Ungir piltar brutust inn til að stela flöskum – Húsráðandinn lá dáinn í húsinu
PressanDyr, sem búið var að brjóta upp, og brotin rúða vöktu grun hjá lögreglunni um að eldri kona hefði verið myrt á heimili sínu á Orø í Danmörku. Konan fannst látin inni í húsinu og hafði greinilega ekki látist nýlega. En lögreglan vildi heldur ekki útiloka að sá eða þeir sem brutust inn hjá konunni Lesa meira
Eldsvoði á sveitabæ kom upp um óvenjulega hliðarbúgrein
PressanÁ þriðjudagsmorgun kom eldur upp í sveitabæ í Harpelunde á Lálandi í Danmörku. Þegar búið var að slökkva eldinn uppgötvaði lögreglan að óvenjuleg hliðarbúgrein hafði verið stunduð á býlinu. Í hluta bygginganna hafði verið komið upp aðstöðu til að rækta sérstakt afbrigði af maríjúana sem innheldur meira magn af virka efninu THC en venja er. Lesa meira
Tvö morð á níu klukkustundum í Árósum
PressanÍ gærkvöldi var 25 ára karlmaður skotinn til bana á veðhlaupabraut í Árósum í Danmörku. Í nótt var 42 ára karlmaður stunginn til bana á bílastæði við Lenesvej í borginni. Tveir til viðbótar voru einnig stungnir og voru fluttir undir læknishendur. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lögreglunni. Ekki kemur fram hvort einhver eða einhverjir Lesa meira
Dani ákærður fyrir landráð – Fyrsta málið í 70 ár
PressanDaninn Ahmad Salem El-Haj hefur verið ákærður fyrir landráð og metur saksóknari það sem svo að málið sé svo alvarlegt að það réttlæti lífstíðarfangelsisdóm yfir El-Haj. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi en það var hann úrskurðaður í þann 22. júní. Berlingske skýrði frá þessu um helgina en blaðið fékk aðgang að dómsskjölum á grundvelli upplýsingalaga. Þetta er í fyrsta sinn Lesa meira
Lögreglan fann 160 kíló af hassi
Pressan57 ára karlmaður var á laugardaginn úrskurðaður í gæsluvarðhald af dönskum dómstól fyrir að hafa verið með 160 kíló af hassi í vörslu sinni. Það voru lögreglumenn á Sjálandi sem fundu þetta mikla magn hass á föstudaginn þegar þeir leituðu í bíl mannsins sem var lagt við hús í Hillerød. Ekstra Bladet hefur eftir talsmanni Lesa meira
Nýskilin kona vann í Lottó – Fyrrverandi eiginmaður hennar vildi ekki lottómiðann
PressanMaður, sem er nýlega skilinn, sér sennilega eftir því að hafa, við skilnaðinn, afþakkað að taka yfir lottómiða fjölskyldunnar. Hinn umræddi lottómiði hefur nefnilega tryggt fyrrverandi konu hans yfir 20 milljónir króna. Danske Spil skýrir frá þessu eftir að hafa rætt við hinn nýja lottó milljónamæring, er hún er frá bænum Fredericia. Konan segist hafa Lesa meira
Þess vegna vildi Donald Trump kaupa Grænland
PressanÍ ágúst á síðasta ári sagðist Donald Trump, Bandaríkjaforseti, vilja kaupa Grænland af Dönum. Þetta vakti að vonum heimsathygli og margir vissu ekki hvað þeir áttu að halda um þetta. Danska ríkisstjórnin hafnaði þessu og benti á að Danmörk gæti ekki selt Grænland því Danir eigi landið ekki, þau séu bara í ríkjasambandi. Trump móðgaðist Lesa meira
Leiðtogi danskra öfgahægrimanna dæmdur í fangelsi
PressanÍ síðustu viku var Rasmus Paludan, lögmaður og stofnandi og formaður öfgahægriflokksins Stram Kurs, dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir kynþáttahatur og fleira. Danska ríkisútvarpið segir að Paludan sé mjög ósáttur við dóminn sem hann segi „valda skaða á trúnni á lýðræði“. Hann segir dóminn algjörlega á skjön við dómvenjur. Ákæran á hendur Paludan var í fjórtán liðum og sneri að kynþáttahatri, Lesa meira
Tók allt spariféð út úr banka af ótta við afleiðingar kórónuveirunnar – Týndi því síðan
PressanSíðasta mánudagsmorgun hringdi 42 ára kona í lögregluna í Árósum í Danmörku og sagðist hafa týnt um 36.000 dönskum krónum, það svarar til rúmlega 700.000 íslenskra króna. Hún taldi ekki útilokað að peningunum hefði verið stolið úr tösku hennar á milli klukkan 15 og 23 á sunnudeginum. Konan sagðist hafa tekið allt sparifé sitt út Lesa meira
Deilur um nektarmyndir enduðu með morði
PressanÁ mánudaginn dæmdi dómstóll í Herning í Danmörku þá Jan Weng Jensen, 39 ára, og Rasmus Stærk, 33 ára, í 13 ára fangelsi fyrir morð. Fórnarlamb þeirra var Kenneth Linde Simonsen, 47 ára, en hann fannst látinn austan við Skjern í febrúar á síðasta ári. Hann lést af völdum áverka sem hann hlaut vegna fjölda Lesa meira