fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025

dómsmál

Þrjár íslenskar konur ákærðar fyrir skattsvik eftir að hafa þegið 200 milljónir frá erlendum auðkýfingi

Þrjár íslenskar konur ákærðar fyrir skattsvik eftir að hafa þegið 200 milljónir frá erlendum auðkýfingi

Fréttir
17.10.2023

Afar sérstakt skattalagamál verður tekið fyrir í Héraðsdómi Suðurlands í næsta mánuði. Þrjár konur eru þar ákærðar fyrir skattalagabrot í tengslum við vináttu sína við erlendan auðmann og meintar fjárgjafir frá honum. Tvær kvennanna eru mæðgur. Ein konan er 28 ára gömul. Í ákæru er hún sögð hafa þegið af manninum rúmlega 131,4 milljónir króna, Lesa meira

Miklir peningar í húfi í stóru faðernismáli í Grindavík – Útgerðarmaðurinn dó í Tælandi

Miklir peningar í húfi í stóru faðernismáli í Grindavík – Útgerðarmaðurinn dó í Tælandi

Fréttir
14.10.2023

Faðernismálið þar sem krafist var DNA prófs af tólf ára dreng snýst að stærstum hlut um umtalsverðar fjárhæðir í dánarbúi. Sá sem lést var fyrrverandi útgerðarmaður í Grindavík. Á miðvikudag greindi DV frá málarekstrinum sem tvö börn látins manns úr fyrra hjónabandi, sonur og dóttir, háðu gegn ekkju föður síns. Ekkjan var þriðja eiginkona mannsins, var nokkuð Lesa meira

Segja „djöfullegan“ frænda hafa stolið húsinu þeirra

Segja „djöfullegan“ frænda hafa stolið húsinu þeirra

Pressan
13.10.2023

Auðug hjón í Bretlandi halda því fram að frændi annars þeirra sem þau kalla „djöfullegt skítseiði“ (e. devious little sod) hafi stolið húsi þeirra, sem er staðsett í hinu ríkmannlega hverfi South Kensington í London og metið á fjórar milljónir sterlingspunda ( tæplega 680 milljónir íslenskra króna). Hjónin heita Michael Lee, sem er 79 ára, Lesa meira

Tólf ára drengur þarf ekki að undirgangast DNA rannsókn – Móðir sökuð um framhjáhald

Tólf ára drengur þarf ekki að undirgangast DNA rannsókn – Móðir sökuð um framhjáhald

Fréttir
11.10.2023

Hæstiréttur Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að tólf ára sonur manns sem lést í fyrra þurfi ekki að undirgangast mannerfðafræðilega rannsókn. Hálfsystkini hans segja föðurinn hafa sakað móðurina um hjúskaparbrot og staðhæft að þau stunduðu ekki kynlíf. Hæstiréttur felldi sinn dóm í dag, 11. október, og staðfestir dóm Landsréttar frá því í maí síðastliðnum. Lesa meira

Dæmdur fyrir vörslu tuttugu tegunda fíkniefna og stera – Kylfa og raflostbyssa gerð upptæk

Dæmdur fyrir vörslu tuttugu tegunda fíkniefna og stera – Kylfa og raflostbyssa gerð upptæk

Fréttir
11.10.2023

Maður að nafni Sigurður Smári Ólafsson var í dag dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefna og vopnalagabrot. Í fórum hans fundust 20 tegundir af fíkniefnum, kylfa, raflostbyssa og fleira. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákærði Sigurð þann 20. júní síðastliðinn. En í hans fórum fundust bæði fíkniefni og Lesa meira

Harmleikurinn á Selfossi – Fyrrum verjandi krafðist 14 milljóna fyrir 80 daga vinnu en lögregla mótmælti óhóflegri tímaskýrslu

Harmleikurinn á Selfossi – Fyrrum verjandi krafðist 14 milljóna fyrir 80 daga vinnu en lögregla mótmælti óhóflegri tímaskýrslu

Fréttir
10.10.2023

Sverrir Sigurjónsson lögmaður stefndi lögreglustjóranum á Suðurlandi vegna verjendastarfa sinna í þágu karlmanns á þrítugsaldri sem er grunaður um að hafa orðið Sofiu Sarmite Kolesnikovu að bana þann 27. apríl. Sofia fannst látinn í heimahúsi á Selfossi og í kjölfarið voru tveir úrskurðaðir í gæsluvarðhald en öðrum var fljótlega sleppt. Rannsókn lögreglu hefur beinst að Lesa meira

Meintur morðingi í Drangahrauni segir hinn látna hafa fjárkúgað sig – „Ég vissi ekki hvað ég ætti að gera“

Meintur morðingi í Drangahrauni segir hinn látna hafa fjárkúgað sig – „Ég vissi ekki hvað ég ætti að gera“

Fréttir
09.10.2023

Nú standa yfir í Héraðsdómi Reykjaness réttarhöld yfir Maciej Jakub Talik, 39 ára gömlum manni, sem talinn er hafa myrt samlanda sinn, Jaroslaw Kaminski, aðfaranótt 17. júní síðastliðinn, að Drangahrauni í Hafnarfirði. Sjá einnig: Hryllingsnóttin í Drangahrauni – Meintur morðingi mættur í dómsal Dómari í málinu, Þorsteinn Davíðsson, bauð Maciej að rekja málið frá sínum Lesa meira

Hryllingsnóttin í Drangahrauni – Meintur morðingi mættur í dómsal

Hryllingsnóttin í Drangahrauni – Meintur morðingi mættur í dómsal

Fréttir
09.10.2023

Nú eru hafin réttarhöld yfir Maciej Jakub Talik, 39 ára gömlum manni, sem talinn er hafa myrt samlanda sinn, Jaroslaw Kaminski, aðfaranótt 17. júní síðastliðinn. Réttarhöldin eru í Héraðsdómi Reykjaness í Hafnarfirði. Atburðurinn átti sér stað í leiguhúsnæði sem þeir Jaroslaw og Maciej deildu, í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði, nánar tiltekið við götuna Drangahraun. Í ákæru Lesa meira

Landsréttur mildaði dóm yfir ofbeldisfullum eiginmanni og föður – Ógnarástand í tvö ár

Landsréttur mildaði dóm yfir ofbeldisfullum eiginmanni og föður – Ógnarástand í tvö ár

Fréttir
06.10.2023

Landsréttur hefur mildað dóm yfir manni fyrir heimilisofbeldi gagnvart fyrrverandi eiginkonu og tveimur börnum úr tveggja ára fangelsi í átján mánaða. Dómurinn féll þann 29. september en var birtur í dag 6. október. Maðurinn hafði verið sakfelldur í Héraðsdómi Suðurnesja þann 28. febrúar árið 2022 fyrir stórfelld brot í nánu sambandi gagnvart fyrrverandi eiginkonu sinni Lesa meira

Sauð upp úr milli ókunnugra á Ísafirði – Sagði brotaþola hafa „verið með einhverja stæla“

Sauð upp úr milli ókunnugra á Ísafirði – Sagði brotaþola hafa „verið með einhverja stæla“

Fréttir
05.10.2023

21 árs gamall karlmaður hlaut nýlega fjögurra mánaða dóm fyrir Héraðsdómi Vestfjarða fyrir líkamsárás fyrir utan veitingastað á Ísafirði fyrir rúmu ári síðan. Karlmaðurinn réðist þar á brotaþola og sló hann einu hnefahöggi í andlitið með hægri hendi, með þeim afleiðingum að brotaþoli féll í jörðina. Ákærði sló síðan brotaþola að minnsta kosti tveimur hnefahöggum Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af