Tvennt grunað í morðmálinu í Holbæk – Barnshafandi kona og barn hennar létust
Pressan24 ára afganskur karlmaður og 33 ára afgönsk kona voru í gær úrskurðuð í gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar á Sjálandi í Danmörku. Þau eru grunuð um aðild að morðinu á 37 ára afganskri konu á fimmtudaginn. Konan hafði nýlokið vinnu á dvalarheimili aldraðra í Holbæk og var nýsest í bílinn sinn þegar maður réðst á hana með hníf að Lesa meira
Barnshafandi kona var myrt í Danmörku fyrir sex árum – Í gær var ákæra gefin út á hendur meintum morðingja
PressanÍ nóvember 2016 var Louise Borglit, 29 ára, myrt í Elverparken í Herlev í Kaupmannahöfn. Hún var stungin til bana. Hún var gengin sjö mánuði með barn sitt. Það lifði árásina ekki af. Rannsókn lögreglunnar á morðinu miðað lítið árum saman en í maí á þessu ári tilkynnti lögreglan að hún hefði handtekið meintan morðingja. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Lesa meira
Ólétt kona stungin til bana á götu úti í Danmörku – Barnið er á lífi
Pressan37 ára kona var stungin til bana í Holbæk á Sjálndi seint í gærkvöldi. Hún var barnshafandi. Barnið er á lífi að sögn lögreglunnar. Samkvæmt fréttum danskra fjölmiðla þá var lögreglunni tilkynnt um árásina, sem átti sér stað á Samsøvej, klukkan 23.10. „Við fengum tilkynningu um yfirstandandi árás. Við komum fljótt á vettvang og fundum konuna sem var illa særð Lesa meira
Dramatískt kosningakvöld í Danmörku – Þetta eru sigurvegarar og taparar kosninganna
EyjanKlukkan átti skammt eftir í eitt í nótt að dönskum tíma þegar síðustu atkvæðin í þingkosningum gærdagsins höfðu verið talin. Óhætt er að segja að spenna hafi ríkt allt fram að síðustu tölum. Samkvæmt útgönguspám Danska ríkisútvarpsins (DR) og TV2, sem voru birtar þegar kjörstöðum var lokað klukkan 20, þá stefndi í að rauða blokkinn, vinstri Lesa meira
Fréttaskýring – Þingkosningar í Danmörku á morgun – Gríðarleg spenna
EyjanDanir ganga að kjörborðinu á morgun og kjósa til þings. Mikil spenna ríkir um úrslitin og segja margir stjórnmálafræðingar að erfitt sé að spá fyrir um úrslitin. Samkvæmt skoðanakönnunum þá munu hvorki rauð-blokk né blá-blokk ná meirihluta á þingi en til þess þarf 90 þingmenn. Rauð-blokk stendur aðeins betur að vígi og mældist með 83 Lesa meira
Friðrik krónprins styður ákvörðun móður sinnar – Vill „magurt konungsdæmi“
PressanÞað vakti mikla athygli og sterk viðbrögð hjá mörgum, aðallega Jóakim prins og fjölskyldu hans, þegar Margrét Þórhildur, Danadrottning, tilkynnti fyrir um mánuði síðan að börn Jóakims, sem er yngri sonur hennar, muni missa prinsa og prinsessutitla sína frá áramótum. Ákvörðunin féll í grýttan jarðveg hjá mörgum Dönum og var mikið fjallað um hana í Lesa meira
GPS lá niðri í danskri lofthelgi í 15 mínútur – „Eitthvað sem við sjáum venjulega á átakasvæðum“
FréttirSíðdegis þann 3. október síðastliðinn áttu flugvélar, sem flugu í danskri lofthelgi, í erfiðleikum með að ná sambandi við GPS-kerfið. Vandinn kom upp um klukkan 15. Á sama tíma áttu mörg skip einnig í vanda við að ná sambandi við kerfið. TV2 skýrir frá þessu og byggir á gögnum frá samgöngustofnuninni sem sjónvarpsstöðin fékk afhent á grundvelli Lesa meira
Nýjar reglur – Borgarstarfsfólk á ekki lengur að segja „pabbi“ og „mamma“
PressanFramvegis á starfsfólk Kaupmannahafnarborgar að forðast að nota orð eins og „mamma“, „pabbi“, „lögreglumaður“ og „formaður“. Þetta kemur fram í nýjum málfarsleiðbeiningum borgarinnar. Berlingske skýrir frá þessu. Fram kemur að leiðbeiningarnar hafi verið sendar til borgarstarfsmanna. Þetta er liður í því að viðurkenna borgarana eins og þeir eru að sögn blaðsins. Borgin segir að það geti Lesa meira
Boðar væntanlega til þingkosninga í Danmörku í dag
EyjanAllt bendir til að Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, boði til þingkosninga í dag. Í sumar gaf Radikale Venstre, sem er stuðningsflokkur minnihlutastjórnar Jafnaðarmanna (flokks Frederiksen) frest til upphafs þings nú í október til að boða til kosninga. Að öðrum kosti myndi flokkurinn leggja fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina. Ljóst er að ríkisstjórnin þarf á stuðningi Radikale Venstre að halda og því kemst Frederiksen ekki hjá því að boða Lesa meira
Danir, Norðmenn og Þjóðverjar gefa Úkraínumönnum vopn fyrir 12 milljarða
FréttirÍ gær var tilkynnt að Danir, Norðmenn og Þjóðverjar muni greiða Slóvakíu sem svarar til um 12 milljarða íslenskra króna fyrir að framleiða vopn fyrir úkraínska herinn. Þetta eru fallbyssur af gerðinni Zuzana-2 en Úkraínumenn hafa mikla þörf fyrir fleiri stórskotaliðsvopn. Danska ríkisútvarpið segir að þegar Matin Bødskov, varnarmálaráðherra Danmerkur, tilkynnti þetta í gær hafi hann sagt að Lesa meira