Uppselt á Hróarskelduhátíðina 2021
PressanEngin Hróarskelduhátíð verður haldin þetta árið en ástæðan er að sjálfsögðu heimsfaraldur kórónuveiru. Hátíðin í ár hefði verið sú fimmtugasta í röðinni. En skipuleggjendur hátíðarinnar halda ótrauðir áfram og stefna á að halda hátíðina á næsta ári. Þessu hefur verið vel tekið, svo vel að nú er uppselt á hana. Þeim, sem höfðu keypt miða Lesa meira
Ákærðir fyrir smygl á 9 tonnum af kókaíni
PressanSaksóknarar í Kaupmannahöfn hafa ákært 15 manns í máli sem er væntanlega eitt stærsta fíkniefnamál Danmerkur frá upphafi. Ákært er fyrir smygl á 9 tonnum af kókaíni frá Hollandi, Belgíu og Þýskalandi frá 2012 fram á sumarið 2019. Nokkrir eru einnig ákærðir fyrir brot á vopnalöggjöfinni. Annika Jensen, saksóknari, sagði í samtali við Ekstra Bladet Lesa meira
Reikna með 4.000 milljarða króna halla hjá danska ríkinu
PressanDanska fjármálaráðuneytið kynnti á þriðjudaginn áætlun um afkomu ríkissjóðs á árinu. Reiknað er með að hallinn verði allt að 197 milljarðar danskra króna en það svarar til um 4.000 milljarða íslenskra króna. Ástæðan fyrir þessum mikla halla er COVID-19 faraldurinn en danska ríkið hefur þurft að bregðast við honum með miklum útgjöldum til að styðja Lesa meira
Fleiri flóttamenn yfirgefa Danmörku en koma til landsins
PressanÍ fyrsta sinn síðan 2011 gerðist það á síðasta ári að fleiri flóttamenn yfirgáfu Danmörku en komu til landsins. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá útlendingaráðuneyti landsins. Á síðasta ári yfirgáfu 730 fleiri flóttamenn landið en komu til þess. Þetta er mikil breyting ef miðað er við árið 2015 en þá komu um 16.000 Lesa meira
Handtaka vegna yfirvofandi hryðjuverks í Danmörku
PressanLögreglan í Kaupmannahöfn og leyniþjónusta lögreglunnar handtóku á öðrum tímanum í dag mann í Kaupmannahöfn vegna gruns um að hann hefði í hyggju að fremja hryðjuverk. Telur lögreglan sig hafa komið í veg fyrir hryðjuverk. Lögreglan skýrði frá málinu á fréttamannafundi síðdegis. Þar kom fram að maðurinn sé grunaður um að hafa ætlað að útvega Lesa meira
Lofsama frammistöðu Íslendinga vegna COVID-19 faraldursins – „Íslendingar eru bara snjallari“
PressanÍ umfjöllun danska fjölmiðilsins TV2 um helgina er frammistaða Íslendinga í baráttunni við COVID-19 faraldurinn lofsömuð og því haldið fram að Danir geti svo sannarlega lært af þeirri aðferðafræði sem beitt hefur verið hér á landi. „Hvaða aðferðafræði er best gegn útbreiðslu kórónuveiru? Þessari spurningu hafa rúmlega hundrað lönd þurft að reyna að svara síðustu Lesa meira
Danska ríkið þarf að fá 5.000 milljarða lánaða á næstu mánuðum
PressanÁ næstu fjórum mánuðum þarf danska ríkið að verða sér úti um sem svarar til um 5.000 milljarða íslenskra króna að láni eða 250 milljarða danskra króna. Þetta er auðvitað mjög há upphæð og ekki einfalt mál að útvega hana að mati hagfræðinga. Þessi mikla lánsfjárþörf er tilkomin vegna COVID-19 faraldursins og þeirra miklu útgjalda Lesa meira
Yfirlæknir leit á nafnalistann yfir COVID-19 sjúklinga og krefst nú svara
PressanÞegar Thomas Benfield, yfirlæknir og prófessor á smistjúkdómadeild Hvidovre sjúkrahússins í Kaupmannahöfn, skoðaði nafnalistann yfir innlagða COVID-19 sjúklinga tók hann eftir að fjöldi innflytjenda var ekki í samræmi við samsetningu danska samfélagsins. Miklu fleiri innflytjendur hafa hlutafallslega verið lagðir inn á sjúkrahús vegna veirunnar en Danir. Sama staða er uppi á smitsjúkdómadeildinni og gjörgæsludeildinni að Lesa meira
Danir slaka á hömlum vegna COVID-19 – Hárgreiðslustofur, dómstólar og fleiri taka til starfa á nýjan leik
PressanRíkisstjórn danskra jafnaðarmanna náði í gærkvöldi samkomulagi við stóran hluta þingsins um að létta fleiri hömlum af dönsku samfélagi en ákveðið hafði verið fram að þessu. Í vikunni var fyrsta skrefið stigið þegar skólar og leikskólar tóku til starfa á nýjan leik. Í gærkvöldi náði minnihlutastjórn jafnaðarmanna síðan samkomulagi við aðra flokka um að opna Lesa meira
Orkufyrirtæki og bjórframleiðandi í samvinnu – Framleiða 1,4 milljónir lítra af handspritti á viku
PressanDanski bjórframleiðandinn Carlsberg og orkufyrirtækið Ørsted hafa nú tekið höndum saman um framleiðslu á handspritti. Carlsberg mun breyta stórum hluta af framleiðslu sinni í brugghúsinu í Fredericia og hefja framleiðslu á alkóhóli, sem er einn stærsti hlutinn af handspritti, í stað bjórs. Tankbílar Carlsberg munu því ekki aka með freyðandi bjór á næstunni heldur alkóhól Lesa meira