Tæplega helmingur kjósenda Trump mun styðja hann í nýjum flokki
PressanÞeir sem kusu Donald Trump í forsetakosningunum á síðasta ári styðja hann margir hverjir enn og eru tryggir stuðningsmenn hans. Ef hann stofnar nýjan flokk getur hann væntanlega reiknað með góðum stuðningi. 46% þeirra sem kusu hann í forsetakosningunum myndu snúa baki við Repúblikanaflokknum og fylgja Trump yfir í nýjan flokk. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem Suffolk University og USA Today gerðu. Niðurstöðurnar sýna að enn Lesa meira
Trump er ekki búinn að gefast upp – Hyggur á hefndir gagnvart samflokksfólki sínu
PressanFrá því að Donald Trump flutti út úr Hvíta húsinu þann 20. janúar þegar hann lét af embætti forseta Bandaríkjanna hefur ekki mikið heyrst frá honum. Það er kannski ekki furða því Twitter hefur útilokað hann frá samfélagsmiðlinum en Twitter var helsta samskiptaleið Trump við stuðningsfólk sitt og umheiminn almennt. En það að lítið hafi heyrst frá Trump er ekki ávísun á að hann hafi Lesa meira
Segir að Bandaríkjaher hafi frestað stöðuhækkunum kvenhershöfðingja af ótta við viðbrögð Trump
PressanEmbættismenn í bandaríska varnarmálaráðuneytinu eru sagðir hafa slegið stöðuhækkunum tveggja kvenna, sem gegna stöðu hershöfðingja, á frest þar til eftir forsetakosningarnar í nóvember af ótta við viðbrögð Donald Trump, þáverandi forseta. The New York Times skýrir frá þessu. Fram kemur að yfirmenn hersins og Mark Esper, varnarmálaráðherra, hafi óttast að ef skýrt yrði frá stöðuhækkun kvennanna, sem eru Laura J. Richardson og Jacqueline D. Van Ovost, myndi Trump koma þeim úr embætti Lesa meira
Trump ræðst harkalega gegn Mitch McConnell og hvetur Repúblikana til að hafna honum
PressanDonald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, sendi frá sér langa yfirlýsingu í gær þar sem hann ræðst harkalega á flokksbróður sinn Mitch McConnell sem er leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings þar sem Demókratar eru í meirihluta. Ástæðan fyrir árásinni eru ummæli sem McConnell lét falla á þingi og í grein í Wall Street Journal eftir að Trump Lesa meira
Ástand Donald Trump var miklu alvarlega en skýrt var frá þegar hann fékk COVID-19
PressanHeilsa Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta, var mun verri en skýrt var frá þegar hann fékk COVID-19 í október. Hans nánustu óttuðust hið versta. Svona lýsir The New York Times veikindum Trump. Meðal annars kemur fram að súrefnismettun í blóði Trump hafi verið orðin mjög lág og að hann hafi barist við lungnabólgu sem veiran orsakaði. Einnig segir blaðið að Trump borið þess merki að vatn og bakteríur Lesa meira
Björk segir útspil Bolla Kristinssonar ekki hafa verið stórmannlegt – „Orðum fylgja ábyrgð“
EyjanÍ pistli eftir Björk Eiðsdóttur, sem birtist í Fréttablaðinu í dag, fjallar hún um hatursorðræðu en pistillinn ber fyrirsögnina „Trump er víða“. Þar vísar hún til þess að Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, sætir nú ákæru þingsins fyrir að hafa hvatt stuðningsmenn sína til að ráðast á bandaríska þinghúsið en að auki er hann þekktur fyrir Lesa meira
Ein sérstök ástæða gerði að verkum að Trump hringdi alltaf í Melania að kosningafundum loknum
PressanÞegar Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, hafði lokið sér af á sviðinu á kosningafundum sínum, þar sem mörg þúsund manns komu saman til að hlýða á hann, var eitt það fyrsta sem hann gerði að taka farsímann upp og hringja í eiginkonu sína, Melania. Þetta gerði hann eftir hvern einasta kosningafund og fyrir þessu var sérstök ástæða. Þetta Lesa meira
Ný kenning – Þennan dag verður Trump forseti á nýjan leik
PressanHörðustu stuðningsmenn Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta, hafa ekki og vilja ekki gefa upp alla von um að hann verði aftur forseti og draumur þeirra rætist þar með. Nú gengur ný kenning þeirra á milli um hvaða daga Trump verður forseti á nýjan leik. Það er þann 4. mars næstkomandi. „Bara róleg. Okkar maður verður aftur settur í embætti Lesa meira
Rannsaka hvort starfsfólk í dómsmálaráðuneytinu hafi reynt að breyta úrslitum forsetakosninganna
PressanBandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið rannsókn á hvort núverandi eða fyrrverandi starfsmenn þess hafi reynt að breyta niðurstöðum forsetakosninganna í nóvember. Michael Horowitz, ráðuneytisstjóri, tilkynnti þetta á mánudaginn. Rannsóknin á að leiða í ljós hvort starfsfólk í ráðuneytinu hafi „tekið þátt í ólöglegum tilraunum“ til að breyta niðurstöðu forsetakosninganna. Ákvörðunin um rannsóknina var tekin eftir að New York Times skýrði frá Lesa meira
Fauci segist aldrei hafa íhugað það en eiginkonan hafi nefnt það
PressanAnthony Fauci, fremsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna, segir að samband hans og Donald Trump, fyrrum forseta, hafi í vaskinn strax í upphafi heimsfaraldurs kórónuveirunnar en þá þurftu þeir að eiga í miklum samskiptum. Í þrjú ár vissi Trump varla hver Fauci var en það gjörbreyttist þegar heimsfaraldurinn skall á. Þetta kemur fram í viðtali The New York Times við Fauci sem er yfirmaður bandarísku smitsjúkdómastofnunarinnar. Munurinn og gjáin á milli Fauci og Trump kom Lesa meira