Dagbókarskrif Ólafs Ragnars vekja athygli: „Guðs lukka að hann hafi verið forseti þegar Davíð óð upp í frekju sinni“
FréttirSkrif Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta Íslands, um Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hafa vakið nokkurt umtal á samfélagsmiðlum. Greint var frá því í gær að Ólafur Ragnar hefði tekið saman brot úr dagbókum sem hann hélt meðan deilurnar um fjölmiðlalögin og Icesave stóðu sem hæst. Birtast dagbókarbrotin í nýrri bók Ólafs, Þjóðin og valdið: Fjölmiðlalögin og Icesave, sem Lesa meira
Spyr hvort Davíð muni biðjast afsökunar á ærumeiðingum – fékk sjálfur fleiri orlofsdaga en Dagur
Eyjan„Davíð og Moggamenn hafa ekki enn þá séð ástæðu til að biðjast afsökunar á ærumeiðingum sínum. Enda djúpt á sómakenndinni þar á bæ.“ skrifar Ólafur Arnarson í nýjum Náttfarapistli á Hringbraut. Ólafur segir að í heilan mánuði hafi verið beðið eftir því að Davíð Oddsson og Morgunblaðið biðji Dag B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóra, afsökunar á Lesa meira
Fúll út í Davíð Oddsson: „Hvað er hér á seyði?“
FréttirPistlahöfundurinn, samfélagsrýnirinn og dýraverndunarsinninn Ole Anton Bieltvedt er allt annað en sáttur við Davíð Oddsson ritstjóra Morgunblaðsins. Ole segir að Davíð standi ekki við eigin ritstjórnarstefnu, þoli ekki gagnrýni á eigin skrif og birti hana ekki heldur. Ole Anton skrifar pistil um þetta á vef Vísis sem birtist í morgun en hann sendi Davíð bréf fyrir skemmstu þar sem hann gagnrýndi að Lesa meira
Svarthöfði skrifar: Ómissandi menn
EyjanFastir pennarSvarthöfði skemmtir sér konunglega þessa dagana að fylgjast með pólitíkinni og það hvernig veruleikinn bítur nú í rassinn á hrokafullum pótintátum sem virðast hafa litið á kjósendur sem einfeldinga sem hægt væri að bjóða hvað sem er. Nú, þegar vinstri stjórn Katrínar og Barna hefur setið í því sem næst sjö ár eru Vinstri græn Lesa meira
Dagur er fokvondur: „Einhver vanstilltasti og orðljótasti leiðari Morgunblaðsins sem ég hef lesið“
FréttirDegi B. Eggertssyni, fyrrverandi borgarstjóra og núverandi formanni borgarráðs, var ekki hlátur í huga þegar hann las leiðara Morgunblaðsins í dag. Í leiðaranum er farið hvössum orðum um Dag og hann meðal annars kallaður „orlofssuga“ og „orlofssugu óhemja“. Dagur tjáir sig um leiðarann á Facebook-síðu sinni og segir meðal annars: „Enn einn – en þó einhver Lesa meira
Orðið á götunni: Leiðarahöfundur Morgunblaðsins kastar grjóti úr glerhúsi
EyjanLeiðarahöfundur Morgunblaðsins leggst venju fremur lágt í leiðaradagsins og kallar hann þó ekki allt ömmu sína þegar kemur að lágkúrulegum árásum á pólitíska andstæðinga sína. Leiðarahöfundur, sem orðið á götunni segir að sé Davíð Oddsson, byrjar leiðarann á þessum orðum: „Yfirgengilega orlofssugan, Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs …“ Næsta málsgrein hefst svo: „Á borgarstjóratíð sinni Lesa meira
Orðið á götunni: Morgunblaðsmenn orðnir þreyttir á afskiptum ritstjórans aldna
EyjanNokkurrar óþreyju mun tekið að gæta hjá ýmsum blaðamönnum Morgunblaðsins vegna þaulsetu Davíðs Oddssonar á ritstjórastól blaðsins. Orðið á götunni er að þrátt fyrir að ritstjórinn aldni hafi það fyrir vana að mæta til vinnu seint og um síðir og dvelja skamma stund á vinnustað sé fátt sem hann telji sér óviðkomandi varðandi efni og Lesa meira
Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni
EyjanÞjóðin verður að sýna ráðamönnum að eini pólitíski ómöguleikinn í Evrópumálum sé að þjóðþingið skelli skollaeyrum við skýrum vilja þjóðarinnar, skrifar Ólafur Arnarson í nýjum Dagfarapistli á Hringbraut. Hann segir það ekkert nýtt að ráðamenn og ráðandi öfl kúgi þjóðina, auðvelt sé að kúga eyþjóð eins og Íslendinga, sem ekki geti trítlað yfir landamæri heldur Lesa meira
Sigmundur Ernir skrifar: Það er hægt að breyta um pólitískan kúrs
EyjanFastir pennarSögulegustu umskiptin í íslenskri pólitík eru þau þegar Reykjavíkurlistinn komst til valda fyrir réttum þrjátíu árum. Þá var íhaldinu veitt náðarhöggið í borginni, eitthvað sem forhertustu og innmúruðustu afturhaldsseggir höfuðstaðarins töldu að væri með öllu óhugsandi um aldur og ævi. Auðvitað hafði lestin runnið út af sporinu fáeinum árum áður, en þá mistókst þáverandi krónprins Lesa meira
Orðið á götunni: Morgunblaðið auglýsir eftir „nýrri köllun“ Katrínar Jakobsdóttur
EyjanOrðið á götunni er að það hafi verið grátbroslegt að fylgjast með því í dag hvernig þeir sem töpuðu forsetakosningunum um liðna helgi hafa reynt að sleikja sár sín og leita sökudólga. Ekki fór á milli mála að Morgunblaðið gekk fram fyrir skjöldu í aðdraganda kosninganna í stuðningi við Katrínu Jakobsdóttur. Útsendarar blaðsins voru gerðir Lesa meira