Formaður Repúblikanaflokksins viðurkennir að Biden hafi sigrað í forsetakosningunum
EyjanRonna McDaniel, formaður landsstjórnar Repúblikanaflokkins, viðurkenndi nýlega að Joe Biden hefði sigrað Donald Trump í forsetakosningunum á síðasta ári og að hann væri réttkjörinn forseti. Hún sagði einnig að „mörg vandamál“ hefður komið upp í tengslum við kosningarnar og að þau yrðu fulltrúar flokksins að takast á við. „Því miður sigraði Joe Biden í kosningunum og það er sársaukafullt að horfa upp á það. Lesa meira
Hann er vinur Trump og höfundur viðbjóðslegra samsæriskenninga – Nú þrengir að honum
PressanÞegar Donald Trump sigraði í forsetakosningunum 2016 átti Alex Jones sinn þátt í að tryggja honum sigur. Þá var ekki að sjá að nokkuð gæti stöðvað Jones sem er þekktur öfgahægrimaður og samsæriskenningasmiður. En nú þrengist hringurinn um hann og hann á í miklum erfiðleikum. Það hefur verið sagt að hann sé höfundur viðbjóðslegra samsæriskenninga, sem eiga sér enga stoð í Lesa meira
Donald Trump er í hefndarhug gegn flokksbróður sínum í Georgíu
EyjanDonald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, er ekki maður sem fyrirgefur auðveldlega eða viðurkennir að hann hafi tapað. Glöggt dæmi um það má sjá í tengslum við forsetakosningarnar á síðasta ári sem hann tapaði. Hann hefur ekki viljað sætta sig við niðurstöðurnar og hefur ítrekað sett fram ósannar fullyrðingar og samsæriskenningar um að rangt hafi verið haft við í kosningunum. Lesa meira
Athyglisverðar tölur – Miklu fleiri látast af völdum COVID-19 í ríkjum þar sem Trump nýtur mikils stuðnings
EyjanÁ hverjum degi látast rúmlega 1.000 manns af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum. Nýjar tölur sýna að mikill munur er á dánartíðninni á milli landshluta. New York Times tók nýlega saman yfirlit yfir andlátin af völdum COVID-19 í október og sýna tölurnar að tengsl eru á milli þess hvað íbúar kusu í forsetakosningunum á síðasta ári og dánartíðni. Sömu niðurstöður koma fram Lesa meira
Hann lést í flugslysi 1999 – Mörg hundruð stuðningsmenn Trump biðu endurkomu hans á þriðjudaginn
PressanÁ þriðjudaginn söfnuðust mörg hundruð stuðningsmenn QAnon-samsæriskenningarinnar saman við Dealey Plaza í Dallas í Texas en þar var John F. Kennedy, Bandaríkjaforseti, myrtur 1963. Ástæðan fyrir komu fólksins var að það var að bíða eftir að sonur forsetans, John F. Kennedy Jr., myndi birtast þar. En það þurfti ákveðna bjartsýni til að vonast eftir að hann léti sjá sig því hann fórst í flugslysi árið 1999, Lesa meira
„Stjórnstöð“ Donald Trump á frægu hóteli í Washington – Hvað fór fram þar?
PressanFrá 18. desember 2020 og fram til 6. janúar á þessu ári hafðist fámennur hópur hörðustu stuðningsmanna Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, við í nokkrum svítum á hinu fræga Willard hóteli í Washington. Nýjar upplýsingar hafa varpað smávegis ljósi á hvað fór fram í þessum svítum sem hafa verið nefndar „stjórnstöðin“. Washington Post birti nýlega frétt um málið þar sem Lesa meira
Donald Trump Jr. hæðir Alec Baldwin – Selur boli þar sem Baldwin er nuddað upp úr voðaskotinu
PressanDonald Trump Jr., sonur Donald Trump fyrrum Bandaríkjaforseta, er eins og faðir hans ekki hrifinn af fólki sem er ekki sömu skoðunar og þeir feðgar eða gerir grín að þeim. Þessu fær Alec Baldwin nú að kenna á. Baldwin skaut nýlega konu til bana og særði leikstjóra þegar unnið var að upptökum á nýrri kvikmynd. Svo virðist sem um voðaskot hafi Lesa meira
Trump kynnir nýjan samfélagsmiðil til sögunnar
PressanDonald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, hefur verið útilokaður frá mörgum samfélagsmiðlum vegna orðræðu sinnar. Hann ætlar nú að bregðast við þessu með því að stofna nýjan samfélagsmiðil sem hefur fengið nafnið Truth Social. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Trump Media & Technology Group (TMTG) sendi frá sér í nótt. Ekki er mikið vitað um hvernig þessi nýi samfélagsmiðill mun líta út Lesa meira
Gekk hann of langt að þessu sinni?
PressanBarack Obama, George W. Bush, Bill Clinton eru allir fyrrum forsetar Bandaríkjanna. Þeir ásamt Mike Pence, sem var varaforseti Donald Trump, hafa farið hlýjum orðum um Colin Powell, fyrrum utanríkisráðherra, sem lést í vikunni. En aðra sögu er að segja af Donald Trump sem hafði ekkert gott um Powell að segja. Þetta gæti vel snúist upp í höndunum á honum og valdið honum pólitísku tjóni. „Dásamlegt að sjá að Colin Powell, sem gerði Lesa meira
Óttast að Trump muni eyðileggja kosningarnar
EyjanÞað leikur enginn vafi á að Donald Trump er enn stærsta stjarna Repúblikanaflokksins og maðurinn sem hefur flokkinn á valdi sínu. Flokkurinn þarf á stuðningi stuðningsmanna hans að halda en nú óttast margir flokksmenn að ummæli Trump muni skemma fyrir flokknum í þingkosningunum á næsta ári. Kosið verður um öll sætin í fulltrúadeildinni á næsta ári og þriðjung sæta í öldungadeildinni. Lesa meira