fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024

Donald Trump

Trump hrósaði Talibönum – Sagði þá „duglega“, „sterka“ og „góða“

Trump hrósaði Talibönum – Sagði þá „duglega“, „sterka“ og „góða“

Pressan
23.08.2021

Í nýlegu viðtali við Fox News ræddi Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, um valdatöku Talibana í Afganistan og er óhætt að segja að viðtalið hafi vakið athygli enda ekki á hverjum degi sem Talibönum er hrósað. „Það sem er að gerast í Afganistan er ótrúlegt og við erum blekkt af mjög sterkum mönnum sem eru duglegir samningamenn sem hafa Lesa meira

Telja hryðjuverk öfgasinna yfirvofandi í Bandaríkjunum

Telja hryðjuverk öfgasinna yfirvofandi í Bandaríkjunum

Pressan
17.08.2021

Bandarískar leyniþjónustustofnanir hafa miklar áhyggjur af harðri orðræðu öfgasinna á netinu. Homeland Security segir að orðræðan hafi nú náð sama stigi og fyrir árás stuðningsmanna Donald Trump, þáverandi forseta, á þinghúsið í Washington þann 6. janúar. John Cohen, yfirmaður hjá Homeland Security, sagði nýlega í viðtali við CNN að ekki sé útilokað að einhverra þeirra hvatninga sem eru settar fram á Internetinu um ofbeldisverk verði að Lesa meira

Frænka Trump – „Hann platar mig ekki – hann var hræddur“

Frænka Trump – „Hann platar mig ekki – hann var hræddur“

Pressan
16.08.2021

Það kom heimsbyggðinni vægast sagt á óvart í október þegar fréttir bárust af því að Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, væri með COVID-19. Það þurfti að leggja hann inn á hersjúkrahús vegna veikindanna. Eftir þriggja daga innlögn og læknismeðferð „sýndi“ Trump umheiminum að sjúkdómurinn, sem hann hafði ítrekað gert lítið úr, hefði lítil áhrif á hann og flaug hann þá Lesa meira

Vinir Trump töpuðu fyrir dómi – Fá máli ekki vísað frá

Vinir Trump töpuðu fyrir dómi – Fá máli ekki vísað frá

Pressan
13.08.2021

Þrír vinir Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta, töpuðu á þriðjudaginn frávísunarmáli gegn fyrirtækinu Dominion. Fyrirtækið hefur höfðað mál á hendur þremenningunum fyrir meiðyrði í kjölfar forsetakosninganna í nóvember en þá sögðu þeir að fyrirtækið hefði tekið þátt í kosningasvindli og hafi hagrætt talningu atkvæða Joe Biden í hag. Þremenningarnir eru Rudy Giuliani, Sidney Powell og Mike Lindell. Dominion framleiðir vélar sem eru notaðar við atkvæðagreiðslu í kosningum í Bandaríkjunum. Lesa meira

Æðsti herforingi Bandaríkjanna óttaðist að Trump ætlaði að ræna völdum eftir kosningarnar

Æðsti herforingi Bandaríkjanna óttaðist að Trump ætlaði að ræna völdum eftir kosningarnar

Pressan
15.07.2021

Skömmu áður en stuðningsfólk Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, réðst á þinghúsið í Washington D.C. þann 6. janúar síðastliðinn viðraði Mark Milley, hershöfðingi og formaður herráðsins, áhyggjur sínar af því að Bandaríkin stæðu frammi fyrir „Reichstag stund“ því Trump væri að predika „fagnaðarerindi Foringjans“ og átti þar við Adolf Hitler. Með „Reichstag stund“ átti hann við árás stuðningsmanna Hitlers á þýska þingið 1933 þegar þeir styrktu tök Lesa meira

Donald Trump stefnir Facebook, Google og Twitter

Donald Trump stefnir Facebook, Google og Twitter

Pressan
08.07.2021

Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, segist hafa stefnt Facebook, Twitter og Google fyrir dóm. Hann sakar fyrirtækin um að hafa beitt hann ólögmætri ritskoðun. Málshöfðunin er það nýjasta sem gerist í áralöngum deilum hans við fyrirtækin um tjáningarfrelsi. „Við krefjumst þess að endir verði bundinn á þessa ritskoðun og bann sem þið þekkið öll svo vel,“ sagði Trump á fréttamannafundi í New Jersey í gær. Hann Lesa meira

Trump sagður hafa hrósað Hitler – „Gerði marga góða hluti“

Trump sagður hafa hrósað Hitler – „Gerði marga góða hluti“

Pressan
08.07.2021

Þegar Donald Trump heimsótti Evrópu í tilefni þess að 100 ár voru liðin frá endalokum fyrri heimsstyrjaldarinnar sagði hann við þáverandi starfsmannastjóra sinn, John Kelly: „Jæja, Hitler gerði marga góða hluti.“ Þessi ummæli komu Kelly, sem er fyrrum liðsmaður Bandaríkjahers, mjög á óvart að því er fram kemur í nýrri bók, sem heitir „Frankly, We Did Win This Election“, eftir Michael Bender, blaðamann hjá Wall Street Journal. The Guardian skýrir frá. Segir blaðið Lesa meira

Trump sagður hafa óskað að fyrrum ráðgjafi hans létist af völdum COVID-19

Trump sagður hafa óskað að fyrrum ráðgjafi hans létist af völdum COVID-19

Pressan
25.06.2021

Það eru svo sem engin ný tíðindi að það andi mjög köldu á milli Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta, og John Bolton sem var þjóðaröryggisráðgjafi hans um hríð. En að valdamesti maður heims hafi verið svo fullur haturs í garð Bolton að hann hafi óskað þess að hann smitaðist af COVID-19 og myndi láta lífið af völdum sjúkdómsins hefur ekki komið fram Lesa meira

Jared Kushner segir „sannleikann um það sem gerðist bak við luktar dyr“

Jared Kushner segir „sannleikann um það sem gerðist bak við luktar dyr“

Pressan
25.06.2021

Það gengur illa hjá Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta, að finna bókaforlag sem vill gefa endurminningar hans út. Forlögin eru sögð hikandi vegna fyrri samskipta þeirra við Trump og vegna þess hversu erfitt hann á með að segja satt. Þetta hlýtur að valda Trump gremju og ekki síður sú staðreynd að Mike Pence, sem var varaforseti hans, átti ekki í neinum vandræðum með Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af