„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus16.01.2025
Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn David Lynch er látinn 78 ára aldri. Lynch fór eigin leiðir við listsköpun sína og fylgdi ekki meginstraumnum í Mekka bandarískrar kvikmyndagerðar, Hollywood. Hann sagði sjálfur að hann væri fremur undir áhrifum evrópskra kvikmyndaleikstjóra fremur en bandarískra. Lynch sagði evrópskar kvikmyndir hreyfa mun meira við innstu kimum sálar hans en kvikmyndir landa hans. Lesa meira