Njósnir dómsmálaráðuneytisins vekja reiði meðal Demókrata
PressanBandaríska dómsmálaráðuneytið ætlar að hefja rannsókn á tilraunum ríkisstjórnar Donald Trump til að afla sér gagna um samskipti stjórnmálamanna úr röðum Demókrata. Í stjórnartíð Trump skipaði dómsmálaráðuneytið Apple til að afhenda gögn um samskipti stjórnmálamanna úr röðum Demókrata. New York Times sagði í umfjöllun að stjórn Trump hafi reynt að komast að hver lak upplýsingum um tengsl kosningaframboðs Trump við Rússland. Dómsmálaráðuneytið hafi því skipað Apple og öðru ónafngreindu tæknifyrirtæki Lesa meira
Joe Biden gagnrýnir þingið í Texas – Demókratar sneru á Repúblikana
PressanJoe Biden, Bandaríkjaforseti, segir að frumvarp, sem liggur fyrir þinginu í Texas, sé ólýðræðislegt. Frumvarpið gengur út á að takmarka möguleika fólks á að kjósa í forsetakosningum og innanríkiskosningum. Samkvæmt frumvarpinu verða möguleikar fólks til að greiða atkvæði utankjörstaðar þrengdir sem og möguleikar fólks til að afhenda atkvæðaseðla sína á kjörstöðum þar sem það ekur upp að Lesa meira
Versta martröð Biden er að verða að veruleika – Allt hófst þetta í Georgíu
PressanÞegar Bandaríkjamenn kusu sér forseta í nóvember á síðasta ári urðu þau tíðindi að Joe Biden sigraði í Arizona, sem hafði árum saman verið traust vígi Repúblikana, og það sama gerðist í Georgíu. Þetta fór illa í marga Repúblikana og hafa þeir að undanförnu unnið að því að koma í veg fyrir að svipaðir hluti Lesa meira
Repúblikanar reyna að draga úr möguleikum fólks til að kjósa
PressanÖldungadeild þings Georgíuríkis í Bandaríkjunum samþykkti í gær ný kosningalög sem fela í sér að verulega er þrengt að möguleikum fólks til að kjósa utan kjörfundar. Samkvæmt nýju lögunum verður mjög erfitt fyrir kjósendur að fá heimild til að kjósa utan kjörfundar. Markmiðið með lögunum er að styrkja stöðu Repúblikana í ríkinu því það eru yfirleitt kjósendur Lesa meira
AOC safnaði 4,7 milljónum dollara fyrir hrjáða Texasbúa
PressanAlexandria Ocasio-Cortez (sem oft er nefnd AOC), þingmaður Demókrataflokksins frá New York, hóf fjársöfnun fyrir hrjáða Texasbúa á fimmtudaginn en þeir glímdu við mikinn kulda, snjó og ísingu í síðustu viku þegar óvenjulegt vetrarveður skall á ríkinu. Í gærkvöldi höfðu 4,7 milljónir dollara safnast. Ivet Contreas, talskona AOC, staðfesti þetta við CNN í gærkvöldi. Vetrarveðrið í Texas hafði í för með sér víðtækt rafmagnsleysi og aðra erfiðleika. Um 70 manns Lesa meira
Erfiðir tímar fram undan hjá Repúblikönum eftir árásina á þinghúsið
EyjanÁrás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið síðasta miðvikudag opinberaði þann mikla klofning sem er í Repúblikanaflokknum. Líklegt má telja að árásin muni hafa mikil áhrif á bandarísk stjórnmál næstu árin. Stuðningsmenn Trump segja að árásin hafi verið mótmæli gegn þaulskipulögðu kosningasvindli þar sem sigurinn í forsetakosningunum hafi verið hafður af Trump. Aðrir segja að árásin hafi verið árás á lýðræðið Lesa meira
Þetta er konan á bak við sigur Biden í Georgíu – Næst er það baráttan um öldungadeildina
PressanStacey Abrams er vinsæl í Demókrataflokknum því það er ekki annað að sjá en að hún eigi stærstan hlut að máli hvað varðar sigur Joe Biden í forsetakosningunum í ríkinu. Barátta hennar er talin hafa tryggt Biden alla 16 kjörmenn ríkisins sem hefur verið vígi Repúblikana allt frá því að Bill Clinton sigraði þar 1992. Það sem rekur Abrams áfram er ósigur hennar í ríkisstjórakosningunum í Georgíu í nóvember Lesa meira
Hann er maðurinn sem getur stöðvað allar tilraunir Biden til umbóta
EyjanLíklega er hann sá Repúblikani sem flestir á vinstri vængnum hata og telja vera sérstakan verndara stórkapítalista. Hann heitir Mitch McConnell og er leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni. Þar er hann í kjöraðstöðu til að kæfa endurbótaáætlanir Demókrata eða hleypa þeim í gegn. Kjósendur í Kentucky kusu þennan 78 ára íhaldsmann til setu í öldungadeild þingsins Lesa meira
Ótrúlegar fjárhæðir streyma í kosningasjóði Demókrata
PressanKosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum verður væntanlega sú dýrasta í sögunni. En það er líka kosið til þings og ýmissa embætta víða um landið og þar er háum fjárhæðum einnig eytt. Demókratar hafa sótt sér ótrúlegar upphæðir í kosningasjóði sína og er mikill munur á framlögum til þeirra og Repúblikana að þessu sinni. Kosningaframboð Joe Biden hefur fengið Lesa meira
Hún gæti orðið martröð Donald Trump en er heldur ekki samvinnuþýð við Demókrata
PressanAðeins einu sinni frá 1948 hefur meirihluti kjósenda í Arizona kosið frambjóðanda Demókrata til forsetaembættisins frekar en frambjóðanda Repúblikana. Það var 1996 þegar Bill Clinton sigraði í ríkinu. En Joe Biden og kosningateymi hans vonast nú til að geta leikið þetta eftir. Ef Biden sigrar í ríkinu fær hann 11 kjörmenn og nær þá að stela þeim fyrir framan nefið á Trump enda ríkið almennt talið öruggt Lesa meira