nokkra starfsmenn kosningaframboðs síns í síma og hlustuðu nokkrir blaðamenn á Lesa meira
Flóðbylgja bréfatkvæða og flóknar og mismunandi reglur í bandarísku forsetakosningunum
EyjanHeimsfaraldur kórónuveirunnar og áhyggjur margra af löngum biðröðum á kjörstöðum þegar forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fara fram þann 3. nóvember valda því að milljónir kjósenda velja að kjósa heima núna og senda atkvæðaseðla sína í pósti. Þetta á sérstaklega við um stuðningsfólk Demókrata. Það er auðvitað jákvætt að fólk nýti kosningarétt sinn en þessi mikli fjöldi Lesa meira
Reikna með að minnst ein milljón utankjörstaðaratkvæði verði úrskurðuð ógild
PressanMiklu fleiri Bandaríkjamenn munu kjósa utan kjörfundar, bréfleiðis, í kosningunum þann 3. nóvember en að jafnaði í forsetakosningum þar í landi. Ástæðan er heimsfaraldur kórónuveirunnar. Donald Trump, forseti, hefur lýst yfir efasemdum um slíkar atkvæðagreiðslur og segir þær ávísun á kosningasvindl en hefur ekki sett fram neinar sannanir til stuðnings þessum ummælum. Kjörstjórnir vísa þessu á bug Lesa meira
Trump kyndir undir ótrúlegri samsæriskenningu um Barack Obama
PressanEnn einu sinni hefur Donald Trump, Bandaríkjaforseta, tekist að reita marga til reiði en eflaust gleðjast aðrir af sama tilefni. Ástæðan er að á miðvikudaginn endurtísti hann nýrri samsæriskenningu um Barack Obama, sem var forseti á undan honum. Það var Trump sem stóð á bak við mikla herferð gegn Obama frá 2008 til 2015 en þá hélt hann því fram að Obama hefði ekki Lesa meira
Trump biður úthverfakonur að styðja sig
EyjanÍ forsetakosningunum 2016 sigraði Donald Trump í Pennsylvania en mjótt var á munum milli hans og Hillary Clinton eða 0,7 prósentustig. Nú reynir Trump að fá „úthverfakonur“ í ríkinu til að styðja sig í kosningunum að þessu sinni. Trump á á brattann að sækja í ríkinu og „úthverfakonurnar“ eru mikilvægur kjósendahópur sem gæti ráðið úrslitum. Lesa meira
Trump segir að COVID-19 smitið hafi verið „blessun frá guði“
PressanDonald Trump, Bandaríkjaforseti, er snúinn aftur til starfa í Hvíta húsinu eftir innlögn á Walter Reed hersjúkrahúsið fyrir helgi eftir að hann greindist með COVID-19. Trump birti myndband í gær af sér sem á að sýna að hann sé mættur aftur til starfa á nýjan leik. Í myndbandinu segir hann að smitið hafi verið „blessun frá guði“ því hann hafi lært Lesa meira
Enn fjölgar COVID-19 smitum í Hvíta húsinu
PressanÍ gær var staðfest að Stephen Miller, einn nánasti ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, er smitaður af kórónuveirunni sem veldur COVID-19. Miller skýrði sjálfur frá þessu. Hann bætist þar með í hóp fjölmargra starfsmanna Hvíta hússins sem hafa greinst með veiruna. Margir af nánustu samstarfsmönnum forsetans hafa greinst með veiruna en Trump greindist sjálfur með hana í síðustu viku. „Síðustu fimm daga var ég í Lesa meira
Fjórar vikur í kosningar og allt bendir til að Trump og Repúblikanar tapi
PressanNú eru tæpar fjórar vikur í að Bandaríkjamenn gangi að kjörborðinu og kjósi forseta til næstu fjögurra ára. Þeir kjósa einnig um þriðjung sæta í öldungadeildinni og öll þingsætin í fulltrúadeildinni. Miðað við skoðanakannanir þá hafa Repúblikanar fulla ástæðu til að hafa áhyggjur því allt stefnir í að þeir tapi forsetaembættinu og meirihlutanum í öldungadeildinni Lesa meira