Trump sagður játa að hann beri ábyrgð að hluta á árásinni á þinghúsið
PressanDonald Trump er sagður viðurkenna að hann bera að hluta til ábyrgð á árásinni á þinghúsið í Washington á miðvikudag í síðustu viku. Fox News skýrir frá þessu og segist hafa þetta eftir tveimur heimildarmönnum sem sögðu að Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, hafi skýrt flokkssystkinum sínum frá þessu í símtali. Fox segir að McCarthy, sem er þingmaður Kaliforníu, taki undir það að Trump beri ábyrgð á Lesa meira
Erfiðir tímar fram undan hjá Repúblikönum eftir árásina á þinghúsið
EyjanÁrás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið síðasta miðvikudag opinberaði þann mikla klofning sem er í Repúblikanaflokknum. Líklegt má telja að árásin muni hafa mikil áhrif á bandarísk stjórnmál næstu árin. Stuðningsmenn Trump segja að árásin hafi verið mótmæli gegn þaulskipulögðu kosningasvindli þar sem sigurinn í forsetakosningunum hafi verið hafður af Trump. Aðrir segja að árásin hafi verið árás á lýðræðið Lesa meira
Pelosi undirbýr málshöfðun á hendur Trump til embættismissis
EyjanEf Mike Pence, varaforseti, og meirihluti ríkisstjórnar Donald Trump víkur Trump ekki úr embætti forseta er Nancy Pelosi, leiðtogi meirihluta Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, reiðubúin til að hefja ferli málshöfðunar á hendur Trump til embættismissis. Pence og ríkisstjórnin geta vikið Trump úr embætti á grundvelli 25. viðauka stjórnarskrárinnar en hafa ekki enn virkjað ákvæðið. Pelosi sendi þingmönnum Demókrata bréf í gær þar sem hún skýrði frá fyrirætlunum sínum. Í því Lesa meira
Hvar er Melania?
PressanMikil ringulreið hefur ríkt í bandarískum stjórnmálum og stjórnkerfinu eftir að stuðningsmenn Donald Trump, forseta, réðust inn í þinghúsið á miðvikudag í síðustu viku. Margir varpa sökinni á Trump og segja hann hafa hvatt fólk til að ráðast á þinghúsið í viðleitni sinni til að ríghalda í forsetastólinn. Forsetinn og fleiri úr fjölskyldu hans hafa ekki dregið af Lesa meira
Trump kannar möguleika á að náða sjálfan sig
EyjanDonald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur leitað upplýsinga hjá aðstoðarmönnum sínum og lögmönnum um hvort þau völd sem forsetinn hefur til að náða fólk nái yfir hann sjálfan og hann geti þannig náðað sjálfan sig. CNN skýrir frá þessu og segir að þessi samtöl hafi átt sér stað á undanförnum vikum og hefur það eftir heimildarmanni. Ekki liggur fyrir hvort Trump hafi Lesa meira
Mike Pence vill ekki að Donald Trump verði vikið úr embætti
PressanMike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er mótfallinn því að 25. viðauki stjórnarskrárinnar verði virkjaður en samkvæmt honum er hægt að víkja Donald Trump úr embætti forseta. Varaforsetinn getur virkjað ákvæðið en það vill Pence ekki gera. Samkvæmt ákvæðinu þá geta varaforsetinn og meirihluti ríkisstjórnarinnar vikið forsetanum úr embætti tímabundið. Ef varaforsetinn á síðan að geta gegnt forsetaembættinu út kjörtímabilið þurfa tveir Lesa meira
Háttsettir Repúblikanar hafa fengið nóg af Trump
PressanÍ kjölfar árásarinnar á bandaríska þingið í gær hafa margir Repúblikanar snúist gegn Donald Trump, forseta. Einn þeirra er Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður, sem hefur verið tryggur og trúr stuðningsmaður Trump síðustu árin. Hann hefur nú fengið nóg af Trump og hefur snúið við honum baki. „Trump og ég höfum átt samleið. Mér finnst leitt að þetta skuli enda svona. En eftir daginn í Lesa meira
Hörðustu stuðningsmenn Trump hafa fengið nóg – „Ég tek ekki þátt í þessu. Nú er nóg komið“
PressanÖldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti í nótt niðurstöður forsetakosninganna í Arizona eftir að þingfundur hófst á nýjan leik. Gera varð hlé á þingfundi í gær þegar stuðningsmenn Donald Trump, forseta, gerðu áhlaup á þinghúsið og ruddust inn í það. Í atkvæðagreiðslunni um niðurstöðurnar í Arizona kom í ljós að meira að segja hörðustu stuðningsmenn Trump hafa fengið nóg. 93 þingmenn greiddu atkvæði með því Lesa meira
Facebook og Twitter loka aðgöngum Donald Trump
PressanBæði Facebook og Twitter hafa lokað aðgöngum Donald Trump, Bandríkjaforseta, næstu klukkustundirnar. Í tilkynningu frá Facebook kemur fram að þetta sé gert vegna tveggja brota á reglum samfélagsmiðilsins en ekki kemur fram í hverju brotin fólust. Facebook lokar fyrir aðgang Trump í 24 klukkustundir en áður hafði Twitter tilkynnt að lokað verði fyrir aðgang Trump í 12 klukkustundir eftir að hann Lesa meira
Segja Trump ekki vera í andlegu jafnvægi og skora á varaforsetann og ríkisstjórnina að víkja honum úr embætti
PressanÞingmenn Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi að bandarískum tíma þar sem þeir skora á Mike Pence, varaforseta, og ráðherra í ríkisstjórn Donald Trump að víkja Trump úr embætti. Hvetja þingmennirnir til þess að það ákvæði stjórnarskrárinnar, sem gerir varaforsetanum og ríkisstjórninni kleift að víkja forsetanum frá völdum, verði nýtt. Ef Lesa meira