Sá Simpson valdaskiptin í Hvíta húsinu fyrir?
PressanKamala Harris er nýtekin við embætti sem varaforseti Bandaríkjanna, fyrst kvenna. Margir aðdáendur þáttanna um Simpson-fjölskylduna hafa að undanförnu bent á að í þætti frá árinu 2000 hafi nánast verið spáð fyrir um valdaskiptin sem fóru fram í Hvíta húsinu á miðvikudaginn. Í þættinum „Bart to the Future“ frá 2000 kemur Lisa Simpson mikið við sögu. Hún sver þá eið sem forseti Bandaríkjanna. Það Lesa meira
Segir að lýðræðið hafi nærri dáið
PressanÞað eru ekki auðveld verk sem bíða Joe Biden, sem nú er tekinn við sem forseti Bandaríkjanna, og strax á fyrsta degi þurfti hann að láta hendur standa fram úr ermum. Hann hafði skipulagt sannkallaða útdælingu forsetatilskipana á fyrstu tíu dögum sínum í embætti en þær getur hann gefið út og látið hrinda í framkvæmd án þess Lesa meira
Trump hefur rætt um að stofna nýjan stjórnmálaflokk – „Patriot Party“
PressanDonald Trump, sem lætur af forsetaembætti í Bandaríkjunum í dag, hefur síðustu daga rætt við samstarfsfólk sitt og stuðningsfólk um að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Hann er sagður hafa rætt þetta við marga aðstoðarmenn sína og aðra sem standa honum nærri. Forsetinn er sagður vilja kalla flokkinn „Patriot Party“ (Flokkur föðurlandsvina). Wall Street Journal skýrir frá þessu. Fram kemur að þetta Lesa meira
Trump sagður ætla að náða Steve Bannon – Uppfært
PressanCNN segir að Donald Trump ætli að náða Steve Bannon, fyrrum aðalráðgjafa sinn. Þetta hefur ekki enn verið staðfest opinberlega en CNN vitnar í ónafngreinda heimildarmenn í Hvíta húsinu. Listi með nöfnum 100 manns, sem Trump ætlar að náða, hefur ekki enn verið birtur opinberlega en margir hafa velt fyrir sér hvort nafn Bannon yrði að finna á honum. Hann er grunaður um svik á netinu Lesa meira
Lætur hann verða af því? Margir bíða með öndina í hálsinum
PressanNú er stutt eftir af dvöl Donald Trump í Hvíta húsinu en á morgun tekur Joe Biden við völdum og Trump flytur til Flórída. Hann er mikið ólíkindatól og ómögulegt að segja með vissu hvað hann mun taka sér fyrir hendur á síðasta sólarhring sínum í forsetaembættinu en margir bíða nú með öndina í hálsinum eftir hvort hann muni láta verða af Lesa meira
Trump-nafnið er orðið fjárhagslegur baggi fyrir forsetann
PressanÁður en Donald Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna var hann þekktur fyrir viðskiptaveldi sitt sem ber nafn hans. En vörumerkið „Trump“ er nú ansi skaddað eftir þau fjögur ár sem hann sat á forsetastóli og embættistíðin gæti reynst honum dýrkeypt, fjárhagslega. Þetta hefur AFP eftir sérfræðingum. Í kjölfar þess að stuðningsfólk Trump réðist inn í þinghúsið í Lesa meira
Minnkandi rennsli úr peningakrana Trump
PressanÍ kjölfar árásar stuðningsmanna Donald Trump, Bandaríkjaforseta, á bandaríska þinghúsið í síðustu viku hefur þeim fyrirtækjum fækkað mjög sem vilja eiga í viðskiptum við hann og fyrirtæki hans. Þetta getur gert fyrirtækjasamsteypu hans erfitt fyrir með að stunda viðskipti þegar hann hefur látið af embætti en það gerir hann í næstu viku. „Þetta er mikið vandamál Lesa meira
Biden hvetur öldungadeildina til að taka á fleiri málum en ákærunni á hendur Trump
PressanJoe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, hvetur öldungadeild þingsins til að leitast við að ná jafnvægi þegar ákæra á hendur Donald Trump, núverandi forseta, vegna embættisafglapa verður tekin fyrir og sinna fleiri málum um leið, þar á meðal þeim málum sem Biden leggur mikla áherslu á. Þetta sagði Biden þegar hann tjáði sig í fyrsta sinn eftir að Lesa meira
Stórfyrirtæki hætta fjárstuðningi við Repúblikana vegna Trump
PressanÍ kjölfar árásarinnar á bandaríska þinghúsið í síðustu viku hefur mikill pólitískur órói verið í landinu, aðallega innan Repúblikanaflokksins. Nú hafa mörg stórfyrirtæki hætt fjárstuðningi við þingmenn flokksins vegna málsins. En það er ekki aðeins vegna árásarinnar og meintrar hvatningar Donald Trump, forseta, til stuðningsmanna sinna um að ráðast á þinghúsið sem fjárstuðningnum er hætt. Það spilar Lesa meira
Trump sagður játa að hann beri ábyrgð að hluta á árásinni á þinghúsið
PressanDonald Trump er sagður viðurkenna að hann bera að hluta til ábyrgð á árásinni á þinghúsið í Washington á miðvikudag í síðustu viku. Fox News skýrir frá þessu og segist hafa þetta eftir tveimur heimildarmönnum sem sögðu að Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, hafi skýrt flokkssystkinum sínum frá þessu í símtali. Fox segir að McCarthy, sem er þingmaður Kaliforníu, taki undir það að Trump beri ábyrgð á Lesa meira