Raðhnuplarar dæmdir til fangelsisvistar
FréttirÍ gær kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp dóma yfir tveimur karlmönnum sem ákærðir voru fyrir fjölmörg þjófnaðarbrot sem fólust öll í hnupli úr verslunum. Annar maðurinn var ákærður fyrir að hafa, einn síns liðs, í 15 skipti, á tímabilinu frá ágúst og fram í október 2022, stolið vörum úr verslunum að samtals verðmæti 512.708 krónur. Af Lesa meira
Bræður fá þunga dóma í fíkniefnamáli – Annar stal rándýru Rolex-úri og Louis Vuitton tösku
FréttirHéraðsdómur Reykjavíkur kvað 12. júlí upp dóma yfir fjórum mönnum. Þetta eru bræðurnir Rafal Romaniuk og Krysztof Romaniuk og samverkamenn þeirra; Rafal Adrian Olchanowski og Jacek Ciunczyk. Rafal Romaniuk, Jacek Ciunczyk og Rafal Adrian voru ákærðir fyrir stórfellt fíkiniefnalagabrot með því að hafa, í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði haft í vörslu sinni, í sölu og dreifingarskyni, Lesa meira
Jón Þór fékk sex mánaða fangelsi fyrir fimm líkamsárásir, brot gegn valdstjórninni og ölvunarakstur
FréttirJón Þór Gíslason, 24 ára Selfyssingur, var á föstudag dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar fyrir fimm líkamsárásir, brot gegn valdstjórninni og umferðarlagabrot. Fjórar líkamsárásanna áttu sér stað í sumarbústað sama kvöldið. Þrjár ákærur gegn Jóni Þóri voru sameinaðar. Sú fyrsta er dagsett 19. Ágúst 2021 þar sem hann er ákærður fyrir brot gegn valdstjórninn. Lögregla Lesa meira
Fyrrum stjúpfaðir Ingu Hrannar var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn sextán stúlkubörnum – „Alltaf afsakaður með að hann sé svo veikur maður“
Fókus„Svo birtist Hörður í DV og ég verð aftur þessi litla tíu ára stelpa sem sit hrædd inni á baði. Ég upplifi oft þetta varnarleysi. Það hefur líka verið stór biti að kyngja að einn maður geti komið inn í líf mitt og haft þessi áhrif. Og ég þurfi að sætta mig við að hann Lesa meira
Ingi dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun – Sagði 16 ára dóttur æskuvinar síns hafa gefið merki um að vilja kynlíf
FréttirIngi Valur Davíðsson, 39 ára gamall, var um miðjan maí dæmdur í tveggja og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi með dómi Héraðsdóms Norðurlands-eystra fyrir að nauðga sextán ára stjúpdóttur æskuvinar síns. Brotið átti sér stað í október árið 2021 á heimili Inga Vals í eftirpartýi þegar stúlkan var 16 ára gömul og hann 37 ára. Fyrir Lesa meira
Veitingastaður í Grindavík skaðabótaskyldur vegna líkamsárásar starfsmanns á drukkinn gest
FréttirVeitingastaðurinn Fishhouse í Grindavík, starfsmaður staðarins og Sjóvá-Almennar eru skaðabótaskyld vegna líkamstjóns karlmanns sem varð fyrir líkamsárás starfsmannsins á staðnum 14. júlí 2019. Stefndu,skulu jafnframt greiða stefnanda óskipt 1,5 milljón í málskostnað. Kemur þetta fram í dómi héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp 18. apríl síðastliðinn. Hnefahögg við barborðið Tildrög málsins eru þau að stefnandi Lesa meira
Vestmannaeyingur ákærður fyrir að hóta lögreglumönnum líkamsmeiðingum og börnum lífláti
FréttirTæplega fertugur Vestmannaeyingur hefur verið ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa hótað tveimur lögreglumönnum líkamsmeiðingum auk þess sem ákærði hótaði börnum annars þeirra lífláti og líkamsmeiðingum. Atvikið átti sér stað í fangageymslu á lögreglustöðinni að Hörðuvöllum 1, Selfossi, í byrjun desember 2021. Telst þetta varða við 1. mgr. 106. gr. Lesa meira
Dagmamma neitar að hafa orðið 15 mánaða stúlku að bana – „Ég veit ekki hvernig hún fékk þessa áverka“
PressanÍ gær hófust réttarhöld í Herning í Danmörku yfir 58 ára gamalli dagmömmu sem er ákærð fyrir að hafa orðið 15 mánaða stúlku að bana. Stúlkan var í umsjá konunnar þann 28. nóvember 2019 þegar hún var hrist harkalega og slegin margoft í höfuðið. Þetta er mat lögreglunnar og ákæruvaldsins. Danska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Stúlkan var Lesa meira
Kolbrún í áfalli: Í deilum við Ásgerði Jónu – „Ég var ekki að rjúfa neinn trúnað“
FréttirAðalmeðferð kærumáls Kolbrúnar Daggar Arnardóttur gegn Ásgerði Jónu Flosadóttir, formanni Fjölskylduhjálpar, var frestað í annað sinn á miðvikudaginn eftir að aðilaskýrslur voru teknar. Kolbrún stefndi Ásgerði eftir að sú síðarnefnda nafngreindi hana í útvarpi sem skjólstæðing samtaka sinna. Ástæðan var sú að DV birti nafnlausa frásögn Kolbrúnar af því hversu slæm matarúthlutun Fjölskylduhjálpar var fyrir Lesa meira
Fáar beiðnir um fyrirtöku mála hjá Hæstarétti samþykktar
FréttirFrá því að Landsréttur tók til starfa um síðustu áramót hefur Hæstiréttur samþykkt að taka níu mál til meðferðar af þeim 49 sem sótt hefur verið um að rétturinn taki til meðferðar. Rétturinn hefur því samþykkt að taka 18 prósent málanna til meðferðar. Fréttablaðið skýrir frá þessu. Með tilkomu Landsréttar breyttist hlutverk Hæstaréttar mikið og Lesa meira