Barnavernd á Akureyri braut gegn móður í harðri forsjárdeilu – Drengur á milli steins og sleggju
FréttirMóðir drengs vann mál þann 11. desember gegn Akureyrarbæ vegna framgöngu starfsmanna Barnaverndar Eyjafjarðar. Í nafni neyðarvistunar var drengurinn fjarlægður úr vist hjá henni og komið fyrir hjá föður. Málið á sér langan aðdraganda og lýsir sér í mjög harðvítugum deilum á milli móður drengsins og föður í kjölfar sambandsslita árið 2014. En þau áttu saman einn Lesa meira
Sakaður um að mynda beran karlmann í sturtu
FréttirHéraðssaksóknari hefur ákært mann fyrir brot gegn kynferðislegri friðhelgi. Er maðurinn sakaður um að taka ljósmyndir af öðrum manni í sturtu. RÚV greinir frá þessu. Atvikið átti sér stað í júlí árið 2022 á Ylströndinni í Nauthólsvík. Í ákærunni segir að hinn ákærði hafi farið í sturtuklefann í búningsaðstöðunni og tekið tvær ljósmyndir af öðrum Lesa meira
Skallaði mann í andlitið á Sogni og braut í honum augntóftina
FréttirMaður á fertugsaldri var á föstudag dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Skallaði hann annan mann í andlit þannig að sá hinn sami skaddaðist á sjón. Það var Lögreglustjórinn á Suðurlandi sem ákærði manninn fyrir að hafa veist að öðrum fyrir utan svokallaða Hjáleigu í fangelsinu að Sogni í Sveitarfélaginu Ölfusi þann 18. Lesa meira
Máli íbúa á þynningarsvæði stóriðjunnar á Grundartanga vísað frá – Brennisteinsdíoxíð og flúor
FréttirMáli íbúa og fyrirtækja á þynningarsvæði stóriðjuveranna á Grundartanga hefur verið vísað frá Landsrétti. Töldu stefnendur sig eiga skaðabótarétt á ríkið og sveitarfélagið Hvalfjarðarsveit vegna útgefinna starfsleyfa til járnblendiverksmiðjunnar Elkem og álversins Norðuráls. Stefnendur í málinu voru tvö fyrirtæki, iðnaðarfyrirtækið Skagastál og ferðaþjónustufyrirtækið At Iceland, sem og íbúarnir Gunnar Þór Gunnarsson og Inga Guðrún Gísladóttir. Þetta eru eigendur fimm jarða Lesa meira
Heimagert vopn notað í „grófri og ófyrirleitinni“ árás á leigubílstjóra
FréttirMaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í sjö mánaða fangelsi fyrir ýmis brot. Þar á meðal að veitast að leigubílstjóra og spreyja kryddvökva í andlit hans með heimagerðu úðavopni. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 22. desember en var birtur í dag. Ákæruatriðin voru fjögur talsins og játaði maðurinn brot sín skýlaust. Hið fyrsta laut Lesa meira
Sakborningi í Samherjamáli synjað um afrit af gögnum – Varðar viðkvæm einkamálefni annarra
FréttirLandsréttur hefur staðfest úrskurð Hérðasdóms Reykjavíkur um að embætti Héraðssaksóknara þurfi að afhenda gögn erlendis frá. Héraðsdómur Reykjavíkur tók málið fyrir þann 17. nóvember eftir að einn af einn af sakborningunum í Samherjamálinu skaut því þangað í lok október. Krafðist sakborningurinn, sem er ekki nefndur á nafn í dóminum, að felld yrði úr gildi ákvörðun Lesa meira
Kona vann loksins erfðamál gegn stjúpbörnum sínum í Hæstarétti – En þá var hún dáin
FréttirHæstiréttur Íslands hefur snúið við máli konu gegn stjúpdóttur sinni og stjúpbarnabörnum. Vildi hún fá gjafagjörning á málverkum, sem maður hennar gerði skömmu fyrir andlát sitt, skilgreindan sem arf. Konan tapaði málinu á fyrri dómstigum en vann það í Hæstarétti. Þá var hún hins vegar dáin. Eiginmaður konunnar hafði ráðstafað átta málverkum til dóttur sinnar Lesa meira
Máli Sýnar gegn Jóni Einari vísað frá – Segist hjálpa gamla fólkinu á Spáni að fá íslensku stöðvarnar
FréttirMáli Sýnar gegn Jóni Einari Eysteinssyni, sem hefur streymt sjónvarpsstöðvum félagsins á netinu, var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Stefnan var of óskýr að mati dómara. Í stefnunni segir að Jón Einar hafi frá árinu 2021 streymt læstum sjónvarpsstöðvum í gegnum síðuna www.iptv-ice.com og tekið gjald fyrir. Sýn vildi að Jón Einar upplýsti um bókhald sitt Lesa meira
Ökuníðingurinn í Grafarvogi dæmdur í enn eitt skiptið – Sviptur ævilangt en hættir ekki að keyra
FréttirÖkuníðingur sem missti bílprófið ævilangt fyrir löngu síðan hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að keyra bíl. Er þetta í sjötta sinn sem hann er dæmdur fyrir að keyra próflaus en hann á einnig dóma á bakinu fyrir ölvunar og fíkniefnaakstur. DV greindi frá málinu þann 22. nóvember síðastliðnum. Það er að íbúar Lesa meira
Þyngdu dóm yfir manni sem sendi hefndarklám á vini og ættingja fyrrverandi unnustu
FréttirLandsréttur þyngdi dóm um níu mánuði yfir manni vegna kynferðisbrota og heimilisofbeldis gegn fyrrverandi unnustu sinni. Var dómurinn þyngdur úr þremur árum og níu mánuði í fjögur og hálft ár. Landsréttur kvað upp sinn dóm í dag 15. desember. Manninum var gefið að sök kynferðisbrot, stórfelldar ærumeiðingar og stórfellt brot í nánu sambandi með því Lesa meira