fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025

Donald Trump

Segja að Melania sé ekki í neinum vafa – Vill komast heim

Segja að Melania sé ekki í neinum vafa – Vill komast heim

Pressan
14.12.2020

Á meðan Donald Trump, Bandaríkjaforseti, berst með kjafti og klóm fyrir að geta setið áfram á forsetastól í Hvíta húsinu næstu fjögur árin er hugur Melania, eiginkonu hans, allt annars staðar að sögn. Hún er sögð vera á fullu að undirbúa flutning úr Hvíta húsinu. Út á við stendur hún þétt við hlið eiginmannsins en samkvæmt því Lesa meira

Joe Biden er nú vinsælli en Trump hefur nokkru sinni verið

Joe Biden er nú vinsælli en Trump hefur nokkru sinni verið

Eyjan
10.12.2020

Niðurstöður nýrrar Gallup könnunar sýna að 55% Bandaríkjamanna eru jákvæðir í garð Joe Biden, verðandi forseta, en 41% eru neikvæðir í hans garð. Í sömu könnun sögðust 42% vera jákvæðir í garð Donald Trump, núverandi forseta, og 57% voru neikvæðir í hans garð. CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að Biden sé nú vinsælli en Trump hefur nokkru sinni verið síðan hann tilkynnti um forsetaframboð Lesa meira

Starfsmaður kjörstjórnar varar Trump við – Einhver verður drepinn

Starfsmaður kjörstjórnar varar Trump við – Einhver verður drepinn

Pressan
03.12.2020

Gabriel Sterling, yfirmaður talningarmála hjá yfirkjörstjórn Georgíuríkis, hefur fengið sig fullsaddan af hótunum í tengslum við nýafstaðnar forsetakosningar. Hann segir að orðræða Donald Trump, forseta, um kosningasvindl hvetji fólk „hugsanlega til ofbeldisverk“. Sterling sem er Repúblikani sagði þetta á fréttamannafundi á þriðjudaginn. „Hættu að veita fólki innblástur til ofbeldisverka. Einhver særist, einhver verður skotinn, einhver verður drepinn. Þetta Lesa meira

Trump segist yfirgefa Hvíta húsið ef kjörmennirnir kjósa Biden

Trump segist yfirgefa Hvíta húsið ef kjörmennirnir kjósa Biden

Pressan
27.11.2020

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, ræddi í gær við fréttamenn og svaraði spurningum þeirra. Þetta var í fyrsta sinn frá forsetakosningunum í byrjun mánaðarins sem hann ræddi við fréttamenn. Hann var spurður hvort hann muni yfirgefa Hvíta húsið ef kjörmennirnir staðfesta sigur Joe Biden. „Það mun ég örugglega gera. Það veistu vel,“ sagði Trump við fréttamanninn. Þetta er líklegast það næsta því Lesa meira

Donald Trump náðar Michael Flynn

Donald Trump náðar Michael Flynn

Pressan
26.11.2020

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á Twitter í gærkvöldi að hann hafi náðað Michael Flynn, fyrrum þjóðaröryggisráðgjafa sinn. Flynn játaði árið 2017 að hafa logið að alríkislögreglunni FBI í tengslum við rannsókn hennar á íhlutun Rússa í bandarísku forsetakosninganna 2016. Nánar tiltekið játaði hann að hafa logið um samskipti sín við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum nokkrum vikum áður en Trump tók við embætti forseta. „Það Lesa meira

Margir krefjast opinberrar rannsóknar á starfsháttum Trump – Þetta er svar Biden

Margir krefjast opinberrar rannsóknar á starfsháttum Trump – Þetta er svar Biden

Pressan
25.11.2020

Margir Demókratar hafa krafist þess að Joe Biden, verðandi forseti, láti hefja umfangsmiklar opinberar rannsóknir á embættisfærslum Donald Trump frá því að hann tók við sem forseti. Trump hefur sjálfur hótað að láta dómsmálaráðuneytið rannsaka pólitíska andstæðinga sína og telja sumir innan Demókrataflokksins að Biden eigi að svara í sömu mynt um leið og hann tekur við lyklavöldunum í Hvíta húsinu. Einn þeirra Demókrata sem Lesa meira

Þetta hefur ekki gerst í 132 ár

Þetta hefur ekki gerst í 132 ár

Pressan
25.11.2020

„Ef ríkisstjórn Trump hefði fylgt þeim venjum sem fylgt hefur verið í landinu, þá væri þetta ekki vandamál. Aftökurnar myndu ekki eiga sér stað,“ þetta sagði Robert Dunham, forstjóri Death Penalty Information Centre, í samtali við The New York Times um fyrirhugaðar aftökur á næstu vikum. Dunham er ósáttur við að Trump, sem er svokallaður „lame duck“ forseti sem þýðir að hann er sitjandi forseti sem getur ekki Lesa meira

Trump segist hafa gefið grænt ljós á undirbúning valdaskipta

Trump segist hafa gefið grænt ljós á undirbúning valdaskipta

Pressan
24.11.2020

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segist hafa gefið grænt ljós á að hægt sé að hefja undirbúning valdaskipta í landinu en þau fara fram á hádegi þann 20. janúar 2021. Þá tekur Joe Biden við embætti forseta og Trump flytur úr Hvíta húsinu. Trump skýrði frá þessu í fjölda tísta á Twitter í gærkvöldi en hann tók einnig fram að hann muni berjast áfram fyrir áframhaldandi setu Lesa meira

Er Trump í felum? „Eins og uppstökkur smástrákur sem vill ekki leika lengur“

Er Trump í felum? „Eins og uppstökkur smástrákur sem vill ekki leika lengur“

Pressan
23.11.2020

Áður en forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru fram í upphafi mánaðarins er óhætt að segja að Donald Trump, forseti, hafi ekki látið mörg tækifæri fara fram hjá sér til að sýna sig opinberlega og vera í kastljósi fjölmiðla. En í kjölfar ósigursins hefur lítið farið fyrir honum á opinberum vettvangi og má segja að dæmið hafi algjörlega Lesa meira

Obama tjáir sig um forsetakosningarnar og 72 milljónir atkvæða Trump

Obama tjáir sig um forsetakosningarnar og 72 milljónir atkvæða Trump

Pressan
20.11.2020

Barack Obama, fyrrum Bandaríkjaforseti, var í viðtali hjá Gayle King á CBS News sjónvarpsstöðinni á sunnudaginn þar sem hann ræddi meðal annars úrslit nýafstaðinna forsetakosninga. Hann sagði að niðurstaða kosninganna, þar sem bæði Joe Biden og Donald Trump, fengu meira en 70 milljónir atkvæða sýni að þjóðin sé enn mjög klofin. „Þetta segir að við erum enn mjög klofin. Áhrif þessarar öðruvísi heimssýnar sem er Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af