„Hryllingur“ – Dæmd í 30 ára fangelsi fyrir að hafa pyntað þjónustustúlku og myrt
PressanHæstiréttur Singapore dæmdi Gaiyathiri Murugayan nýlega í 30 ára fangelsi fyrir að hafa pyntað og myrt þjónustustúlku sem starfaði hjá henni. Þjónustustúlkan, Piang Ngaih Don, var frá Mjanmar. Murugayan pyntaði hana, barði og svelti í rúmlega ár. Murugayan játaði sök í málinu í febrúar. Don var 24 ára þegar hún lést 2016 eftir 14 mánaða harðræði. See Kee Oon, dómari, sagði við dómsuppkvaðninguna að Murugayan, sem er fertug, glími Lesa meira
Alríkisdómari gagnrýnir Repúblikana harðlega – „Ég veit einfaldlega ekki á hvaða plánetu þetta fólk er“
PressanBandaríski alríkisdómarinn Royce Lamberth gagnrýndi á miðvikudaginn stjórnmálamenn úr röðum Repúblikana harðlega fyrir að gera lítið úr árásinni á þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn. Gagnrýnina setti hann fram þegar hann dæmdi konu í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tekið þátt í árásinni. „Ég veit einfaldlega ekki á hvaða plánetu þetta fólk er,“ sagði hann er hann Lesa meira
Markús dæmdur í fjögurra ára fangelsi – Nauðgaði dóttur sinni ítrekað árum saman
FréttirFrá því að hún var fimm ára þar til hún var níu ára mátti hún þola nauðganir af hálfu föður síns, Markúsar Betúels Jósefssonar. Stúlkan er nú 19 ára. Markús, sem er 51 árs, var í dag fundinn sekur um að hafa ítrekað nauðgað dóttur sinni og var hann dæmdur í fjögurra ára fangelsi af Lesa meira
„Græðgi hans á sér engin takmörk“
PressanStórir bátar, dýrir bílar, vilt partý, bikíniklæddar konur, dýr málverk, margar fasteignir. Þetta var meðal þess sem einkenndi líf Aram Sheibani sem var nýlega dæmdur í 37 ára fangelsi af dómstól í Manchester á Englandi eftir 10 vikna löng réttarhöld. Hann var sakfelldur fyrir svik, falsanir, peningaþvætti, skattsvik og mörg brot tengd fíkniefnalöggjöfinni. BBC og Manchester Evening News skýra frá þessu. Dómstóllinn komst að þeirri Lesa meira
Tvítugur maður dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir fjórar nauðganir og hótanir gegn unglingsstúlkum
Pressan„Ég nauðga móður þinni og keyri á hana.“ „Amma þín mun deyja í bílbruna.“ „Ég drep þig ef þú stundar ekki kynlíf með mér.“ Þetta eru nokkrar af þeim hótunum sem tvítugur maður af írönskum ættum var sakfelldur fyrir af undirrétti á Friðriksbergi í Danmörku í síðustu viku. Þrátt fyrir að þetta séu grófar hótanir Lesa meira
Unnustinn fékk bílinn lánaðan og ók of hratt – Bíllinn gerður upptækur til ríkisins
PressanÍ vikunni kvað dómstóll í Glostrup í Danmörku upp tímamótadóm. Málið snerist um of hraðan akstur 36 ára karlmanns. Hann var kærður fyrir að aka á 108 km/klst innanbæjar þar sem leyfður hámarkshraði er 50 km /klst. Samkvæmt nýlegri breytingu á umferðarlögunum er lögreglunni heimilt að leggja hald á bíla sem eru notaðir við svokallaðan „brjálæðisakstur“ og krefjast þess að Lesa meira
Reiknaði ekki með þessu frá lögreglunni þegar hann birti mynd af osti
PressanÁ föstudaginn var Carl Stewart, 39 ára, dæmdur í 13 ára fangelsi af dómara í Liverpool á Englandi. Stewart viðurkenndi að hafa smyglað kókaíni, heróíni, MDMA og ketamíni og að hafa tekið þátt í peningaþvætti. Það var ást hans á mygluosti sem varð honum að falli. The Guardian skýrir frá þessu. Stewart birti mynd af mygluosti á dulkóðaða samskiptaforritinu EncroChat og kom þar með sjálfum sér í vanda. Á myndinni hélt hann á Mature Blue Stilton frá Marks Lesa meira
Dæmd í sjö ára fangelsi – Geymdi níu kíló af amfetamíni í garðinum
Pressan59 ára kona var á mánudaginn dæmd í sjö ára fangelsi fyrir vörslu á níu kílóum af amfetamíni. Fíkniefnin fundust grafin í garðinum við heimili hennar í Viborg í Danmörku. Lögreglunni hafði borist ábending um að konan væri með fíkniefni og gerði því leit heima hjá henni og í garðinum hennar. Konan neitaði sök en viðurkenndi að Lesa meira
Gerði sér upp litla greind til að sleppa við þungan dóm – Þar með hófst sex ára martröð
PressanEftir misheppnað rán 2014 vildi Daninn Mikael Juncker Sørensen sleppa við að lenda í fangelsi. Hann greip því til þess ráðs að gera sér upp mjög litla greind þegar hann var sendur í geðrannsókn. En óhætt er að segja að þessi áætlun hans hafi heldur betur sprungið í andlitið á honum og orðið honum dýrkeypt. Hann var sendur Lesa meira
Sat saklaus í fangelsi í 44 ár – Krefst mun hærri skaðabóta en honum standa til boða
PressanÍ 44 ár sat Ronnie Long saklaus í fangelsi í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum fyrir glæp sem hann framdi ekki. Ronnie, sem er svartur, var fundinn sekur um að hafa nauðgað hvítri konu árið 1976. Kviðdómur, sem aðeins hvítt fólk sat í, komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði nauðgað konunni og gerst sekur um innbrot Lesa meira