Cameron snýr aftur
Eyjan13.11.2023
David Cameron sem var forsætisráðherra Bretlands frá 2010-2016, en sagði af sér eftir að breska þjóðin samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu að Bretland skyldi segja sig úr Evrópusambandinu, var fyrr í dag skipaður utanríkisráðherra Bretlands. Cameron, sem tilheyrir Íhaldsflokknum, er ekki lengur þingmaður í neðri deild þingsins en yfirleitt eru allir ráðherrar í ríkisstjórn Bretlands einnig þingmenn. Lesa meira