fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024

Donald Trump

Ný bók varpar ljósi á ringulreiðina í Hvíta húsinu – Trump vildi senda COVID-19-sjúklinga til Guantanamo

Ný bók varpar ljósi á ringulreiðina í Hvíta húsinu – Trump vildi senda COVID-19-sjúklinga til Guantanamo

Pressan
22.06.2021

Samkvæmt því sem kemur fram í nýrri bók, sem heitir „Nightmare scenario“ ríkti algjör ringulreið í Hvíta húsinu í upphafi heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Þá var að renna upp fyrir stjórnvöldum víða um heim að ekki væri hægt að ráða niðurlögum faraldursins á einfaldan og skjótan hátt og stjórn Donald Trump vissi ekki sitt rjúkandi ráð eftir því sem fram Lesa meira

Þetta er Repúblikaninn sem Trump beinir spjótum sínum að þessa dagana

Þetta er Repúblikaninn sem Trump beinir spjótum sínum að þessa dagana

Pressan
21.06.2021

Á föstudaginn tilkynnti Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, að hann styðji Kelly Tshibaka í baráttunni við Lisa Murkowski, þingkonu í öldungadeildinni, um að verða frambjóðandi Repúblikanaflokksins fyrir Alaska. Kosið verður á næsta ári. „Lisa Murkowski er ekki góð fyrir Alaska,“ segir í yfirlýsingu frá Trump. „Murkowski verður að hætta! Kelly Tshibaka er frambjóðandinn sem getur sigrað Murkowski og það mun hún gera,“ segir einnig í yfirlýsingunni. Með þessu varð Murkowski óvinur Trump númer eitt þessa dagana og kemur það Lesa meira

Fjögur ár í sviðsljósinu – Hvar er Melania núna?

Fjögur ár í sviðsljósinu – Hvar er Melania núna?

Pressan
21.06.2021

Í fjögur ár var hún ein þekktasta kona heims en eftir að eiginmaður hennar, Donald Trump, tapaði í bandarísku forsetakosningunum og flutti í kjölfarið úr Hvíta húsinu er eins og Melania Trump sé horfin. Bandarískir fjölmiðlar segja að hún hafi til dæmis ekki verið viðstödd þegar Donald Trump fagnaði 75 ára afmæli sínu nýlega. Forsetinn fyrrverandi hélt upp á afmælið þann Lesa meira

FBI varar við „nethermönnum QAnon“ – Óttast aukið ofbeldi

FBI varar við „nethermönnum QAnon“ – Óttast aukið ofbeldi

Pressan
20.06.2021

Bandaríska alríkislögreglan FBI varar við að aukinnar óþolinmæði gæti hjá þeim sem aðhyllast samsæriskenningar QAnon og að það geti leitt til aukins ofbeldis. Í nýju hættumati frá FBI kemur fram að herskáir fylgjendur samsæriskenningahreyfingarinnar geti hugsanlega yfirgefið Internetið fljótlega til að setja mark sitt á hinn raunverulega heim. CNN segir að FBI telji að stuðningsmenn QAnon séu byrjaðir að efast um áætlun hins dularfulla Q sem er upphafsmaður Lesa meira

Trump gengur illa að finna útgefanda að endurminningum sínum – Óttast ósannindi hans

Trump gengur illa að finna útgefanda að endurminningum sínum – Óttast ósannindi hans

Pressan
16.06.2021

Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, hefur unnið að ritun endurminninga sinna og það vita stóru bókaforlögin. Þau eru þó hikandi við að gefa bókina út og hafa ekki gert Trump nein tilboð um að gefa hana út. Hann segist þó hafa fengið tilboð frá tveimur stórum forlögum en það vilja þau ekki kannast við. Politico skýrir frá Lesa meira

Símahneyksli Trumpstjórnarinnar vindur enn meira upp á sig – Fengu gögn um eiginn lögmann

Símahneyksli Trumpstjórnarinnar vindur enn meira upp á sig – Fengu gögn um eiginn lögmann

Pressan
14.06.2021

Eins og DV skýrði frá fyrr í dag þá fékk bandaríska dómsmálaráðuneytið gögn frá Apple og öðru ótilgreindu fyrirtæki um símanotkun að minnsta kosti tveggja þingmanna Demókrata frá 2017 til 2021. Þetta gerðist í stjórnartíð Donald Trump. Þetta þykir mikið hneyksli í Bandaríkjunum og hafa Demókratar líkt málinu við Watergatehneykslið sem varð Richard Nixon að Lesa meira

Njósnir dómsmálaráðuneytisins vekja reiði meðal Demókrata

Njósnir dómsmálaráðuneytisins vekja reiði meðal Demókrata

Pressan
14.06.2021

Bandaríska dómsmálaráðuneytið ætlar að hefja rannsókn á tilraunum ríkisstjórnar Donald Trump til að afla sér gagna um samskipti stjórnmálamanna úr röðum Demókrata. Í stjórnartíð Trump skipaði dómsmálaráðuneytið Apple til að afhenda gögn um samskipti stjórnmálamanna úr röðum Demókrata. New York Times sagði í umfjöllun að stjórn Trump hafi reynt að komast að hver lak upplýsingum um tengsl kosningaframboðs Trump við Rússland. Dómsmálaráðuneytið hafi því skipað Apple og öðru ónafngreindu tæknifyrirtæki Lesa meira

Texas er nýr heimavöllur Trump

Texas er nýr heimavöllur Trump

Pressan
13.06.2021

Eftir ósigurinn í forsetakosningunum flutti Donald Trump til Flórída og hefur nokkuð hægt um sig opinberlega en á bak við tjöldin situr hann ekki auðum höndum og beitir áhrifum sínum til hins ítrasta innan Repúblikanaflokksins. Hann hefur sterk ítök í flokknum í Texas og þar virðast flokksmenn vilja þóknast honum. Ef fólk hefur átt von á að Repúblikanar í Texas myndu taka Lesa meira

Trump segist verða settur aftur í forsetaembættið í ágúst

Trump segist verða settur aftur í forsetaembættið í ágúst

Pressan
02.06.2021

Donald Trump hefur að undanförnu sagt nánu samstarfsfólki sínu að hann reikni með að verða settur aftur í embætti forseta í ágúst. Trump hefur ítrekað haldið þeim staðlausu fullyrðingum fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum í nóvember. Hann hefur ekki getað lagt nein gögn fram þessu til stuðnings og dómstólar hafa vísað tugum mála, tengdum Lesa meira

Segir að Trump sé reiðubúinn til að fórna börnunum sínum

Segir að Trump sé reiðubúinn til að fórna börnunum sínum

Pressan
25.05.2021

„Ég tel að Donald Trump muni snúast gegn öllum, einnig börnunum.“ Þetta sagði Michael Cohen, fyrrum lögmaður Trump, í samtali við MSNBC.com um þá staðreynd að saksóknarar í New York hafa hafið sakamálarannsókn á málum tengdum fyrirtækjum Trump. Það sem er til rannsóknar er hvort Trumpsamsteypan hafi villt fyrir lánveitendum og tryggingafélögum um virði fasteigna og annarra eigna og hvort fyrirtækið hafi ekki greitt það sem því Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af