Sparsamir Danir – Eiga tæplega billjón krónur í bönkum landsins
PressanHeimsfaraldur kórónuveirunnar hefur orðið til þess að margir Danir hafa kosið að bæta við bankainnistæður sínar sem hafa gildnað töluvert á undanförnum árum. Í maí jukust innlán danskra banka um 12 milljarða danskra króna og voru þá orðin 999 milljarðar. Það er því ekki langt í að Danir eigi eina billjón króna í bönkum landsins. Lesa meira
Tveir Danir dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir morð
PressanÍ síðustu viku voru tveir ungir Danir, Osama Mohammad Khidhir, 20 ára, og Ibrahim Jamil Bader Merei, 24 ára, dæmdir í ævilangt fangelsi fyrir morð og morðtilraun. Þeir eru félagar í glæpagenginu Loyal to Familia sem er glæpagengi innflytjenda á Norðurbrú í Kaupmannahöfn. Þeir voru fundnir sekir um að hafa myrt mann fimmtudag einn í Lesa meira
Tilkynnti ekki um lát móður sinnar og tók við ellilífeyri hennar árum saman
PressanÁ fimmtudag í síðustu viku fóru lögreglumenn í Gentofte í Kaupmannahöfn að heimili einu í hverfinu til að kanna með eldri konu sem þar bjó. Þetta var gert að ósk félagsmálayfirvalda. Konan fannst látin á heimilinu og hafði verið látin í tvö til þrjú ár að því að talið er. Samkvæmt frétt Ekstra Bladet þá Lesa meira
Rannsökuðu hvort Peter Madsen hafi banað Emilie Meng
PressanAð minnsta kosti þrisvar sinnum hefur danska lögreglan rannsakað hvort Peter Madsen tengist morðinu á Emilie Meng sem var myrt í júlí 2016. Hún var 17 ára. Hún hvarf þegar hún var á leið heim eftir næturskemmtun. Lík hennar fannst síðan í desember sama ár fjarri þeim stað þar sem hún sást síðast. Peter Madsen Lesa meira
Hópur rúmenskra hraðbankaþjófa handtekinn
PressanDanska lögreglan handtók í síðustu viku þrjá Rúmena, tvo karla og eina konu, sem eru grunuð um að hafa sprengt hraðbanka í Helsingør aðfaranótt þriðjudags. Hraðbankinn skemmdist mikið en þjófunum tókst ekki að ná peningum úr honum. Karlarnir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 15. júlí en konunni var sleppt þar sem hún ekki talin Lesa meira
Dönsku hægriflokkarnir vilja banna bænaköll múslima
PressanÞegar hin heilaga hátíð múslima, Ramadan, hófst þann 24. apríl ómuðu bænaköll múslima úr hátölurum sem hafði verið komið fyrir á knattspyrnuvelli í Gellerup í Árósum. Bænaköllin voru skipulögð af forsvarsmönnum Fredens moskunnar sem var lokuð vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. En bænaköllin á knattspyrnuvellinum virðast ætla að draga dilk á eftir sér því þau hrundu af Lesa meira
Ekki voru allir sáttir við ástarleik parsins
PressanSíðdegis síðasta sunnudag kom til harkalegra deilna á Lille Strandvej í Hellerup í Danmörku. Ástæðan var að tveir ungir menn komu þar að pari sem var að stunda kynlíf í Suzuki Swift. Ungu mennirnir, sem eru 19 og 28 ára, gerðu vart við sig og bentu parinu í bílnum á að allir gætu séð hvað Lesa meira
Danskt bóluefni gegn COVID-19 lofar góðu
PressanTilraunir danskra vísindamanna með bóluefni gegn COVID-19 lofa góðu en þær hafa verið gerðar á músum. Næsta skref er að gera tilraunir á fólki. Það er hópur vísindamanna við Kaupmannahafnarháskóla sem hefur unnið að þróun bóluefnis gegn COVID-19. Politiken hefur eftir þeim að tilraunir á músum lofi góðu. Bóluefnið er sagt vera „meinlaus veira“ sem Lesa meira
Danskur raðmorðingi dæmdur í lífstíðarfangelsi
PressanÁ sunnudaginn var James Schmidt, 28 ára Dani af súdönskum uppruna, dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir tvö ránmorð sem hann framdi í mars á síðasta ári. Hann var sýknaður af ákæru um þriðja morðið því búið var að brenna líkið þegar rannsókn hófst og því var ekki hægt að kryfja það. Fórnarlömbin voru ellilífeyrisþegar á níræðisaldri. Lesa meira
Dæmdur í fangelsi fyrir að hósta á lögreglumenn
PressanTvítugur maður var í vikunni dæmdur í þriggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi af Vestri-Landsrétti í Danmörku fyrir að hafa hóstað á lögreglumenn og hrópað „kóróna“. „Kórónuhrópin“ mat dómurinn sem hótun um ofbeldi. Málið er fordæmisgefandi og hafði niðurstöðunnar verið beðið með spenningi. Undirréttur dæmdi manninn í 30 daga fangelsi fyrir að hafa flúið úr fangelsi en Lesa meira