fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025

Donald Trump

Endurtalningu er lokið í Georgíu – Úrslitin standa

Endurtalningu er lokið í Georgíu – Úrslitin standa

Pressan
20.11.2020

Endurtalningu atkvæða, sem voru greidd í forsetakosningunum, er lokið í Georgíu. Þar var ákveðið að telja öll atkvæðin aftur og nú í höndum vegna þess hversu litlu munaði á þeim Donald Trump og Joe Biden sem tókust á um forsetaembættið. Niðurstöður fyrri talningar standa óbreytt, Joe Biden sigraði í ríkinu. Gabriel Sterling, yfirmaður kjörstjórnar ríkisins, tilkynnti þetta seint í gærkvöldi. Um 5 milljónir atkvæða Lesa meira

Fundu áður ótalin atkvæði í Georgíu

Fundu áður ótalin atkvæði í Georgíu

Pressan
18.11.2020

Í tengslum við endurtalningu atkvæða í öllum 159 kjördæmum Georgíuríkis fundust rúmlega 2.700 áður ótalin atkvæði í gær. Atkvæðin eru öll úr sömu sýslunni, Floyd County. Innanríkisráðuneyti ríkisins skýrði frá þessu í gær. Samkvæmt frétt AP þá voru atkvæðin á minniskorti sem hafði ekki verið tekið með í fyrstu talningunni. Á minniskortinu voru 2.755 atkvæði og hafa Lesa meira

Sérstöku sambandi Trump og Twitter lýkur í janúar

Sérstöku sambandi Trump og Twitter lýkur í janúar

Pressan
18.11.2020

Áður en Donald Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna og í forsetatíð sinni hefur hann verið iðinn við að nota Twitter til að koma skoðunum sínum, samsæriskenningum og ósannindum á framfæri. Segja má að samband Trump og Twitter hafi verið náið og mikið allt þar til nýlega þegar samfélagsmiðillinn fór að herða tökin varðandi færslur Trump og merkja sumar þeirra sem hugsanlegar rangfærslu. Trump hefur verið ósáttur við þetta Lesa meira

Hvað tekur við hjá Trump? Fangelsi? Sjónvarpsþættir? Aftur í Hvíta húsið?

Hvað tekur við hjá Trump? Fangelsi? Sjónvarpsþættir? Aftur í Hvíta húsið?

Pressan
18.11.2020

Donald Trump tapaði fyrir Joe Biden í bandarísku forsetakosningunum fyrir tveimur vikum þrátt fyrir að hann eigi erfitt með að játa sig sigraðan. Flestir erlendir fjölmiðlar telja að nú fari óvissutímar í hönd hjá Trump og fjölskyldu hans sem hefur meira og minna verið viðloðandi Hvíta húsið á valdatíma hans. Eitt eru þó flestir sammála um, Trump mun hafa mikil áhrif í bandarískum stjórnmálum Lesa meira

Trump rak yfirmann netöryggismála sem sagði að ekkert kosningasvindl hefði átt sér stað

Trump rak yfirmann netöryggismála sem sagði að ekkert kosningasvindl hefði átt sér stað

Pressan
18.11.2020

Donald Trump hefur rekið Christopher Krebs úr starfi en hann var yfirmaður netöryggismála hins opinbera. Ástæðan er að Krebs tók ekki undir staðlausar fullyrðingar Trump um víðtækt kosningasvindl í forsetakosningunum í byrjun mánaðarins. Krebs sagði þvert á móti að kosningarnar hefðu farið vel fram og verið öruggar. Sky News skýrir frá þessu. Krebs var yfirmaður Cybersecurity and Infrastructure Agency (CISA). Trump hafði ekki fyrir að hafa samband við Krebs heldur tilkynnti um brottreksturinn á Twitter. „Nýleg yfirlýsing Chris Krebs um öryggið í kosningunum Lesa meira

Stuðningsmenn Trump sögðu að dáinn maður hefði greitt atkvæði – Sannleikurinn var allt annar

Stuðningsmenn Trump sögðu að dáinn maður hefði greitt atkvæði – Sannleikurinn var allt annar

Pressan
18.11.2020

Donald Trump og kosningaframboð hans hafa haldið því fram að fjöldi nafngreindra látinna Bandaríkjamanna hafi greitt atkvæði í forsetakosningunum. En þetta eru vafasamar fullyrðingar því margir þessara kjósenda eru svo sannarlega á lífi. Þessar ásakanir Trump og hans fólks eru liður í að reyna að grafa undan úrslitum forsetakosninganna sem Trump á greinilega mjög erfitt með að sætta sig við að Lesa meira

Trump er sagður hafa íhugað að ráðast á kjarnorkustöð í Íran í síðustu viku

Trump er sagður hafa íhugað að ráðast á kjarnorkustöð í Íran í síðustu viku

Pressan
17.11.2020

Donald Trump hefur tekið harða afstöðu gegn Íran á forsetatíð sinni, þar á meðal sagði hann Bandaríkin frá samningi við Íran um kjarnorkumál. Í síðustu viku er hann sagður hafa beðið um mat á hvort vænlegt væri að gera árásir á kjarnorkustöðvar í Íran. Hann er síðan sagður hafa ákveðið að gera ekki slíkar árásir. Sky News skýrir frá Lesa meira

Biden óttast miklu fleiri dauðsföll af völdum COVID-19 ef Trump sýnir ekki samstarfsvilja

Biden óttast miklu fleiri dauðsföll af völdum COVID-19 ef Trump sýnir ekki samstarfsvilja

Pressan
17.11.2020

Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, er pirraður á að Donald Trump, fráfarandi forseti, sýni engan samstarfsvilja í tengslum við yfirvofandi valdaskipti. Á fréttamannafundi í gær varaði Biden við því að miklu fleiri Bandaríkjamenn muni deyja af völdum COVID-19 ef Trump hætti ekki að koma í veg fyrir samstarf á milli núverandi stjórnar og komandi stjórnar. Á fréttamannafundinum, sem fór fram í Delaware, lét Biden óánægju sína Lesa meira

Sendiherra Bandaríkjanna staðhæfir að atkvæði hennar hafi ekki verið talið með – Ekki á rökum reist

Sendiherra Bandaríkjanna staðhæfir að atkvæði hennar hafi ekki verið talið með – Ekki á rökum reist

Pressan
13.11.2020

Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, staðhæfði um síðustu helgi að atkvæði hennar í forsetakosningum í Bandaríkjunum hafi ekki verið talið með. Hún er dyggur stuðningsmaður Trump sem skipaði hana í embætti sendiherra. „Ég kaus Donald Trump bréfleiðis. Í gærkvöldi skoðaði ég kosningaskráningarnar og sá að þeir hafa ekki talið atkvæðið mitt með,“ skrifaði hún á Twitter skömmu eftir að stærstu fjölmiðlar Lesa meira

Fara gegn Trump – „Kosningarnar 3. nóvember voru þær öruggustu í sögu Bandaríkjanna“

Fara gegn Trump – „Kosningarnar 3. nóvember voru þær öruggustu í sögu Bandaríkjanna“

Pressan
13.11.2020

„Kosningar 3. nóvember voru þær öruggustu í sögu Bandaríkjanna,“ þetta segir í niðurstöðu alríks- og ríkiskjörstjórna um framkvæmd kosninganna en yfirlýsing þeirra var birt í gærkvöldi að bandarískum tíma. Um er að ræða opinberar stofnanir og nefndir sem annast framkvæmd kosninga í landinu. Þær fara því gegn orðum Donald Trump, forseta, sem hefur ítrekað haldið því fram Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af