Baldur útskýrir mikið fylgi Trump
EyjanBandaríkjamenn ganga til forsetakosninga á morgun og spennan þar vestra er gríðarleg. Frambjóðendurnir eru hnífjafnir í könnunum en undanfarið hefur sveiflan virst vera til Donald Trump en þó nokkrir stjórnmálaskýrendur segja fylgi hans ofmetið og segja Kamala Harris líklegri sigurvegara. Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði og fyrrum forsetaframbjóðandi hér á Íslandi er staddur í Bandaríkjunum Lesa meira
Sagnfræðiprófessor: Ef Trump sigrar gæti aðild að ESB orðið kosningamál á Íslandi
EyjanSigri Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum á þriðjudaginn mun Noregur verða að ganga í Evrópusambandið, rétt eins og Svíar og Finnar sáu sig nauðbeygða til að ganga í NATO eftir innrás Rússa í Úkraínu. Þetta mun leiða til þess að við Íslendingar munum ekki eiga annarra kosta völ en að ganga líka í ESB. Lesa meira
Telur þetta benda til þess að úrslitin í bandarísku forsetakosningunum séu ráðin
PressanStanley Druckenmiller, einn farsælasti fjárfestir sögunnar, segir að ýmislegt bendi til þess að úrslitin í bandarísku forsetakosningunum séu ráðin. Druckenmiller er einn ríkasti maður Bandaríkjanna og eru eigur hans metnar á um tíu milljarða Bandaríkjadala. Í viðtali við Bloomberg sagði fjárfestirinn að margt benti til þess að Donald Trump yrði næsti forseti Bandaríkjanna. „Ég verð að segja, ef við lítum á síðustu Lesa meira
Donald Trump bað um símanúmerið hjá Melaniu þegar „ljóskan“ brá sér afsíðis
FókusMelania Trump, eiginkona Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og núverandi forsetaframbjóðanda, rifjar upp í nýrri ævisögu þegar hún og Donald hittust í fyrsta sinn. Í bókinni segist Melania hafa verið stödd í gleðskap vegna tískuvikunnar í New York árið 1998, en þá var Melania aðeins 28 ára en Trump 51 árs. Melania rifjar upp að með Donald í för þetta kvöld hafi verið „aðlaðandi ljóska“ en það hafi Lesa meira
Elon Musk segir umdeilda færslu hans á X um banatilræðið gegn Trump hafa verið grín
FréttirAuðjöfurinn heimsþekkti Elon Musk eyddi færslu sem hann birti á samfélagsmiðlinum X, sem hann á sjálfur, eftir að hafa uppskorið töluverða gagnrýni. Snerist færslan um morðtilræði gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og forsetaframbjóðanda, sem tókst að koma í veg fyrir í gær. Eins og er oft raunin með umdeildar færslur þekkts fólks náðu margir Lesa meira
Trump var skotmark í annarri skotárás
FréttirVopnaður karlmaður hefur verið handtekinn eftir að hafa skotið byssuskotum að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Trump var að spila á golf á Trump International Golf-klúbbnum í Flórída þegar atvikið átti sér stað. Trump er heill á húfi eftir árásina en ýmislegt er þó enn á huldu varðandi atburðarásina. Fyrir liggur þó að lögreglumenn svöruðu árásarmanninum Lesa meira
Ku Klux Klan komnir á kreik eftir rasísk ummæli Trump
FréttirUmmæli Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, um að innflytjendur í borginni Springfield í Ohio-fylki væru að leggja sér gæludýr til munns hafa dregið dilk á eftir sér. Nú hefur dreifibréf, sem sagt er gefið út af hinum alræmdu Ku Klux Klan-samtök, vakið athygli en þar er þess krafist að innflytjendur verði fluttir frá borginni, og Bandaríkjunum Lesa meira
Segist hafa óvart komið af stað sögum um kattaát sem Trump og Vance tóku heilshugar undir
PressanKona sem skrifaði færslu á Faceboook sem kom af stað háværum kjaftasögum um meint kattaát innflytjenda frá Haítí í bænum Springfield í Ohio-ríki í Bandaríkjunum, sem Donald Trump og varaforsetaefni hans J.D. Vance hafa nýtt sér óspart í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í nóvember, segir að það hafi aldrei verið ætlun sín. Hún segist ekki hafa Lesa meira
Páfinn blandaði sér óvænt í kosningaslaginn í Bandaríkjunum
FréttirFjölmiðlar víða um heim hafa greint frá því að Frans páfi hafi tjáð sig opinskátt um forsetaframbjóðendurna í Bandaríkjunum. Gagnrýnir páfinn bæði Donald Trump og Kamala Harris og segir þau hvorugt vera góðan valkost. Í umfjöllun NBC kemur fram að páfinn hafi rætt við fréttamenn í gær í flugvél sinni á leið aftur til Rómar Lesa meira
Trump stofnar dularfullt bitcoin fyrirtæki – Felur slóð þess á Íslandi eins og margir netglæpamenn hafa gert
FréttirNýtt rafmyntafyrirtæki í eigu fjölskyldu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, notar íslenska skráningarsíðu til að fela slóð sína líkt og mörg netglæpafyrirtæki hafa gert á undanförnum árum. Ekki liggur fyrir hver tilgangur fyrirtækisins er. Trump tilkynnti stofnun fyrirtækisins, World Liberty Financial, og sagði að það ætti að vera valkostur við hefðbundna banka. Í fyrirtækinu á að Lesa meira