Talinn of hættulegur til að fangelsisdómur geti átt við – Hryllilegar lýsingar á kynferðisofbeldi
FréttirÍ dag hefjast réttarhöld hjá undirrétti í Glostrup í Danmörk í máli 35 ára karlmanns sem er ákærður fyrir hrottalegar nauðganir, líkamsárásir, ofbeldi og hótanir gegn þremur konum. Brotin stóðu yfir í fjölda ára. Ákæruvaldið telur manninn svo hættulegan að fangelsisdómur eigi ekki við í tilfelli hans. Af þeim sökum krefst ákæruvaldið þess að hann Lesa meira
Lögreglan stöðvaði bíl um miðja nótt – Málið vatt upp á sig og í gær féll tímamótadómur
FréttirAðfaranótt 29. apríl stöðvuðu lögreglumenn á Sjálandi í Danmörku akstur ökumanns. Um hefðbundið eftirlit lögreglunnar var að ræða. En málið vatt heldur betur upp á sig og í gær féll dómur í því og er um tímamótadóm að ræða. Akstur ökumanns var stöðvaður klukkan 02.06. Hann er 35 ára. Í farþegasætinu var 12 ára stúlka Lesa meira
Stytta veturinn um einn mánuð og spara þannig í snjómokstri
PressanNýlega bauð danska vegagerðin út snjómokstur næsta vetur. Boðin voru há og niðurstaða sérfræðinga vegagerðarinnar var að þetta yrði alltof kostnaðarsamt. En þá fékk einhver þá snjöllu hugmynd að stytta veturinn bara um einn mánuð til að þetta yrði viðráðanlegt kostnaðarlega séð. Þessi ákvörðun var tekin eftir að farið hafði verið yfir veðurgögn nokkur ár aftur í Lesa meira
Leggja til að múslímskum stúlkum verð bannað að nota slæður í dönskum skólum
PressanÞað á að vera bannað að vera með slæðu, hefðbundinn höfuðfatnað margra múslímskra stúlkna og kvenna, í dönskum grunnskólum. Þetta er ein af tillögum nefndar, sem danska ríkisstjórnin setti á laggirnar fyrr á árinu, um hvernig sé hægt að koma í veg fyrir að stúlkur og konur úr röðum innflytjenda lúti stjórn fjölskyldna sinna og Lesa meira
Komu upp um óhugnanleg hryðjuverkaáform í Danmörku – Vopn, stálkúlur og efni til sprengjugerðar
FréttirÍ dag hefjast réttarhöld í Holbæk í Danmörku fyrir tveimur körlum og einni konu sem eru ákærð fyrir að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á óþekktum stað í Danmörku eða erlendis. Um hjón, 31 og 35 ára, og 37 ára karlmann er að ræða. Karlarnir eru bræður. Allt neitar fólkið sök. Það var í febrúar á síðasta Lesa meira
Dagmamma neitar að hafa orðið 15 mánaða stúlku að bana – „Ég veit ekki hvernig hún fékk þessa áverka“
PressanÍ gær hófust réttarhöld í Herning í Danmörku yfir 58 ára gamalli dagmömmu sem er ákærð fyrir að hafa orðið 15 mánaða stúlku að bana. Stúlkan var í umsjá konunnar þann 28. nóvember 2019 þegar hún var hrist harkalega og slegin margoft í höfuðið. Þetta er mat lögreglunnar og ákæruvaldsins. Danska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Stúlkan var Lesa meira
„Algjör klikkun“ – Deilt um hugmyndir dönsku ríkisstjórnarinnar um að heimila breytingu á kynskráningu kornabarna
EyjanUmræðan um lagalegt kyn barna hefur vakið upp miklar tilfinningar í Danmörku á síðustu árum. Nú hefur ríkisstjórnin kynnt lagafrumvarp þar sem kveðið verður á um að engin neðri aldursmörk verði um breytingu á kynskráningu í þjóðskrá. Samkvæmt þessu verður heimilt að breyta kynskráningu kornabarna í þjóðskrá. Danskar kennitölur eru þannig uppbyggðar að fyrstu sex Lesa meira
Framkvæmdastjóri N1 útskýrir af hverju eldsneytisverð hefur ekki lækkað í takt við heimsmarkaðsverð – Mun lægra verð í Danmörku
FréttirNú er heimsmarkaðsverð á olíu svipað og það var fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Eflaust hafa margir tekið eftir að þrátt fyrir þetta hefur eldsneytisverð hér á landi ekki lækkað í takt við þetta og er mun hærra en víða í Evrópu. Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1, sagði í samtali við Morgunblaðið að staðan sé tekin Lesa meira
Danskir hermenn eiga að þjálfa úkraínska hermenn
FréttirMorten Bødskov, varnarmálaráðherra Danmerkur, tilkynnti í gær að 130 danskir hermenn muni annast þjálfun úkraínskra hermanna. Þetta er verkefni undir stjórn Breta. Danska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Dönsku hermennirnir munu meðal annars þjálfa Úkraínumennina í notkun skotvopna, bardögum í bæjum og borgum, hernaðartaktík á vígvellinum og skyndihjálp. Þjálfunin fer fram í Bretlandi en Danir opna einnig Lesa meira
Íslenskur karlmaður úr lífshættu eftir líkamsárás í Álaborg
FréttirÍslenskur karlmaður, sem varð fyrir líkamsárás á Rødhus Klit Camping, nærri Álaborg á Jótlandi, á laugardaginn er úr lífshættu. Tveir Íslendingar voru handteknir, grunaðir um árásina. Þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Allt að sex ára fangelsi liggur við broti af þessu tagi í Danmörku. Fréttablaðið hefur eftir Maria Odgaard, upplýsingafulltrúa lögreglunnar á Norður-Jótlandi, að ástand fórnarlambsins, sem er 56 ára, sé nú Lesa meira